Valdefling. Ekki vorkunn. Sabine Leskopf skrifar 30. janúar 2018 08:26 MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í síðustu viku vöktu athygli. Þetta voru sömu sögurnar en samt ekki. Í þeim var talað um hrottalegt ofbeldi, um niðurlægingar, um mismunun af hálfu einstaklinga og kerfisins. En það sem var öðruvísi en hjá öðrum hópum sem höfðu áður stigið fram var sú margþætta mismunun sem þessi hópur lýsir og það var líka raddleysi og alger einangrun sem margar af þessum konum upplifa. Í okkar feðraveldi eru nefnilega ekki bara karlmenn, þar eru líka hefðir, þar er ótti við hið ókunnuga, þar er tungumál, þar eru lög og stofnanir og þar er sannfæring margra – jafnvel margra kvenna – um að jafnrétti snúist einungis um kynjajafnrétti. Ég hef verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsinu, er nú varaborgarfulltrúi og sit í stjórn Kvennaathvarfsins og barátta mín hefur farið fram á tveimur vígvöllum. Að upplýsa, styðja og styrkja konur af erlendum uppruna sem þurfa á því að halda. Til þess flutti ég til dæmis hugmyndina um jafningjaráðgjöf frá Lissabon hingað sem félagar mínir í Samtökunum hafa haldið gangandi af krafti en þar styðja konur af erlendum uppruna aðrar sem þurfa á því að halda. Upplýsingagjöf og útrétt hönd í neyð er það sem svo margar konur af erlendum uppruna þurfa á að halda. En það þarf meira til. Það þarf bekkjarfulltrúa sem taka eftir að mæður af erlendum uppruna mæta aldrei á fundi, það þarf fyrirtæki sem líta á innflytjendur sem mannauð, ekki bara ódýrasta kostinn, það þarf innflytjendur í ábyrgðarstörfum í stéttarfélögum og opinberum stofnunum, það þarf fjölmiðla sem tala við innflytjendur um annað en bara innflytjendamál, það þarf pólitíska umræðu sem er tilbúin að gera sér grein fyrir að innflytjendur geta komið með nýrri, jafnvel ferskari sýn á hlutina sem eru oft bara eins og þeir eru að því að þeir voru það alltaf. Það hefur ekki alltaf verið einfalt að taka til máls í opinberri umræðu og það tók ansi mikið á að ákveða að bjóða sig fram í prófkjöri en ég hvet sem flesta konur af erlendum uppruna að taka þátt í komandi sveitastjórnarkosningum og hvet alla flokka að setja upp innflytjendagleraugun eins og við höfum lært að setja upp kynjagleraugun.Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Sabine Leskopf Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í síðustu viku vöktu athygli. Þetta voru sömu sögurnar en samt ekki. Í þeim var talað um hrottalegt ofbeldi, um niðurlægingar, um mismunun af hálfu einstaklinga og kerfisins. En það sem var öðruvísi en hjá öðrum hópum sem höfðu áður stigið fram var sú margþætta mismunun sem þessi hópur lýsir og það var líka raddleysi og alger einangrun sem margar af þessum konum upplifa. Í okkar feðraveldi eru nefnilega ekki bara karlmenn, þar eru líka hefðir, þar er ótti við hið ókunnuga, þar er tungumál, þar eru lög og stofnanir og þar er sannfæring margra – jafnvel margra kvenna – um að jafnrétti snúist einungis um kynjajafnrétti. Ég hef verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsinu, er nú varaborgarfulltrúi og sit í stjórn Kvennaathvarfsins og barátta mín hefur farið fram á tveimur vígvöllum. Að upplýsa, styðja og styrkja konur af erlendum uppruna sem þurfa á því að halda. Til þess flutti ég til dæmis hugmyndina um jafningjaráðgjöf frá Lissabon hingað sem félagar mínir í Samtökunum hafa haldið gangandi af krafti en þar styðja konur af erlendum uppruna aðrar sem þurfa á því að halda. Upplýsingagjöf og útrétt hönd í neyð er það sem svo margar konur af erlendum uppruna þurfa á að halda. En það þarf meira til. Það þarf bekkjarfulltrúa sem taka eftir að mæður af erlendum uppruna mæta aldrei á fundi, það þarf fyrirtæki sem líta á innflytjendur sem mannauð, ekki bara ódýrasta kostinn, það þarf innflytjendur í ábyrgðarstörfum í stéttarfélögum og opinberum stofnunum, það þarf fjölmiðla sem tala við innflytjendur um annað en bara innflytjendamál, það þarf pólitíska umræðu sem er tilbúin að gera sér grein fyrir að innflytjendur geta komið með nýrri, jafnvel ferskari sýn á hlutina sem eru oft bara eins og þeir eru að því að þeir voru það alltaf. Það hefur ekki alltaf verið einfalt að taka til máls í opinberri umræðu og það tók ansi mikið á að ákveða að bjóða sig fram í prófkjöri en ég hvet sem flesta konur af erlendum uppruna að taka þátt í komandi sveitastjórnarkosningum og hvet alla flokka að setja upp innflytjendagleraugun eins og við höfum lært að setja upp kynjagleraugun.Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar