Aðgerðir í menntamálum Arnór Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Því hefur verið haldið fram að stjórnvöld hafi ekkert aðhafst til að efla læsi íslenskra nemenda og að draga úr brotthvarfi. Er þá horft fram hjá því að fyrir liggur skýr stefna um þessi atriði sem fylgt hefur verið eftir með aðgerðum. Hefur það verið eitt af helstu verkefnum Menntamálastofnunar frá því hún var sett á fót árið 2015 að innleiða úrbætur. Í Hvítbók um umbætur í menntamálum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út árið 2014 eru sett fram mælanleg markmið um læsi við lok grunnskóla og námsgengi í framhaldsskólum. Í kjölfarið skrifuðu allar bæjar- og sveitarstjórnir landsins undir Þjóðarsáttmála um læsi og skuldbundu sig til að vinna að eflingu læsis m.a. með því að setja sér læsisstefnu og fylgja henni eftir. Jafnframt er í sáttmálanum tilgreint að Menntamálastofnun veiti sveitarfélögum stuðning og ráðgjöf til að ná markmiðum sínum. Hefur Menntamálastofnun þegar veitt beina ráðgjöf til um 60 sveitarfélaga, aukið framboð á námsefni og gert aðgengileg skimunarpróf í lesfimi sem lögð hafa verið fyrir yfir 90% grunnskólanemenda. Aðgerðir gegn brotthvarfi í framhaldsskólum Miklar breytingar eiga sér nú stað í framhaldsskólum með endurskipulagningu náms og nýjum námsleiðum. Í Hvítbókinni eru sett fram markmið um að fleiri framhaldsskólanemendur ljúki námi á tilskildum tíma. Innleiðing nýrra námsbrauta og stytting námstíma eru leiðir til að vinna að þeim markmiðum en einnig hefur verið ráðist í sérstakar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi. Lögð hafa verið fyrir skimunarpróf fyrir nýnema allra framhaldsskóla til að meta hættu á brotthvarfi. Framhaldsskólar hafa síðan nýtt niðurstöður prófanna til að móta aðgerðir sem henta ólíkum áhættuhópum og fengið fjárstyrki til að fylgja þeim eftir. Í íslenskri skýrslu um niðurstöður PISA 2015 er fjallað um umbætur í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en þær þjóðir hafa náð að viðhalda eða bæta árangur sinn í læsi. Þeim aðgerðum sem beitt var í þessum löndum svipar um margt til þess sem nú er unnið að hér á landi. Engin ástæða er til að ætla annað en að Ísland geti náð sambærilegum árangri.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að stjórnvöld hafi ekkert aðhafst til að efla læsi íslenskra nemenda og að draga úr brotthvarfi. Er þá horft fram hjá því að fyrir liggur skýr stefna um þessi atriði sem fylgt hefur verið eftir með aðgerðum. Hefur það verið eitt af helstu verkefnum Menntamálastofnunar frá því hún var sett á fót árið 2015 að innleiða úrbætur. Í Hvítbók um umbætur í menntamálum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út árið 2014 eru sett fram mælanleg markmið um læsi við lok grunnskóla og námsgengi í framhaldsskólum. Í kjölfarið skrifuðu allar bæjar- og sveitarstjórnir landsins undir Þjóðarsáttmála um læsi og skuldbundu sig til að vinna að eflingu læsis m.a. með því að setja sér læsisstefnu og fylgja henni eftir. Jafnframt er í sáttmálanum tilgreint að Menntamálastofnun veiti sveitarfélögum stuðning og ráðgjöf til að ná markmiðum sínum. Hefur Menntamálastofnun þegar veitt beina ráðgjöf til um 60 sveitarfélaga, aukið framboð á námsefni og gert aðgengileg skimunarpróf í lesfimi sem lögð hafa verið fyrir yfir 90% grunnskólanemenda. Aðgerðir gegn brotthvarfi í framhaldsskólum Miklar breytingar eiga sér nú stað í framhaldsskólum með endurskipulagningu náms og nýjum námsleiðum. Í Hvítbókinni eru sett fram markmið um að fleiri framhaldsskólanemendur ljúki námi á tilskildum tíma. Innleiðing nýrra námsbrauta og stytting námstíma eru leiðir til að vinna að þeim markmiðum en einnig hefur verið ráðist í sérstakar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi. Lögð hafa verið fyrir skimunarpróf fyrir nýnema allra framhaldsskóla til að meta hættu á brotthvarfi. Framhaldsskólar hafa síðan nýtt niðurstöður prófanna til að móta aðgerðir sem henta ólíkum áhættuhópum og fengið fjárstyrki til að fylgja þeim eftir. Í íslenskri skýrslu um niðurstöður PISA 2015 er fjallað um umbætur í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en þær þjóðir hafa náð að viðhalda eða bæta árangur sinn í læsi. Þeim aðgerðum sem beitt var í þessum löndum svipar um margt til þess sem nú er unnið að hér á landi. Engin ástæða er til að ætla annað en að Ísland geti náð sambærilegum árangri.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun