Blaðamenn, ekki spyrja Klopp um Meistaradeildarsigur Liverpool frá 2005 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 11:30 Reiður Jürgen Klopp. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrir liðinu í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann mætti á blaðamannafund í gær þar sem hann var ekki hrifinn af því að fjölmiðlamenn væru að spyrja hann um síðasta sigur Liverpool í Meistaradeildinni. Liverpool vann Meistaradeildina síðast fyrir þrettán árum eða eftir sigur á AC Milan í úrslitaleik í Istanbul 25. maí 2005. Liðið lenti þá 3-0 undir en náð að jafna og svo að vinna leikinn í vítakeppni. Mótherjar Liverpool í kvöld er Porto frá Portúgal. Liverpool liðið er mun sigurstranglegra liðið í viðureigninni við Portúgalana. Klopp var alls ekki ánægður að vera spurður af því hvort lið Liverpool í dag gæti leikið eftir afrek Liverpool-liðsins frá 2005.Don't ask Jurgen Klopp about Liverpool's 2005 #UCL title. WATCH: https://t.co/p5GZD3f9zcpic.twitter.com/huoctt8UeV — ESPN FC (@ESPNFC) February 14, 2018 „Ég held ekki að liðið frá 2005 hafi hugsað um hvort það gæti unnið titilinn fyrir leik þess í sextán liða úrslitunum. Ef svo hefur verið þá kæmi það mér mjög á óvart. Ég gæti spurt Rafa (Benitez) en ég er nokkuð viss,“ svaraði Jürgen Klopp en var augljóslega mjög pirraður. Liverpool mætti Bayer Leverkusen í sextán liða úrslitunum 2004-05 og vann þá leikina 3-1 og 3-1. Liðið sló síðan út Juventus og Chelsea á leið sinni í úrslitaleikinn. „Við munum reyna að vinna úrslitaleikinn ef við komust þangað en það er mjög löng leið í þann leik og mörg góð fótboltalið standa í vegi okkar. Ég get ekki sagt að ég sé ekki hrifinn af því, þar sem ég hata það hreinlega, að tala næstu umferð á eftir þá sem þú ert að spila á hverjum tíma,“ sagði Klopp. „Aðeins þar sem að ég er vinalegur og kurteis maður þá svaraði ég þessari spurningu þinni en vanalega þegar einhver spyr mig um næstu umferð þá yfirgef ég salinn strax,“ sagði Klopp. Það má sjá upptöku af svari Jürgen Klopp hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrir liðinu í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann mætti á blaðamannafund í gær þar sem hann var ekki hrifinn af því að fjölmiðlamenn væru að spyrja hann um síðasta sigur Liverpool í Meistaradeildinni. Liverpool vann Meistaradeildina síðast fyrir þrettán árum eða eftir sigur á AC Milan í úrslitaleik í Istanbul 25. maí 2005. Liðið lenti þá 3-0 undir en náð að jafna og svo að vinna leikinn í vítakeppni. Mótherjar Liverpool í kvöld er Porto frá Portúgal. Liverpool liðið er mun sigurstranglegra liðið í viðureigninni við Portúgalana. Klopp var alls ekki ánægður að vera spurður af því hvort lið Liverpool í dag gæti leikið eftir afrek Liverpool-liðsins frá 2005.Don't ask Jurgen Klopp about Liverpool's 2005 #UCL title. WATCH: https://t.co/p5GZD3f9zcpic.twitter.com/huoctt8UeV — ESPN FC (@ESPNFC) February 14, 2018 „Ég held ekki að liðið frá 2005 hafi hugsað um hvort það gæti unnið titilinn fyrir leik þess í sextán liða úrslitunum. Ef svo hefur verið þá kæmi það mér mjög á óvart. Ég gæti spurt Rafa (Benitez) en ég er nokkuð viss,“ svaraði Jürgen Klopp en var augljóslega mjög pirraður. Liverpool mætti Bayer Leverkusen í sextán liða úrslitunum 2004-05 og vann þá leikina 3-1 og 3-1. Liðið sló síðan út Juventus og Chelsea á leið sinni í úrslitaleikinn. „Við munum reyna að vinna úrslitaleikinn ef við komust þangað en það er mjög löng leið í þann leik og mörg góð fótboltalið standa í vegi okkar. Ég get ekki sagt að ég sé ekki hrifinn af því, þar sem ég hata það hreinlega, að tala næstu umferð á eftir þá sem þú ert að spila á hverjum tíma,“ sagði Klopp. „Aðeins þar sem að ég er vinalegur og kurteis maður þá svaraði ég þessari spurningu þinni en vanalega þegar einhver spyr mig um næstu umferð þá yfirgef ég salinn strax,“ sagði Klopp. Það má sjá upptöku af svari Jürgen Klopp hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira