Skorað á dómsmálaráðherra að sýna sóma sinn í að segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2018 19:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Hér eftir þyrfti að horfa til allra verka ráðherrans með smásjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja gagnrýnina tilhæfulausa.Meirihluti fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar samþykkti lista dómsmálaráðherra yfir fimmtán fyrstu dómara Landsréttar á Alþingi fyrir um ári. Nú gagnrýna þingmenn Viðreisnar sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn dómsmálaráðherrann fyrir að hafa ekki upplýst þingið um aðvaranir embættismanna gegn hugmyndum ráðherrans um að skipta út fjórum dómaraefnum á lista hæfisnefndar.Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í upphafi þingfundar í dag. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar gagnrýndi vinnubrögð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og viðbrögð hennar við dómi Hæstaréttar í dómaramálinu harðlega.„Hæstvirtur ráðherra hefur kosið í málsvörn sinni að varpa allri ábyrgð á herðar þingsins. Í stað þess að axla þá ábyrgð sjálf eins og henni ber,“ sagði Jón Steindór meðal annars. Oddný G. Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.vísir/Anton Þingmenn hlaupa í skarðið Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður sagði að ráðherranum hafði verið ráðlagt að gera hlutina með öðrum hætti en hún gerði. „En lét þingmennina sem hún hafði beðið um styðja sig, ekki vita um það. Þeir þingmenn eru óánægðir og telja ráðherrann hafa brugðist trausti sínu. En þá hafa aðrir háttvirtir þingmenn hlaupið í skarðið,“ sagði Oddný og sendi þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokks þar með pillu. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði miður að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri því miður ekki viðstödd umræðurnar. „Hún hefur tjáð sig um þetta mál og ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með það. Ég trúi því ekki að hæstvirtur forsætisráðherra leggi blessun sína yfir þessar embættisfærslur, sagði Birgir. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði afleiðingar lögbrots dómsmálaráðherra vera aðalatriði málsins. „Fyrirsjáanlegu afleiðingarnar, skýringarnar við því og viðbrögðin við því. Ekkert af þessu var viðunandi á neinn hátt. Ráðherrann sýnir enga iðrun, enga, ekki neina viðleitni til að breyta einhvern veginn öðruvísi í framtíðinni. Þá getum við ekki treyst þessum ráðherra. Hún á að sýna sinn lágmarks sóma með því að segja af sér. Að sjálfsögðu,“ sagði Helgi Hrafn.„Málið snýst um traust“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að mál dómsmálaráðherra snerist um traust. „Þingið getur ekki treyst því að ekki sé um geðþóttaákvarðanir hennar að ræða eftirleiðis. Þingið þarf þess vegna ævinlega að skoða allan hennar málatilbúnað og allar hennar tillögur með smásjá,“ sagði Guðmundur Andri. Óli Björn Kárason kom dómsmálaráðherra til varnar.vísir/Ernir Óli Björn Kárason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Birgir Ármannsson þingflokksformaður flokksins tóku til varna fyrir dómsmálaráðherra í umræðunni. „Í þessu tilviki var hafnað ógildingarkröfu, það var hafnað skaðabótakröfu en það var dæmd miskabótakrafa sem verður auðvitað greidd. Sjö hundruð þúsund til hvors sem stefndi í þessum tveimur málum. En ásakanir á hendur hæstvirts dómsmálaráðherra eru að mínu mati fullkomlega tilhæfulausar. Hafi menn fylgst með og hlustað á þá umræðu sem átti sér stað í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær og skýringar ráðherra, þá ættu menn að gæta orða sinna í þessari umræðu hér,“ sagði Birgir Ármannsson. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Hér eftir þyrfti að horfa til allra verka ráðherrans með smásjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja gagnrýnina tilhæfulausa.Meirihluti fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar samþykkti lista dómsmálaráðherra yfir fimmtán fyrstu dómara Landsréttar á Alþingi fyrir um ári. Nú gagnrýna þingmenn Viðreisnar sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn dómsmálaráðherrann fyrir að hafa ekki upplýst þingið um aðvaranir embættismanna gegn hugmyndum ráðherrans um að skipta út fjórum dómaraefnum á lista hæfisnefndar.Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í upphafi þingfundar í dag. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar gagnrýndi vinnubrögð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og viðbrögð hennar við dómi Hæstaréttar í dómaramálinu harðlega.„Hæstvirtur ráðherra hefur kosið í málsvörn sinni að varpa allri ábyrgð á herðar þingsins. Í stað þess að axla þá ábyrgð sjálf eins og henni ber,“ sagði Jón Steindór meðal annars. Oddný G. Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.vísir/Anton Þingmenn hlaupa í skarðið Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður sagði að ráðherranum hafði verið ráðlagt að gera hlutina með öðrum hætti en hún gerði. „En lét þingmennina sem hún hafði beðið um styðja sig, ekki vita um það. Þeir þingmenn eru óánægðir og telja ráðherrann hafa brugðist trausti sínu. En þá hafa aðrir háttvirtir þingmenn hlaupið í skarðið,“ sagði Oddný og sendi þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokks þar með pillu. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði miður að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri því miður ekki viðstödd umræðurnar. „Hún hefur tjáð sig um þetta mál og ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með það. Ég trúi því ekki að hæstvirtur forsætisráðherra leggi blessun sína yfir þessar embættisfærslur, sagði Birgir. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði afleiðingar lögbrots dómsmálaráðherra vera aðalatriði málsins. „Fyrirsjáanlegu afleiðingarnar, skýringarnar við því og viðbrögðin við því. Ekkert af þessu var viðunandi á neinn hátt. Ráðherrann sýnir enga iðrun, enga, ekki neina viðleitni til að breyta einhvern veginn öðruvísi í framtíðinni. Þá getum við ekki treyst þessum ráðherra. Hún á að sýna sinn lágmarks sóma með því að segja af sér. Að sjálfsögðu,“ sagði Helgi Hrafn.„Málið snýst um traust“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að mál dómsmálaráðherra snerist um traust. „Þingið getur ekki treyst því að ekki sé um geðþóttaákvarðanir hennar að ræða eftirleiðis. Þingið þarf þess vegna ævinlega að skoða allan hennar málatilbúnað og allar hennar tillögur með smásjá,“ sagði Guðmundur Andri. Óli Björn Kárason kom dómsmálaráðherra til varnar.vísir/Ernir Óli Björn Kárason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Birgir Ármannsson þingflokksformaður flokksins tóku til varna fyrir dómsmálaráðherra í umræðunni. „Í þessu tilviki var hafnað ógildingarkröfu, það var hafnað skaðabótakröfu en það var dæmd miskabótakrafa sem verður auðvitað greidd. Sjö hundruð þúsund til hvors sem stefndi í þessum tveimur málum. En ásakanir á hendur hæstvirts dómsmálaráðherra eru að mínu mati fullkomlega tilhæfulausar. Hafi menn fylgst með og hlustað á þá umræðu sem átti sér stað í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær og skýringar ráðherra, þá ættu menn að gæta orða sinna í þessari umræðu hér,“ sagði Birgir Ármannsson.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira