Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 10:42 Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að reyna að tryggja Donald Trump sigur. Vísir/AFP Hakkarar á vegum rússneskra stjórnvalda komust inn í kjósendaskrár nokkurra bandarískra ríkja fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þetta segir yfirmaður netöryggisdeildar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina segir Jeanette Manfra að hakkararnir hafi beint spjótum sínum að 21 ríki en þeir hafi aðeins komist inn í gögn örfárra þeirra. Enginn vafi leiki á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. Hún segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig leynilega upplýsingar. NBC segir að engar vísbendingar séu um að Rússar hafi breytt kjósendaskrám á neinn hátt. Bandarískir embættismenn hafa varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þannig segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar séu þegar byrjaðir að hafa afskipti af kosningunum og bandarísk stjórnvöld geti ekkert aðhafst til að stöðva þá. „Punkturinn er sá að ef ætlun þeirra er að hafa áhrif þá munu þeir finna leiðir til þess,“ sagði Tillerson við Fox-sjónvarpsstöðina í gær.Framfylgja ekki refsiaðgerðum vegna afskiptanna árið 2016Engu að síður kaus Donald Trump forseti að framfylgja ekki lögum um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þrátt fyrir að afgerandi meirihluti Bandaríkjaþings hafi samþykkt þau, að því er segir í frétt Business Insider. Auk þess að reyna að komast inn í kosningakerfi eru rússneskir hakkarar sagðir á bak við innbrot í tölvupóst Demókrataflokksins. Póstunum var svo lekið til að hafa skaðleg áhrif á framboð Hillary Clinton, meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Jeh Johnson, heimavarnaráðherra ríkisstjórnar Baracks Obama sem var við völd þegar árásir Rússa á kosningarnar fóru fram, segir að bandaríska alríkisstjórnin og einstakar ríkisstjórnir verði að vakna af værum blundi og grípa til aðgerða áður en Rússar vegi aftur að lýðræðinu. Hann gagnrýnir að mörg ríki hafi gert lítið sem ekkert til að efla netvarnir sínar. Manfra hafnar þeirri gagnrýni og segir að öll ríkin sem Rússar reyndu að brjótast inn hjá hafi tekið árásirnar alvarlega. Bandaríkin Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Hakkarar á vegum rússneskra stjórnvalda komust inn í kjósendaskrár nokkurra bandarískra ríkja fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þetta segir yfirmaður netöryggisdeildar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina segir Jeanette Manfra að hakkararnir hafi beint spjótum sínum að 21 ríki en þeir hafi aðeins komist inn í gögn örfárra þeirra. Enginn vafi leiki á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. Hún segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig leynilega upplýsingar. NBC segir að engar vísbendingar séu um að Rússar hafi breytt kjósendaskrám á neinn hátt. Bandarískir embættismenn hafa varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þannig segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar séu þegar byrjaðir að hafa afskipti af kosningunum og bandarísk stjórnvöld geti ekkert aðhafst til að stöðva þá. „Punkturinn er sá að ef ætlun þeirra er að hafa áhrif þá munu þeir finna leiðir til þess,“ sagði Tillerson við Fox-sjónvarpsstöðina í gær.Framfylgja ekki refsiaðgerðum vegna afskiptanna árið 2016Engu að síður kaus Donald Trump forseti að framfylgja ekki lögum um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þrátt fyrir að afgerandi meirihluti Bandaríkjaþings hafi samþykkt þau, að því er segir í frétt Business Insider. Auk þess að reyna að komast inn í kosningakerfi eru rússneskir hakkarar sagðir á bak við innbrot í tölvupóst Demókrataflokksins. Póstunum var svo lekið til að hafa skaðleg áhrif á framboð Hillary Clinton, meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Jeh Johnson, heimavarnaráðherra ríkisstjórnar Baracks Obama sem var við völd þegar árásir Rússa á kosningarnar fóru fram, segir að bandaríska alríkisstjórnin og einstakar ríkisstjórnir verði að vakna af værum blundi og grípa til aðgerða áður en Rússar vegi aftur að lýðræðinu. Hann gagnrýnir að mörg ríki hafi gert lítið sem ekkert til að efla netvarnir sínar. Manfra hafnar þeirri gagnrýni og segir að öll ríkin sem Rússar reyndu að brjótast inn hjá hafi tekið árásirnar alvarlega.
Bandaríkin Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent