4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 16:25 Endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar þingmanna hafa farið lækkandi undanfarin ár. vísir/ERNIR Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Sá þingmaður sem keyrði mest keyrði tæplega 48 þúsund kílómetra á síðasta ári og fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um aksturskostnað alþingismanna. Ekki fást upplýsingar um hvaða þingmenn aki mest en í svarinu segir að litið sé svo á að „aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna.“ Því verði upplýsingarnar ekki gerðar persónugreinanlegar. Þá segir einnig að aksturskostnaður sé mjög mismunandi eftir því í hvaða kjördæmi þeir séu kosnir. Þá sé hann einnig mjög mismunandi eftir því hvort þingmenn aki frá heimili sínu utan Reykjavíkur og nágrennis, svokallaðir „heimanakstursmenn“ sem aðeins fái hluta húsnæðiskostnaðar endurgreiddan. Í svarinu segir að ferðakostnaður þingmanna sé breytilegur eftir því hvort um akstur eigin bifreiða sé að ræða, akstur á bílaleigubílum eða hvort notast sé við flugferðir. Þá segir einnig að leitast hafi verið við að haga ferðakostnaði á sem hagkvæmastan hátt og þingmenn hvattir til að nota flugferðir og bílaleigubíla fremur en eigin bíla sé því komið við. Þetta hafi skilað sér í því að endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar hafi lækkað á undanförnum árum en endurgreiðslur á árinu 2013 voru tæplega 60 milljónir. Sem fyrr segir ók sá alþingismaður sem ók mest alls 47.664 kílómetra á síðasta ári, eða um 130 kílómetra á dag að meðaltali. Fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar, eða um 335 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Sá sem næst kemur ók 35 þúsund kílómetra og fékk 3,4 milljónir endurgreiddarSvar við fyrirspurninni og sundurliðaða lista yfir endurgreiðslur má sjá hér. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Sá þingmaður sem keyrði mest keyrði tæplega 48 þúsund kílómetra á síðasta ári og fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um aksturskostnað alþingismanna. Ekki fást upplýsingar um hvaða þingmenn aki mest en í svarinu segir að litið sé svo á að „aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna.“ Því verði upplýsingarnar ekki gerðar persónugreinanlegar. Þá segir einnig að aksturskostnaður sé mjög mismunandi eftir því í hvaða kjördæmi þeir séu kosnir. Þá sé hann einnig mjög mismunandi eftir því hvort þingmenn aki frá heimili sínu utan Reykjavíkur og nágrennis, svokallaðir „heimanakstursmenn“ sem aðeins fái hluta húsnæðiskostnaðar endurgreiddan. Í svarinu segir að ferðakostnaður þingmanna sé breytilegur eftir því hvort um akstur eigin bifreiða sé að ræða, akstur á bílaleigubílum eða hvort notast sé við flugferðir. Þá segir einnig að leitast hafi verið við að haga ferðakostnaði á sem hagkvæmastan hátt og þingmenn hvattir til að nota flugferðir og bílaleigubíla fremur en eigin bíla sé því komið við. Þetta hafi skilað sér í því að endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar hafi lækkað á undanförnum árum en endurgreiðslur á árinu 2013 voru tæplega 60 milljónir. Sem fyrr segir ók sá alþingismaður sem ók mest alls 47.664 kílómetra á síðasta ári, eða um 130 kílómetra á dag að meðaltali. Fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar, eða um 335 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Sá sem næst kemur ók 35 þúsund kílómetra og fékk 3,4 milljónir endurgreiddarSvar við fyrirspurninni og sundurliðaða lista yfir endurgreiðslur má sjá hér.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira