Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 04:59 Svona leit skjálftakort Veðurstofunnar út skömmu fyrir klukkan 5 í morgun. Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Að sögn jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands hafa tugir skjálfta mælst stærri en 3 í eyjunni frá miðnætti. Stærsti skjálftinn reið yfir um klukkan 5:30 í morgun en hann reyndist vera 5,2 að stærð. Skömmu áður hafði mælst skjálfti af stærðinni 4,5 í eyjunni. Skjálfti 3,3 að stærð mældist klukkan 01:03, klukkan 02:24 var skjálfti að stærð 3,7 og klukkan 02:39 mældist einn skjálfti 3,5 að stærð við Grímsey. Skömmu eftir klukkan 3 í nótt mældust svo tveir skjálftar rúmlega 4,0 að stærð. Þrír skjálftar, allir stærri en 3, fylgdu svo skömmu á eftir. Fjöldi minni skjálfta sem riðið hafa yfir eyjuna síðastliðinn sólarhring hleypur á hundruðum. Stærstu skjálftarnir hafa fundist greinilega á Akureyri, Húsavík sem og auðvitað í Grímsey.Morgunblaðið hefur eftir Ármanni Höskuldssyni, eldfjallafræðingi að atburðarásin á bak við skjálftahrinuna sé mjög óvenjuleg. Hann segir í meira en hundrað ár hafi verið beðið eftir stórum skjálfta á svæðinu og greinilegt sé að jarðskorpan sé að losa um heilmikla spennu á Tjörnesbrotabeltinu. Hann segir að ef hann byggi á Húsavík myndi hann taka alla brothætta og verðmæta muni úr hillum á meðan hrinan er enn í gangi.Fréttin var síðast uppfærð kl. 8:20. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 „Höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist“ Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar. 17. febrúar 2018 22:39 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Að sögn jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands hafa tugir skjálfta mælst stærri en 3 í eyjunni frá miðnætti. Stærsti skjálftinn reið yfir um klukkan 5:30 í morgun en hann reyndist vera 5,2 að stærð. Skömmu áður hafði mælst skjálfti af stærðinni 4,5 í eyjunni. Skjálfti 3,3 að stærð mældist klukkan 01:03, klukkan 02:24 var skjálfti að stærð 3,7 og klukkan 02:39 mældist einn skjálfti 3,5 að stærð við Grímsey. Skömmu eftir klukkan 3 í nótt mældust svo tveir skjálftar rúmlega 4,0 að stærð. Þrír skjálftar, allir stærri en 3, fylgdu svo skömmu á eftir. Fjöldi minni skjálfta sem riðið hafa yfir eyjuna síðastliðinn sólarhring hleypur á hundruðum. Stærstu skjálftarnir hafa fundist greinilega á Akureyri, Húsavík sem og auðvitað í Grímsey.Morgunblaðið hefur eftir Ármanni Höskuldssyni, eldfjallafræðingi að atburðarásin á bak við skjálftahrinuna sé mjög óvenjuleg. Hann segir í meira en hundrað ár hafi verið beðið eftir stórum skjálfta á svæðinu og greinilegt sé að jarðskorpan sé að losa um heilmikla spennu á Tjörnesbrotabeltinu. Hann segir að ef hann byggi á Húsavík myndi hann taka alla brothætta og verðmæta muni úr hillum á meðan hrinan er enn í gangi.Fréttin var síðast uppfærð kl. 8:20.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 „Höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist“ Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar. 17. febrúar 2018 22:39 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58
„Höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist“ Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar. 17. febrúar 2018 22:39
Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15