Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 11:43 Skriða af völdum þiðnunar sífrera í Alaska. Bandarískir vísindamenn áætluðu magn kvikasilfurs í freðmýrum út frá kjarnasýnum þaðan. Vísir/AFP Sífrerinn á norðurskautinu bindur mikið magn kvikasilfurs sem getur losnað út í umhverfið með áframhaldandi hnattrænni hlýnun. Bandarískir vísindamenn telja að tvöfalt meira kvikasilfur leynist í sífreranum en í öllum öðrum jarðvegi, hafinu og lofthjúpnum til saman. Alls hafa þeir reiknað út að 121 milljón lítrar af kvikasilfri séu bundnir í sífreranum. Það jafngildir um fimmtíu sundlaugum í Ólympíustærð, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Vísindamenn hjá bandarískum alríkisstofnunum byggja útreikningana á kjarnasýnum úr freðmýrinni í Alaska. Sífrerinn er að þiðna með hlýnandi loftslagi jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Þegar hefur verið varað við því að bráðnun sífrerans muni enn auka styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum því í honum er bundið gríðarlegt magn kolefnis.Gæti losnað út í hafið eða loftiðKvikasilfrið sem nú er varað við að geti losnað út í umhverfið er hættulegt heilsu manna en það virkar sem taugaeitur. Það hefur safnast saman í freðmýrum frá því á síðustu ísöld. Frumefnið binst lífrænum efnum um alla jörðina og losnar yfirleitt út í lofthjúpinn þegar plöntur deyja og rotna. Á norðurslóðum rotna plöntur hins vegar oft aðeins að hluta. Rætur þeirra verða eftir í frosnum jarðveginum og þannig hefur byggst upp mikill forði kvikasilfurs í sífreranum. „Eftir því sem sífrerinn þiðnar í framtíðinni mun hluti af þessu kvikasilfri losna út í umhverfið með óþekktum áhrifum á fólk og matarforða okkar,“ segir Kevin Schaefer, vísindamaður við Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna við blaðið. Óljóst er hversu mikið magn kvikasilfurs gæti borist út í umhverfið og hvernig. Það veltur meðal annars á því að hversu miklu leyti sífrerinn þiðnar. Kvikasilfrinu gæti skolað út í Norður-Íshafið með ám, losnað út í andrúmsloftið eða jafnvel hvoru tveggja. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Sífrerinn á norðurskautinu bindur mikið magn kvikasilfurs sem getur losnað út í umhverfið með áframhaldandi hnattrænni hlýnun. Bandarískir vísindamenn telja að tvöfalt meira kvikasilfur leynist í sífreranum en í öllum öðrum jarðvegi, hafinu og lofthjúpnum til saman. Alls hafa þeir reiknað út að 121 milljón lítrar af kvikasilfri séu bundnir í sífreranum. Það jafngildir um fimmtíu sundlaugum í Ólympíustærð, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Vísindamenn hjá bandarískum alríkisstofnunum byggja útreikningana á kjarnasýnum úr freðmýrinni í Alaska. Sífrerinn er að þiðna með hlýnandi loftslagi jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Þegar hefur verið varað við því að bráðnun sífrerans muni enn auka styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum því í honum er bundið gríðarlegt magn kolefnis.Gæti losnað út í hafið eða loftiðKvikasilfrið sem nú er varað við að geti losnað út í umhverfið er hættulegt heilsu manna en það virkar sem taugaeitur. Það hefur safnast saman í freðmýrum frá því á síðustu ísöld. Frumefnið binst lífrænum efnum um alla jörðina og losnar yfirleitt út í lofthjúpinn þegar plöntur deyja og rotna. Á norðurslóðum rotna plöntur hins vegar oft aðeins að hluta. Rætur þeirra verða eftir í frosnum jarðveginum og þannig hefur byggst upp mikill forði kvikasilfurs í sífreranum. „Eftir því sem sífrerinn þiðnar í framtíðinni mun hluti af þessu kvikasilfri losna út í umhverfið með óþekktum áhrifum á fólk og matarforða okkar,“ segir Kevin Schaefer, vísindamaður við Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna við blaðið. Óljóst er hversu mikið magn kvikasilfurs gæti borist út í umhverfið og hvernig. Það veltur meðal annars á því að hversu miklu leyti sífrerinn þiðnar. Kvikasilfrinu gæti skolað út í Norður-Íshafið með ám, losnað út í andrúmsloftið eða jafnvel hvoru tveggja.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45