„Má ekkert lengur?“ Ragnhildur Þrastardóttir skrifar 6. febrúar 2018 14:14 „Má ekkert lengur“ er algeng setning sem sleppur út fyrir varir miðaldra, gagnkynhneigðra, hvítra karlmanna þegar Me Too byltingin er rædd. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þessir menn eiga nákvæmlega við. Má ekki koma með kynferðislegar, og gjarnan niðrandi, athugasemdir um samstarfskonur sínar? Má ekki senda óvæntar myndir af getnaðarlim sínum til kvenna, eða jafnvel stúlkna undir lögaldri? Má ekki deila nektarmyndum af fólki sem hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir birtingunni? Nei, elsku eymingja forréttinda pésarnir okkar. Því miður, fyrir ykkur, hefur íslenskt samfélag sagt stopp við slíkri hegðun. Sem betur fer fyrir ykkur er þó enn til staðar aragrúi af óskýrum línum í íslenskum lögum. Refsingar vegna kynferðisafbrota hérlendis hafa löngum verið fátíðar og allt of vægar. Refsingar vegna stafræns kynferðisofbeldis eru sjaldséðar og er löggjöfin sem varðar stafrænt kynferðisofbeldi afar óskýr og slíkt ofbeldi ekki skilgreint sérstaklega í lögum. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa í tvígang sett fram frumvarp er varðar skilgreiningu á stafrænu ofbeldi í hegningarlögum en hvorugt frumvarpið náði í gegn. Á síðasta kjörtímabili var skýrt tekið fram að frumvarp sem skilgreinir stafrænt kynferðisofbeldi ætti að vera sett fram. Slíkt var ekki gert og enn hefur íslenska þjóðin sama dómsmálaráðherra og á síðasta kjörtímabili. Nú hefur Helgi Hrafn þó sett fram frumvarp sem 23 þingmenn standa á bak við, þó ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar. Frumvarpið tekur til breytinga á almennum hegningarlögum, nánar til tekið grein 210 sem fjallar um bann við dreifingu kláms, þá sérstaklega barnakláms. Verði frumvarpið samþykkt bætist eftirfarandi grein við grein 210:Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum. Þrátt fyrir að frumvarpið sé mikið gleðiefni í sjálfu sér verður að teljast undarlegt að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks standi á bak við frumvarpið. Sérstaklega ef tekið er mið af því að sjálfur dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, er þingkona Sjálfstæðisflokksins. Fyrir tæpu ári síðan sagði hún ekki nauðsynlegt að skilgreina stafrænt ofbeldi betur í lögum en ég sé ekki betur en að sú skoðun hennar sé tímaskekkja. Það hlýtur að teljast nauðsynlegt að skilgreina betur ofbeldi sem fer sívaxandi í nútímasamfélagi. Viljum við Íslendingar að afbrotamenn geti falið sig á bak við þá staðreynd að það séu í raun ekki til nein lög um brot þeirra? Viljum við enn þá að skömminni sé sífellt skellt á þolendur sem geta ekki einu sinni stutt sig við dómskerfið? Það held ég ekki. Nú situr eftir ósamkynja von í hjörtum okkar og ykkar. Við, sem viljum sjá skýrari refsiramma utan um hvers konar kynferðisbrot, krossum fingur og biðlum til þingsins að frumvarpið verði samþykkt. Þið, sem klórið ykkur í pungnum yfir þessu öllu saman og spyrjið enn „hva, má ekkert lengur?“ vonið að framþróunin, sem hefur orðið í umræðu um kynferðisbrot, stöðvi skyndilega og snúist í andhverfu sína. Við skulum sjá til þess að ykkur verði ekki gert til hæfis. Höfundur er nemandi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
„Má ekkert lengur“ er algeng setning sem sleppur út fyrir varir miðaldra, gagnkynhneigðra, hvítra karlmanna þegar Me Too byltingin er rædd. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þessir menn eiga nákvæmlega við. Má ekki koma með kynferðislegar, og gjarnan niðrandi, athugasemdir um samstarfskonur sínar? Má ekki senda óvæntar myndir af getnaðarlim sínum til kvenna, eða jafnvel stúlkna undir lögaldri? Má ekki deila nektarmyndum af fólki sem hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir birtingunni? Nei, elsku eymingja forréttinda pésarnir okkar. Því miður, fyrir ykkur, hefur íslenskt samfélag sagt stopp við slíkri hegðun. Sem betur fer fyrir ykkur er þó enn til staðar aragrúi af óskýrum línum í íslenskum lögum. Refsingar vegna kynferðisafbrota hérlendis hafa löngum verið fátíðar og allt of vægar. Refsingar vegna stafræns kynferðisofbeldis eru sjaldséðar og er löggjöfin sem varðar stafrænt kynferðisofbeldi afar óskýr og slíkt ofbeldi ekki skilgreint sérstaklega í lögum. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa í tvígang sett fram frumvarp er varðar skilgreiningu á stafrænu ofbeldi í hegningarlögum en hvorugt frumvarpið náði í gegn. Á síðasta kjörtímabili var skýrt tekið fram að frumvarp sem skilgreinir stafrænt kynferðisofbeldi ætti að vera sett fram. Slíkt var ekki gert og enn hefur íslenska þjóðin sama dómsmálaráðherra og á síðasta kjörtímabili. Nú hefur Helgi Hrafn þó sett fram frumvarp sem 23 þingmenn standa á bak við, þó ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar. Frumvarpið tekur til breytinga á almennum hegningarlögum, nánar til tekið grein 210 sem fjallar um bann við dreifingu kláms, þá sérstaklega barnakláms. Verði frumvarpið samþykkt bætist eftirfarandi grein við grein 210:Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum. Þrátt fyrir að frumvarpið sé mikið gleðiefni í sjálfu sér verður að teljast undarlegt að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks standi á bak við frumvarpið. Sérstaklega ef tekið er mið af því að sjálfur dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, er þingkona Sjálfstæðisflokksins. Fyrir tæpu ári síðan sagði hún ekki nauðsynlegt að skilgreina stafrænt ofbeldi betur í lögum en ég sé ekki betur en að sú skoðun hennar sé tímaskekkja. Það hlýtur að teljast nauðsynlegt að skilgreina betur ofbeldi sem fer sívaxandi í nútímasamfélagi. Viljum við Íslendingar að afbrotamenn geti falið sig á bak við þá staðreynd að það séu í raun ekki til nein lög um brot þeirra? Viljum við enn þá að skömminni sé sífellt skellt á þolendur sem geta ekki einu sinni stutt sig við dómskerfið? Það held ég ekki. Nú situr eftir ósamkynja von í hjörtum okkar og ykkar. Við, sem viljum sjá skýrari refsiramma utan um hvers konar kynferðisbrot, krossum fingur og biðlum til þingsins að frumvarpið verði samþykkt. Þið, sem klórið ykkur í pungnum yfir þessu öllu saman og spyrjið enn „hva, má ekkert lengur?“ vonið að framþróunin, sem hefur orðið í umræðu um kynferðisbrot, stöðvi skyndilega og snúist í andhverfu sína. Við skulum sjá til þess að ykkur verði ekki gert til hæfis. Höfundur er nemandi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun