Full ástæða til að óttast erfðablöndun í laxeldi Höskuldur Kári Schram og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 1. febrúar 2018 22:44 Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. Um sextíu og sex prósent laxa í norskum ám hafa orðið fyrir erfðafræðilegum áhrifum vegna sjókvíaeldis. Doktor Kevin Glover frá Háskólanum í Björgvin í Noregi var aðalfyrirlesari á málþingi - um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna - sem erfðanefnd landbúnaðarins stóð fyrir í dag. Glover hefur rannsakað málið í mörg ár og er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á þessu sviði. Hann segir það vera áhyggjuefni hversu víða megi finna dæmi um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa í norskum ám. „Í Noregi höfum við sagt að mikið af laxi sleppi frá fiskeldisstöðvum árum saman og við höfum beitt ýsmum aðferðum til að finna þennan lax í ám. Við sýndum fram á að þeim hafi tekist að blandast 2/3 af norskum stofnum.Með tilliti til verndar laxastofna heims höfum við áhyggjur af þessu.“ Glover segir viðbúið að svipuð þróun muni eiga sér stað á Íslandi með auknu laxeldi. „Alls staðar þar sem lax er ræktaður í námunda við viltan lax hafa menn áhyggjur. Þið ættuð því að hafa áhyggjur af þessu á Íslandi og taka málið föstum tökum. Þið þurfið að líta til Noregs og sjá hvað hefur gerst þar í því skyni að læra af reynslu Norðmanna.“ Hægt sé að lágmarka hættuna á erfðablöndun með því grípa til sérstakra aðgerða. „Þið þurfið auðvitað að samþykkja eldisstöðvar með tilliti til tiltekinna staðla þannig að smíði þeirra sé af tilteknum gæðum svo fiskur sleppi ekki auðveldlega frá þeim. Síðan þarf að fjarlægja lax sem sloppið hefur og ná þeim úr ám með vissum aðferðum. Hægt er að kafa í árnar, skoða þær og fjarlægja fiskinn. Það er viss aðferð þótt hún sé ekki sú ákjósanlegasta. Hægt er að beita aðferðum til að koma í veg fyrir æxlun með því að framleiða ófrjóan eldisfisk sem er ákjósanlegasta lausnin við erfðafræðilegt inngrip því ef sá lax sleppur og kemst upp í árnar án þess að geta fjölgað sér þá á engin erfðafræðileg víxlverkun sér stað.“ Fiskeldi Tengdar fréttir Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40 Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. Um sextíu og sex prósent laxa í norskum ám hafa orðið fyrir erfðafræðilegum áhrifum vegna sjókvíaeldis. Doktor Kevin Glover frá Háskólanum í Björgvin í Noregi var aðalfyrirlesari á málþingi - um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna - sem erfðanefnd landbúnaðarins stóð fyrir í dag. Glover hefur rannsakað málið í mörg ár og er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á þessu sviði. Hann segir það vera áhyggjuefni hversu víða megi finna dæmi um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa í norskum ám. „Í Noregi höfum við sagt að mikið af laxi sleppi frá fiskeldisstöðvum árum saman og við höfum beitt ýsmum aðferðum til að finna þennan lax í ám. Við sýndum fram á að þeim hafi tekist að blandast 2/3 af norskum stofnum.Með tilliti til verndar laxastofna heims höfum við áhyggjur af þessu.“ Glover segir viðbúið að svipuð þróun muni eiga sér stað á Íslandi með auknu laxeldi. „Alls staðar þar sem lax er ræktaður í námunda við viltan lax hafa menn áhyggjur. Þið ættuð því að hafa áhyggjur af þessu á Íslandi og taka málið föstum tökum. Þið þurfið að líta til Noregs og sjá hvað hefur gerst þar í því skyni að læra af reynslu Norðmanna.“ Hægt sé að lágmarka hættuna á erfðablöndun með því grípa til sérstakra aðgerða. „Þið þurfið auðvitað að samþykkja eldisstöðvar með tilliti til tiltekinna staðla þannig að smíði þeirra sé af tilteknum gæðum svo fiskur sleppi ekki auðveldlega frá þeim. Síðan þarf að fjarlægja lax sem sloppið hefur og ná þeim úr ám með vissum aðferðum. Hægt er að kafa í árnar, skoða þær og fjarlægja fiskinn. Það er viss aðferð þótt hún sé ekki sú ákjósanlegasta. Hægt er að beita aðferðum til að koma í veg fyrir æxlun með því að framleiða ófrjóan eldisfisk sem er ákjósanlegasta lausnin við erfðafræðilegt inngrip því ef sá lax sleppur og kemst upp í árnar án þess að geta fjölgað sér þá á engin erfðafræðileg víxlverkun sér stað.“
Fiskeldi Tengdar fréttir Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40 Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40
Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00
Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00