Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2018 10:52 Kaupþing á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka. Vísir/Stefán Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallarinnar. Þar er boðað til hluthafafundar bankans sem haldinn verður 12. febrúar næstkomandi. Gerir stjórnin tvær tillögur til fundarins, annars vegar að stjórn bankans fái tímabundna heimild til kaupa á eigin bréfum bankans fyrir allt að tæpa 19 milljarða króna. Er lagt til að stjórn bankans fái heimild til þess að kaupa allt að tíu prósent eigin bréfa bankans. Er lagt til að þessi heimild verði í gildi til 15. apríl og að það fé sem nýtt verði til kaupanna dragist frá væntanlegri arðgreiðslu. Hins vegar er lagt til að bankinn greiði, eins og fyrr segir, 25 milljarða, í arð til hluthafa bankans. Arðgreiðslan verði þó háð fyrrgreindum skilyrðum. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings, stærsta eiganda bankans, en greint var frá því í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að íslenskum lífeyrissjóðum standi til boða kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut félagsins í Arion banka. Kaupþing á í gegnum Kaupskil 57 prósent í bankanum. Goldman Sachs og þrír vogunarsjóðir eiga um 30 prósenta hlut og íslenska ríkið um þrettán prósent. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. 24. janúar 2018 07:30 Sigmundur sótti að forsætisráðherra vegna Arion banka og vogunarsjóðanna Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 5. febrúar 2018 16:30 Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Ef Kaupþing nýtir sér kauprétt að 13% hlut ríkisins þarf félagið að greiða um 23 milljarða. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Bréfin yrðu seld á sama gengi til lífeyrissjóða. Kaupþing vill svar frá sjóðunum fyrir helgi. 31. janúar 2018 07:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallarinnar. Þar er boðað til hluthafafundar bankans sem haldinn verður 12. febrúar næstkomandi. Gerir stjórnin tvær tillögur til fundarins, annars vegar að stjórn bankans fái tímabundna heimild til kaupa á eigin bréfum bankans fyrir allt að tæpa 19 milljarða króna. Er lagt til að stjórn bankans fái heimild til þess að kaupa allt að tíu prósent eigin bréfa bankans. Er lagt til að þessi heimild verði í gildi til 15. apríl og að það fé sem nýtt verði til kaupanna dragist frá væntanlegri arðgreiðslu. Hins vegar er lagt til að bankinn greiði, eins og fyrr segir, 25 milljarða, í arð til hluthafa bankans. Arðgreiðslan verði þó háð fyrrgreindum skilyrðum. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings, stærsta eiganda bankans, en greint var frá því í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að íslenskum lífeyrissjóðum standi til boða kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut félagsins í Arion banka. Kaupþing á í gegnum Kaupskil 57 prósent í bankanum. Goldman Sachs og þrír vogunarsjóðir eiga um 30 prósenta hlut og íslenska ríkið um þrettán prósent.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. 24. janúar 2018 07:30 Sigmundur sótti að forsætisráðherra vegna Arion banka og vogunarsjóðanna Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 5. febrúar 2018 16:30 Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Ef Kaupþing nýtir sér kauprétt að 13% hlut ríkisins þarf félagið að greiða um 23 milljarða. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Bréfin yrðu seld á sama gengi til lífeyrissjóða. Kaupþing vill svar frá sjóðunum fyrir helgi. 31. janúar 2018 07:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. 24. janúar 2018 07:30
Sigmundur sótti að forsætisráðherra vegna Arion banka og vogunarsjóðanna Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 5. febrúar 2018 16:30
Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Ef Kaupþing nýtir sér kauprétt að 13% hlut ríkisins þarf félagið að greiða um 23 milljarða. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Bréfin yrðu seld á sama gengi til lífeyrissjóða. Kaupþing vill svar frá sjóðunum fyrir helgi. 31. janúar 2018 07:30