Aðgerðir í menntamálum Arnór Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Því hefur verið haldið fram að stjórnvöld hafi ekkert aðhafst til að efla læsi íslenskra nemenda og að draga úr brotthvarfi. Er þá horft fram hjá því að fyrir liggur skýr stefna um þessi atriði sem fylgt hefur verið eftir með aðgerðum. Hefur það verið eitt af helstu verkefnum Menntamálastofnunar frá því hún var sett á fót árið 2015 að innleiða úrbætur. Í Hvítbók um umbætur í menntamálum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út árið 2014 eru sett fram mælanleg markmið um læsi við lok grunnskóla og námsgengi í framhaldsskólum. Í kjölfarið skrifuðu allar bæjar- og sveitarstjórnir landsins undir Þjóðarsáttmála um læsi og skuldbundu sig til að vinna að eflingu læsis m.a. með því að setja sér læsisstefnu og fylgja henni eftir. Jafnframt er í sáttmálanum tilgreint að Menntamálastofnun veiti sveitarfélögum stuðning og ráðgjöf til að ná markmiðum sínum. Hefur Menntamálastofnun þegar veitt beina ráðgjöf til um 60 sveitarfélaga, aukið framboð á námsefni og gert aðgengileg skimunarpróf í lesfimi sem lögð hafa verið fyrir yfir 90% grunnskólanemenda. Aðgerðir gegn brotthvarfi í framhaldsskólum Miklar breytingar eiga sér nú stað í framhaldsskólum með endurskipulagningu náms og nýjum námsleiðum. Í Hvítbókinni eru sett fram markmið um að fleiri framhaldsskólanemendur ljúki námi á tilskildum tíma. Innleiðing nýrra námsbrauta og stytting námstíma eru leiðir til að vinna að þeim markmiðum en einnig hefur verið ráðist í sérstakar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi. Lögð hafa verið fyrir skimunarpróf fyrir nýnema allra framhaldsskóla til að meta hættu á brotthvarfi. Framhaldsskólar hafa síðan nýtt niðurstöður prófanna til að móta aðgerðir sem henta ólíkum áhættuhópum og fengið fjárstyrki til að fylgja þeim eftir. Í íslenskri skýrslu um niðurstöður PISA 2015 er fjallað um umbætur í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en þær þjóðir hafa náð að viðhalda eða bæta árangur sinn í læsi. Þeim aðgerðum sem beitt var í þessum löndum svipar um margt til þess sem nú er unnið að hér á landi. Engin ástæða er til að ætla annað en að Ísland geti náð sambærilegum árangri.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að stjórnvöld hafi ekkert aðhafst til að efla læsi íslenskra nemenda og að draga úr brotthvarfi. Er þá horft fram hjá því að fyrir liggur skýr stefna um þessi atriði sem fylgt hefur verið eftir með aðgerðum. Hefur það verið eitt af helstu verkefnum Menntamálastofnunar frá því hún var sett á fót árið 2015 að innleiða úrbætur. Í Hvítbók um umbætur í menntamálum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út árið 2014 eru sett fram mælanleg markmið um læsi við lok grunnskóla og námsgengi í framhaldsskólum. Í kjölfarið skrifuðu allar bæjar- og sveitarstjórnir landsins undir Þjóðarsáttmála um læsi og skuldbundu sig til að vinna að eflingu læsis m.a. með því að setja sér læsisstefnu og fylgja henni eftir. Jafnframt er í sáttmálanum tilgreint að Menntamálastofnun veiti sveitarfélögum stuðning og ráðgjöf til að ná markmiðum sínum. Hefur Menntamálastofnun þegar veitt beina ráðgjöf til um 60 sveitarfélaga, aukið framboð á námsefni og gert aðgengileg skimunarpróf í lesfimi sem lögð hafa verið fyrir yfir 90% grunnskólanemenda. Aðgerðir gegn brotthvarfi í framhaldsskólum Miklar breytingar eiga sér nú stað í framhaldsskólum með endurskipulagningu náms og nýjum námsleiðum. Í Hvítbókinni eru sett fram markmið um að fleiri framhaldsskólanemendur ljúki námi á tilskildum tíma. Innleiðing nýrra námsbrauta og stytting námstíma eru leiðir til að vinna að þeim markmiðum en einnig hefur verið ráðist í sérstakar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi. Lögð hafa verið fyrir skimunarpróf fyrir nýnema allra framhaldsskóla til að meta hættu á brotthvarfi. Framhaldsskólar hafa síðan nýtt niðurstöður prófanna til að móta aðgerðir sem henta ólíkum áhættuhópum og fengið fjárstyrki til að fylgja þeim eftir. Í íslenskri skýrslu um niðurstöður PISA 2015 er fjallað um umbætur í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en þær þjóðir hafa náð að viðhalda eða bæta árangur sinn í læsi. Þeim aðgerðum sem beitt var í þessum löndum svipar um margt til þess sem nú er unnið að hér á landi. Engin ástæða er til að ætla annað en að Ísland geti náð sambærilegum árangri.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun