HS Orka vill virkja vindinn og áformar rannsókn á Reykjanesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 06:00 HS Orka vill reisa allt að 80 metra hátt rannsóknarmastur á Reykjanesi. Vísir/GVA Orkumál „Við erum að leita tækifæra og ákváðum að sækja um hjá Reykjanesbæ að fá að reisa mastur sem yrði eitt nauðsynlegt skref á leiðinni,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Fyrirtækið hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi til að skoða hvort forsendur sé fyrir því að reisa vindorkuver á svæðinu. Samkvæmt umsókn HS Orku felst rannsóknarverkefnið í að reisa hið háa mastur til að mæla vindstyrk í um eitt til tvö ár og síðan fjarlægja það. Niðurstöður mælinganna verða síðan nýttar til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver, með tilheyrandi vindmyllum, innan tiltekins svæðis frá mælingarstað. „Vindorka er eitthvað sem á eftir að koma til skjalanna í auknum mæli á Íslandi og það eru ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er hér mikil vindauðlind. Í öðru lagi er aukin orkuþörf og eftirspurn í landinu og í þriðja lagi er ástæðan fyrir því að við höfum ekki gert þetta hingað til, hvorki HS Orka né aðrir, í stórum stíl sú að það eru tveir aðrir kostir í landinu ódýrari og áreiðanlegri. Jarðvarmi og vatnsafl.“Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.Vísir/AntonÞetta hafi hins vegar breyst og að sögn Ásgeirs hefur kostnaður við framleiðslu vindorku lækkað verulega á síðustu tíu árum. „Þetta er orðinn samkeppnisfær möguleiki í kostnaði og þá er eftir samanburðurinn á öðrum sviðum.“ Að sögn Ásgeirs hentar Reykjanes vel þar sem allir innviðaþættir séu sterkir. Þar sé vindasamt, vegir til staðar, aðgengi auðvelt, raforkuflutningskerfi nærri og raskað svæði meðal annars vegna Reykjanesvirkjunar sem HS Orka rekur. Ásgeir segir mastrið vissulega þurfa að vera hátt, eða sem nemur ríflega hæð Hallgrímskirkjuturns, en sé þó mjótt á við fjarskiptamastur. Nauðsynlegt sé að hafa það hátt til að mæla vind í meiri hæð en í hefðbundnum veðurmælingum. Mælingar segi svo til um hvernig vindmyllur þyrfti að setja upp. Erindi HS Orku kom inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í fyrradag. Ásgeir segir umsóknina nauðsynlegt skref í verkefninu en í henni felist þó engin ákvörðun um að byggja vindmyllur fyrr en hugsanlega síðar. Fáist leyfi fyrir rannsóknarmastrinu geti verkefnið farið af stað innan árs. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Orkumál „Við erum að leita tækifæra og ákváðum að sækja um hjá Reykjanesbæ að fá að reisa mastur sem yrði eitt nauðsynlegt skref á leiðinni,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Fyrirtækið hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi til að skoða hvort forsendur sé fyrir því að reisa vindorkuver á svæðinu. Samkvæmt umsókn HS Orku felst rannsóknarverkefnið í að reisa hið háa mastur til að mæla vindstyrk í um eitt til tvö ár og síðan fjarlægja það. Niðurstöður mælinganna verða síðan nýttar til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver, með tilheyrandi vindmyllum, innan tiltekins svæðis frá mælingarstað. „Vindorka er eitthvað sem á eftir að koma til skjalanna í auknum mæli á Íslandi og það eru ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er hér mikil vindauðlind. Í öðru lagi er aukin orkuþörf og eftirspurn í landinu og í þriðja lagi er ástæðan fyrir því að við höfum ekki gert þetta hingað til, hvorki HS Orka né aðrir, í stórum stíl sú að það eru tveir aðrir kostir í landinu ódýrari og áreiðanlegri. Jarðvarmi og vatnsafl.“Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.Vísir/AntonÞetta hafi hins vegar breyst og að sögn Ásgeirs hefur kostnaður við framleiðslu vindorku lækkað verulega á síðustu tíu árum. „Þetta er orðinn samkeppnisfær möguleiki í kostnaði og þá er eftir samanburðurinn á öðrum sviðum.“ Að sögn Ásgeirs hentar Reykjanes vel þar sem allir innviðaþættir séu sterkir. Þar sé vindasamt, vegir til staðar, aðgengi auðvelt, raforkuflutningskerfi nærri og raskað svæði meðal annars vegna Reykjanesvirkjunar sem HS Orka rekur. Ásgeir segir mastrið vissulega þurfa að vera hátt, eða sem nemur ríflega hæð Hallgrímskirkjuturns, en sé þó mjótt á við fjarskiptamastur. Nauðsynlegt sé að hafa það hátt til að mæla vind í meiri hæð en í hefðbundnum veðurmælingum. Mælingar segi svo til um hvernig vindmyllur þyrfti að setja upp. Erindi HS Orku kom inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í fyrradag. Ásgeir segir umsóknina nauðsynlegt skref í verkefninu en í henni felist þó engin ákvörðun um að byggja vindmyllur fyrr en hugsanlega síðar. Fáist leyfi fyrir rannsóknarmastrinu geti verkefnið farið af stað innan árs.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira