„Ákæruvaldið virðist líta á þessa tilkynningu sem einhverskonar brandara“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 17:00 Reimar Pétursson er hér til vinstri. Fyrir aftan hann ræðir Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, við skjólstæðing sinn. Til hægri er Gunnar Egill Egilsson, verjandi Péturs Jónssonar. Vísir/Anton Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baludrssonar, fyrrverandi forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis, gerði miklar athugasemdir við það hversu langur tími hafi liðið frá því að meint brot áttu sér stað þangað til að markaðsmisntokunarmál Glitins var tekið fyrir í héraðdsómi. Sagði hann tafir á málinu hafa haft mikil neikvæð áhrif á skjólstæðing sinn. Þetta kom fram í málflutningi Reimars í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jóhannes Baldursson er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun og er því haldið fram í ákæru að Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson, fyrrverandi starfsmenn deildar eigin viðskipta bankans, hafi stundað markaðsmisnotkun að undirlagi Jóhannesar og Lárusar Welding fyrrverandi forstjóra bankans. Í máli sínu sagið Reimar að ef málið hefði verði tekið fyrir fyrr þegar atburðirnir væru mönnum enn í fersku minni kynni ýmislegt að hafa komið í ljós sem hefði verið umbjóðanda hans til hagsbóta.Atvik í hverju máli sérstök Þá sagði hann einnig athugavert að málið sé borið saman við markaðsmisnotkunarmál Landsbankans og Kaupþings. Hann sagði heilbrigt að bera saman mál en það væri þó takmörkunum háð. „Atvik í hverju máli fyrir sig eru sérstök og engum verður refsað nema hann hafi sjálfur unnið sér til refsingar,” sagði Reimar. „Það er ekki hægt að vísa með einhverjum almennum hætti til Landsbanka- og Kaupþingsdóma með það. Umbjóðandi minn er sjálfstæður persónuleiki, hann lifir sjálfstæðu lífi og hann verður ekki dæmdur að sök bara sökum þess að stjórnendur Landsbankans og Kaupþings hafa verið dæmdir.“ Reimar benti einnig á að menn í hliðstæðum stöðum í Landsbankanum og Kaupþingi hefðu ekki verið ákærðir í þeim málum. Þá sagði hann að Jóhannes hefði ekki ákveðið með hvaða hætti viðskipti með eigin bréf bankans færu fram og að ákæruefnin beindust að þessu fyrirkomulagi sem hann ákvað ekki. Hann hafi ekki verið í aðstöðu til að framkvæma breytingarnar jafnvel þó hann hafi viljað það enda hafi það verið í höndum ákveðinna nefnda innan bankans að taka slíkar ákvarðanir. „Það er ekki hægt að refsa mönnum fyrir að vanrækja hlutverk sem þeir eiga ekki að sinna.“Tilkynnt með pompi og prakt Eitt álitamál við aðalmeðferð málsins er hvort Glitnir hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. Reimar sagði það vera grundvallarmun á þessu máli og sambærilegum málum Landsbanka og Kaupþings. „Það er óhrekjanleg staðreynd að Glitnir var með formlega viðskiptavakt. Ákæruvaldið talar alltaf eins og þetta hafi verið óformlegt. Þetta var formleg viðskiptavakt. Þetta var tilkynnt með pompi og prakt í Kauphöll 2. júlí 1998.“ Hann benti á máli sínu til stuðnings að í kringum tilkynninguna hafi forstjóri Kauphallar lýst henni í Morgunblaðinu sem mikilsverðu framtaki sem bæri að fagna. „Ákæruvaldið virðist líta á þessa tilkynningu sem einhverskonar brandara,“ sagði Reimar. „Þetta er tilkynning. Það er haldinn fundur, fregnir í blöðunum. Það er enginn að leyna neinu.“Berið að leiðbeina villuráfandi bankamönnum Reimar benti einnig á máli sínu til stuðnings að ef starfsemi deildar eigin viðskipta við bankann hefði verið glæpsamleg þyrfti einnig að líta til leiðbeiningarskyldu Fjármálaeftirlitsins. „Hefði Fjármálaeftirlitinu ekki borið að leiðbeina þessum villuráfandi bankamönnum að þetta væru einhverjir stórkostlegir glæpir sem þeir voru að tilkynna til Fjármálaeftirlitsins?“ Reimar sagði að þær lögskýringar sem ákæurvaldið tefldi fram í málinu væru langsóttar. Engum hefði á þessum tíma dottið í hug að um glæpsamlega háttsemi væri að ræða. Til staðar hafi verið ýmsir innri og ytri skoðunaraðilar sem engar athugasemdir hafi gert. „Það er Kauphöll, það er Fjármálaeftirlitið, það er regluvörður, innri endurskoðun. Það datt engum í hug að þetta gæti verið óheimilt.