Fljúgandi hálka og hvassviðri bakar vandræði við Höfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2018 11:38 Mikil hálka og hvassviðri er ekki góð blanda, Vísir/Friðrik Jónas Friðriksson Sextán björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar hafa verið að störfum í morgun vegna mikils hvassviðris. Bílar hafa fokið út af þjóðvegi 1 í grenndi við Höfn og þakplötur hafa fokið af húsum í nærsveitum Hafnar. „Það er fljúgandi hálka og það er vandamálið. Menn fjúka bara út af veginum þótt að þeir séu stopp á veginum,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, sem stýrir aðgerðum. Fimm bílar hafa fokið út af veginum, þar á meðal vöruflutningabíll með tengivagn í eftirdragi. Hafa björgunarsveitarmenn komið smærri bílunum sem fokið hafa aftur upp á veginn en verið er að vinna að því að koma vöruflutningabílnum upp á veginn en til þess þarf stærri vinunuvélar. Þá hafa björgunarsveitarmenn farið í þrjú útköll vegna fjúkandi þakplatna í sveitinni vestan við Höfn. Segir Friðrik að vindurinn nái 25 metrum á sekúndu inn í bænum en mun hvassara sé inn með fjöllunum. Engin slys hafa orðið á fólki en lögreglan á Suðurlandi hvetur vegfarendur til þess að huga vel að færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á svæðinu eða jafnvel að bíða með ferðalög þar til veðrið gengur niður. Lægð gengur nú yfir landið en reiknað er með að veðrið gangi niður síðdegis í dag. Þó er von á næstu lægð strax á morgun.Björgunarsveitarmenn frá Höfn að störfum .Mynd/Friðrik Jónas Friðriksson Veður Tengdar fréttir Léttir til síðdegis: „Svo er það bara næsta lægð í fyrramálið“ Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur- og Norðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. 13. febrúar 2018 10:56 Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sextán björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar hafa verið að störfum í morgun vegna mikils hvassviðris. Bílar hafa fokið út af þjóðvegi 1 í grenndi við Höfn og þakplötur hafa fokið af húsum í nærsveitum Hafnar. „Það er fljúgandi hálka og það er vandamálið. Menn fjúka bara út af veginum þótt að þeir séu stopp á veginum,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, sem stýrir aðgerðum. Fimm bílar hafa fokið út af veginum, þar á meðal vöruflutningabíll með tengivagn í eftirdragi. Hafa björgunarsveitarmenn komið smærri bílunum sem fokið hafa aftur upp á veginn en verið er að vinna að því að koma vöruflutningabílnum upp á veginn en til þess þarf stærri vinunuvélar. Þá hafa björgunarsveitarmenn farið í þrjú útköll vegna fjúkandi þakplatna í sveitinni vestan við Höfn. Segir Friðrik að vindurinn nái 25 metrum á sekúndu inn í bænum en mun hvassara sé inn með fjöllunum. Engin slys hafa orðið á fólki en lögreglan á Suðurlandi hvetur vegfarendur til þess að huga vel að færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á svæðinu eða jafnvel að bíða með ferðalög þar til veðrið gengur niður. Lægð gengur nú yfir landið en reiknað er með að veðrið gangi niður síðdegis í dag. Þó er von á næstu lægð strax á morgun.Björgunarsveitarmenn frá Höfn að störfum .Mynd/Friðrik Jónas Friðriksson
Veður Tengdar fréttir Léttir til síðdegis: „Svo er það bara næsta lægð í fyrramálið“ Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur- og Norðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. 13. febrúar 2018 10:56 Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Léttir til síðdegis: „Svo er það bara næsta lægð í fyrramálið“ Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur- og Norðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. 13. febrúar 2018 10:56
Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37