Fresta stefnuræðu Zuma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku. Vísir/AFP Ríkisstjórn Suður-Afríku ákvað í gær að fresta stefnuræðu forseta. Þetta tilkynnti Baleka Mbete, forseti þingsins, en sagði ekki hvenær ræðan yrði haldin í staðinn. Stjórnarandstaðan fór fram á þennan frest vegna þess að greidd verða atkvæði um vantraust á Jacob Zuma forseta þann 22. febrúar næstkomandi. Þótti þeim ótækt að Zuma flytti ræðu sína, sem samkvæmt áætlun átti að vera á fimmtudaginn, þegar óljóst er hvort hann verði yfir höfuð forseti í mánaðarlok. Mikill þrýstingur er á Zuma að segja af sér vegna spillingarmála sem hann hefur verið sakaður um. Hefur hann nú þegar misst formannssætið í Afríska þjóðarráðinu til Cyril Ramaphosa. Í yfirlýsingu frá stofnun Nelsons Mandela í gær sagði að stjórnvöld hefðu stolið með kerfisbundnum hætti af suðurafrísku þjóðinni. Zuma þurfi að víkja fyrr eða síðar. Þá dró einnig til tíðinda í gær þegar Jessie Duarte, varaformaður Afríska þjóðarráðsins sagði á blaðamannafundi að leiðtogar flokksins myndu taka stóra ákvörðun um „alvarlegt mál“ í dag. „Við höfum rætt framtíð Jacobs Zuma og þetta mál fer fyrir yfirstjórn flokksins á miðvikudaginn [í dag],“ sagði Duarte sem vildi ekki greina frekar frá málinu og sagði einungis að það væri mikilvægt almannahagsmunum. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Ríkisstjórn Suður-Afríku ákvað í gær að fresta stefnuræðu forseta. Þetta tilkynnti Baleka Mbete, forseti þingsins, en sagði ekki hvenær ræðan yrði haldin í staðinn. Stjórnarandstaðan fór fram á þennan frest vegna þess að greidd verða atkvæði um vantraust á Jacob Zuma forseta þann 22. febrúar næstkomandi. Þótti þeim ótækt að Zuma flytti ræðu sína, sem samkvæmt áætlun átti að vera á fimmtudaginn, þegar óljóst er hvort hann verði yfir höfuð forseti í mánaðarlok. Mikill þrýstingur er á Zuma að segja af sér vegna spillingarmála sem hann hefur verið sakaður um. Hefur hann nú þegar misst formannssætið í Afríska þjóðarráðinu til Cyril Ramaphosa. Í yfirlýsingu frá stofnun Nelsons Mandela í gær sagði að stjórnvöld hefðu stolið með kerfisbundnum hætti af suðurafrísku þjóðinni. Zuma þurfi að víkja fyrr eða síðar. Þá dró einnig til tíðinda í gær þegar Jessie Duarte, varaformaður Afríska þjóðarráðsins sagði á blaðamannafundi að leiðtogar flokksins myndu taka stóra ákvörðun um „alvarlegt mál“ í dag. „Við höfum rætt framtíð Jacobs Zuma og þetta mál fer fyrir yfirstjórn flokksins á miðvikudaginn [í dag],“ sagði Duarte sem vildi ekki greina frekar frá málinu og sagði einungis að það væri mikilvægt almannahagsmunum.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53