“ Reimar fer fram á að Jóhannes verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baludrssonar, fyrrverandi forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis, gerði miklar athugasemdir við það hversu langur tími hafi liðið frá því að meint brot áttu sér stað þangað til að markaðsmisntokunarmál Glitins var tekið fyrir í héraðdsómi. Sagði hann tafir á málinu hafa haft mikil neikvæð áhrif á skjólstæðing sinn. Þetta kom fram í málflutningi Reimars í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jóhannes Baldursson er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun og er því haldið fram í ákæru að Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson, fyrrverandi starfsmenn deildar eigin viðskipta bankans, hafi stundað markaðsmisnotkun að undirlagi Jóhannesar og Lárusar Welding fyrrverandi forstjóra bankans. Í máli sínu sagið Reimar að ef málið hefði verði tekið fyrir fyrr þegar atburðirnir væru mönnum enn í fersku minni kynni ýmislegt að hafa komið í ljós sem hefði verið umbjóðanda hans til hagsbóta.Atvik í hverju máli sérstök Þá sagði hann einnig athugavert að málið sé borið saman við markaðsmisnotkunarmál Landsbankans og Kaupþings. Hann sagði heilbrigt að bera saman mál en það væri þó takmörkunum háð. „Atvik í hverju máli fyrir sig eru sérstök og engum verður refsað nema hann hafi sjálfur unnið sér til refsingar,” sagði Reimar. „Það er ekki hægt að vísa með einhverjum almennum hætti til Landsbanka- og Kaupþingsdóma með það. Umbjóðandi minn er sjálfstæður persónuleiki, hann lifir sjálfstæðu lífi og hann verður ekki dæmdur að sök bara sökum þess að stjórnendur Landsbankans og Kaupþings hafa verið dæmdir.“ Reimar benti einnig á að menn í hliðstæðum stöðum í Landsbankanum og Kaupþingi hefðu ekki verið ákærðir í þeim málum. Þá sagði hann að Jóhannes hefði ekki ákveðið með hvaða hætti viðskipti með eigin bréf bankans færu fram og að ákæruefnin beindust að þessu fyrirkomulagi sem hann ákvað ekki. Hann hafi ekki verið í aðstöðu til að framkvæma breytingarnar jafnvel þó hann hafi viljað það enda hafi það verið í höndum ákveðinna nefnda innan bankans að taka slíkar ákvarðanir. „Það er ekki hægt að refsa mönnum fyrir að vanrækja hlutverk sem þeir eiga ekki að sinna.“Tilkynnt með pompi og prakt Eitt álitamál við aðalmeðferð málsins er hvort Glitnir hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. Reimar sagði það vera grundvallarmun á þessu máli og sambærilegum málum Landsbanka og Kaupþings. „Það er óhrekjanleg staðreynd að Glitnir var með formlega viðskiptavakt. Ákæruvaldið talar alltaf eins og þetta hafi verið óformlegt. Þetta var formleg viðskiptavakt. Þetta var tilkynnt með pompi og prakt í Kauphöll 2. júlí 1998.“ Hann benti á máli sínu til stuðnings að í kringum tilkynninguna hafi forstjóri Kauphallar lýst henni í Morgunblaðinu sem mikilsverðu framtaki sem bæri að fagna. „Ákæruvaldið virðist líta á þessa tilkynningu sem einhverskonar brandara,“ sagði Reimar. „Þetta er tilkynning. Það er haldinn fundur, fregnir í blöðunum. Það er enginn að leyna neinu.“Berið að leiðbeina villuráfandi bankamönnum Reimar benti einnig á máli sínu til stuðnings að ef starfsemi deildar eigin viðskipta við bankann hefði verið glæpsamleg þyrfti einnig að líta til leiðbeiningarskyldu Fjármálaeftirlitsins. „Hefði Fjármálaeftirlitinu ekki borið að leiðbeina þessum villuráfandi bankamönnum að þetta væru einhverjir stórkostlegir glæpir sem þeir voru að tilkynna til Fjármálaeftirlitsins?“ Reimar sagði að þær lögskýringar sem ákæurvaldið tefldi fram í málinu væru langsóttar. Engum hefði á þessum tíma dottið í hug að um glæpsamlega háttsemi væri að ræða. Til staðar hafi verið ýmsir innri og ytri skoðunaraðilar sem engar athugasemdir hafi gert. „Það er Kauphöll, það er Fjármálaeftirlitið, það er regluvörður, innri endurskoðun. Það datt engum í hug að þetta gæti verið óheimilt.“ Reimar fer fram á að Jóhannes verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00
Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13
Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35
„Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56