Skemmtilegir og furðulegir fyrstu mánuðir hjá Marseille Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2018 09:30 Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty „Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög skemmtilegir og mjög furðulegir. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu. Okkur hefur gengið illa, sérstaklega fyrir áramót. Þetta er öðruvísi,“ segir Fanndís Friðriksdóttir þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar . Hún gat ekki tekið þátt í æfingu Marseille-liðsins í gær og óvíst er með þátttöku hennar í leiknum gegn Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna meiðsla í nára. Þegar tímabilið er rúmlega hálfnað vermir Marseille botnsæti frönsku deildarinnar. Það hefur þó rofað til að undanförnu. Eftir að hafa tapað átta af fyrstu 11 leikjum sínum og gert þrjú jafntefli hefur Marseille unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Liðið er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Marseille er ekki fyrsta erlenda liðið sem Fanndís spilar með en hún lék um tíma með Kolbotn og Arna-Bjørnar í Noregi. Hún segir að fótboltinn í Frakklandi sé allt öðruvísi en í Noregi og á Íslandi. „Þær eru miklu betri í fótbolta hérna og líkamlegt ásigkomulag er betra. Það er spilaður öðruvísi fótbolti hérna,“ segir Fanndís. Að hennar sögn er aðstaðan hjá Marseille ágæt.Vísir/Getty „Eins og ég hef sagt 100 sinnum áður kem ég úr Breiðabliki þar sem aðstaðan er upp á 10,5. Hérna æfum við og spilum á gervigrasi. Við erum með okkar völl. Aðstaðan er eins venjuleg og hún gerist; ekkert meiri háttar en ekkert hræðileg.“ Fanndís viðurkennir að það hafi tekið hana tíma að venjast lífinu á nýjum stað. Þá sé tungumálið þröskuldur sem þarf að yfirstíga. „Þetta er allt öðruvísi. Þegar maður talar ekki tungumálið er erfitt að reyna að tengjast leikmönnum og öðrum,“ segir Fanndís. Hún segir frönskukunnáttu sína takmarkaða. „Ég kann að telja upp á 10 og segja góðan daginn. Ég er í frönskuskóla einu sinni í viku. Þetta mjakast áfram en ég held að ég sé aldrei að fara að tala frönsku nema ég verði hérna lengi,“ segir Fanndís en enskukunnátta samherja hennar er misjöfn og því þarf oft að grípa til einhvers konar táknmáls.Vísir/Getty Samningur Fanndísar við Marseille rennur út eftir tímabilið. Hún segir óvíst hvað tekur við hjá henni eftir það. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Við erum í bullandi fallbaráttu en það er stutt upp í öruggu sætin. Það fer allt eftir því hvernig gengur,“ segir Fanndís. En langar hana að vera áfram úti í atvinnumennsku? „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það. Ég reyni bara að standa mig hérna. Ég gæti komið heim, farið í aðra deild eða verið áfram hérna,“ segir Fanndís sem kveðst mátulega sátt við eigin frammistöðu á tímabilinu. „Það tók mig mjög langan tíma að komast inn í hlutina hérna. Ég er ánægð að vissu leyti. Ég er búin að tengjast leikmönnunum betur. Það tók lengri tíma en ég hélt, m.a. út af tjáskiptaörðugleikum,“ segir Fanndís sem hefur leikið 12 deildarleiki með Marseille og skorað eitt mark.Vísir/Getty Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira
„Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög skemmtilegir og mjög furðulegir. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu. Okkur hefur gengið illa, sérstaklega fyrir áramót. Þetta er öðruvísi,“ segir Fanndís Friðriksdóttir þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar . Hún gat ekki tekið þátt í æfingu Marseille-liðsins í gær og óvíst er með þátttöku hennar í leiknum gegn Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna meiðsla í nára. Þegar tímabilið er rúmlega hálfnað vermir Marseille botnsæti frönsku deildarinnar. Það hefur þó rofað til að undanförnu. Eftir að hafa tapað átta af fyrstu 11 leikjum sínum og gert þrjú jafntefli hefur Marseille unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Liðið er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Marseille er ekki fyrsta erlenda liðið sem Fanndís spilar með en hún lék um tíma með Kolbotn og Arna-Bjørnar í Noregi. Hún segir að fótboltinn í Frakklandi sé allt öðruvísi en í Noregi og á Íslandi. „Þær eru miklu betri í fótbolta hérna og líkamlegt ásigkomulag er betra. Það er spilaður öðruvísi fótbolti hérna,“ segir Fanndís. Að hennar sögn er aðstaðan hjá Marseille ágæt.Vísir/Getty „Eins og ég hef sagt 100 sinnum áður kem ég úr Breiðabliki þar sem aðstaðan er upp á 10,5. Hérna æfum við og spilum á gervigrasi. Við erum með okkar völl. Aðstaðan er eins venjuleg og hún gerist; ekkert meiri háttar en ekkert hræðileg.“ Fanndís viðurkennir að það hafi tekið hana tíma að venjast lífinu á nýjum stað. Þá sé tungumálið þröskuldur sem þarf að yfirstíga. „Þetta er allt öðruvísi. Þegar maður talar ekki tungumálið er erfitt að reyna að tengjast leikmönnum og öðrum,“ segir Fanndís. Hún segir frönskukunnáttu sína takmarkaða. „Ég kann að telja upp á 10 og segja góðan daginn. Ég er í frönskuskóla einu sinni í viku. Þetta mjakast áfram en ég held að ég sé aldrei að fara að tala frönsku nema ég verði hérna lengi,“ segir Fanndís en enskukunnátta samherja hennar er misjöfn og því þarf oft að grípa til einhvers konar táknmáls.Vísir/Getty Samningur Fanndísar við Marseille rennur út eftir tímabilið. Hún segir óvíst hvað tekur við hjá henni eftir það. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Við erum í bullandi fallbaráttu en það er stutt upp í öruggu sætin. Það fer allt eftir því hvernig gengur,“ segir Fanndís. En langar hana að vera áfram úti í atvinnumennsku? „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það. Ég reyni bara að standa mig hérna. Ég gæti komið heim, farið í aðra deild eða verið áfram hérna,“ segir Fanndís sem kveðst mátulega sátt við eigin frammistöðu á tímabilinu. „Það tók mig mjög langan tíma að komast inn í hlutina hérna. Ég er ánægð að vissu leyti. Ég er búin að tengjast leikmönnunum betur. Það tók lengri tíma en ég hélt, m.a. út af tjáskiptaörðugleikum,“ segir Fanndís sem hefur leikið 12 deildarleiki með Marseille og skorað eitt mark.Vísir/Getty
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira