Menntaborgin Reykjavík Skúli Helgason skrifar 2. febrúar 2018 09:00 Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístundastarf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar. Fjárveitingar til málaflokksins hafa aukist um fjórðung, eða níu milljarða króna, á kjörtímabilinu og er nú svo komið að fjármagn til menntamála í borginni er orðið umtalsvert meira en fyrir hrun, á föstu verðlagi. Við hyggjumst byggja áfram á þessum góða grunni á næsta kjörtímabili og tryggja að skóla- og frístundastarf í borginni verði í fremstu röð, svo sannarlega verði hægt að tala um menntaborgina Reykjavík.Þúsundir vinna að menntastefnu Við höfum styrkt innra starf leikskóla, grunnskóla og frístundaþjónustu og sérstakt forgangsmál okkar er að bæta vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks. Síðasta ár höfum við unnið að mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030, með því að virkja þær þúsundir starfsmanna sem starfa í skólasamfélaginu í borginni. Vinnan við nýja menntastefnu er á lokametrunum og verður kynnt í febrúar. Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi skóla- og frístundastarf sem svarar kalli nútímans, undirbýr börn og ungmenni fyrir líf í heimi þar sem sköpun, miðlun og nýting þekkingar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ný menntastefna undirstrikar að börnin sjálf eru í aðalhlutverki og daglegt starf snúist í auknum mæli um að kynna fyrir þeim fjölbreytileg viðfangsefni, þroska gagnrýna hugsun og samvinnunám, nýta áhugasvið þeirra og styrkleika í glímu við fjölbreytt verkefni. Menntamál eru málaflokkur framtíðarinnar og ástæða þess að ég hef helgað mig menntamálunum er að þar gefst okkur tækifæri til að sýna hvernig þjóðfélag byggt á jöfnuði lítur út, þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri til að finna hæfileikum sínum farveg. Það er verðugt verkefni sem við getum öll sameinast um að hrinda í framkvæmd. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístundastarf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar. Fjárveitingar til málaflokksins hafa aukist um fjórðung, eða níu milljarða króna, á kjörtímabilinu og er nú svo komið að fjármagn til menntamála í borginni er orðið umtalsvert meira en fyrir hrun, á föstu verðlagi. Við hyggjumst byggja áfram á þessum góða grunni á næsta kjörtímabili og tryggja að skóla- og frístundastarf í borginni verði í fremstu röð, svo sannarlega verði hægt að tala um menntaborgina Reykjavík.Þúsundir vinna að menntastefnu Við höfum styrkt innra starf leikskóla, grunnskóla og frístundaþjónustu og sérstakt forgangsmál okkar er að bæta vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks. Síðasta ár höfum við unnið að mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030, með því að virkja þær þúsundir starfsmanna sem starfa í skólasamfélaginu í borginni. Vinnan við nýja menntastefnu er á lokametrunum og verður kynnt í febrúar. Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi skóla- og frístundastarf sem svarar kalli nútímans, undirbýr börn og ungmenni fyrir líf í heimi þar sem sköpun, miðlun og nýting þekkingar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ný menntastefna undirstrikar að börnin sjálf eru í aðalhlutverki og daglegt starf snúist í auknum mæli um að kynna fyrir þeim fjölbreytileg viðfangsefni, þroska gagnrýna hugsun og samvinnunám, nýta áhugasvið þeirra og styrkleika í glímu við fjölbreytt verkefni. Menntamál eru málaflokkur framtíðarinnar og ástæða þess að ég hef helgað mig menntamálunum er að þar gefst okkur tækifæri til að sýna hvernig þjóðfélag byggt á jöfnuði lítur út, þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri til að finna hæfileikum sínum farveg. Það er verðugt verkefni sem við getum öll sameinast um að hrinda í framkvæmd. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun