Síðkominn nýárspistill — bætt kjör stúdenta strax Aldís Mjöll Geirsdóttir skrifar 30. janúar 2018 13:20 Höfum við ekki öll sett okkur háleit markmið í byrjun nýs árs? Eitthvað á borð við: „Nú ætla ég að byrja að læra jafnt og þétt yfir önnina“ eða „nú mæti ég að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku í ræktina!“ Þá getur oft reynst erfitt að standa við strengd heit. Hætta er á að í stað útfylltra námsbóka fyllist dagbækur af ókláruðum verkefnum og að líkamsræktarstöðvar eignist stórstyrktaraðila sem ekki sjást. En með raunsærri markmiðasetningu, jákvæðu viðhorfi og dugnaði er mögulegt að komast hjá því að láta orðin detta niður dauð og það gildir um allt. Ný ríkisstjórn með nýjan stjórnarsáttmála er að mörgu leyti eins og einhverjir, með nýstrengd áramótaheit, horfa við nýju ári – ný tækifæri, ný markmið og autt blað. Í stjórnarsáttmála nýlegrar ríkisstjórnar var boðað til stórsóknar í menntamálum og af mörgu af taka. Kom þar meðal annars fram að jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum væri meginmarkmið og að ráðist yrði í endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Lánasjóðnum var ætlað að starfa sem félagslegur jöfnunarsjóður en staðreyndin er sú að hann sinnir ekki hlutverki sínu þegar grunnframfærsla stúdenta er alltof lág og frítekjumark sömuleiðis. Samspil þessara tveggja þátta gera það að verkum að stúdentar neyðast til að vinna mikið meðfram námi til að ná endum saman en á sama tíma skerðist framfærsla þeirra frá LÍN töluvert. Hringavitleysa sem þessi er óviðunandi sem ekki er hægt að bjóða stúdentum upp á lengur. Markmið ríkisstjórnarinnar eru þörf og raunhæf en grípa þarf til aðgerða strax til að þeim verði náð. Umfang endurskoðunar laga um LÍN er mikið enda viðamikið verk fyrir höndum. Síðastliðin átta ár hefur legið fyrir að breyta LÍN og það ekki tekist. Við köllum því eftir að starfshópur um endurskoðun þessa verði skipaður sem fyrst og til að tryggja fyrirhugað gott samstarf með stúdentum leggja Landssamtök íslenskra stúdenta áherslu á skipun tveggja fulltrúa þeirra í starfshópinn. Rétt eins og ég skora á ykkur öll að vinna að settum markmiðum ykkar eða strengdum áramótaheitum hvort sem það er að hlúa að sjálfinu með hugleiðslu, læra jafnt og þétt, vera með reglulega viðveru í ræktinni eða fara oftar í heimsókn til Bessa frænda þá skora ég á nýja ríkisstjórn að standa við sett markmið. Þá geri ég fastlega ráð fyrir því að stuðningur við stúdenta verði stórefldur í boðaðri stórsókn ríkistjórnarinnar í menntamálum enda hefur hún lítinn tilgang ef stuðningur við stúdenta situr eftir. Það er grunnforsenda þess að jafnt aðgengi að námi sé tryggt og öflugs menntakerfis að háskólar landsins séu fullsetnir af stúdentum sem hafa raunveruleg tækifæri á að sinna námi sínu af fullum krafti. Íslenskir stúdentar búa í dag við skammarlega léleg kjör og hafa gert alltof lengi. Það er kominn tími á að yfirvöld sýni vilja í verki og bæti kjör stúdenta strax.Höfundur er formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Höfum við ekki öll sett okkur háleit markmið í byrjun nýs árs? Eitthvað á borð við: „Nú ætla ég að byrja að læra jafnt og þétt yfir önnina“ eða „nú mæti ég að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku í ræktina!“ Þá getur oft reynst erfitt að standa við strengd heit. Hætta er á að í stað útfylltra námsbóka fyllist dagbækur af ókláruðum verkefnum og að líkamsræktarstöðvar eignist stórstyrktaraðila sem ekki sjást. En með raunsærri markmiðasetningu, jákvæðu viðhorfi og dugnaði er mögulegt að komast hjá því að láta orðin detta niður dauð og það gildir um allt. Ný ríkisstjórn með nýjan stjórnarsáttmála er að mörgu leyti eins og einhverjir, með nýstrengd áramótaheit, horfa við nýju ári – ný tækifæri, ný markmið og autt blað. Í stjórnarsáttmála nýlegrar ríkisstjórnar var boðað til stórsóknar í menntamálum og af mörgu af taka. Kom þar meðal annars fram að jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum væri meginmarkmið og að ráðist yrði í endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Lánasjóðnum var ætlað að starfa sem félagslegur jöfnunarsjóður en staðreyndin er sú að hann sinnir ekki hlutverki sínu þegar grunnframfærsla stúdenta er alltof lág og frítekjumark sömuleiðis. Samspil þessara tveggja þátta gera það að verkum að stúdentar neyðast til að vinna mikið meðfram námi til að ná endum saman en á sama tíma skerðist framfærsla þeirra frá LÍN töluvert. Hringavitleysa sem þessi er óviðunandi sem ekki er hægt að bjóða stúdentum upp á lengur. Markmið ríkisstjórnarinnar eru þörf og raunhæf en grípa þarf til aðgerða strax til að þeim verði náð. Umfang endurskoðunar laga um LÍN er mikið enda viðamikið verk fyrir höndum. Síðastliðin átta ár hefur legið fyrir að breyta LÍN og það ekki tekist. Við köllum því eftir að starfshópur um endurskoðun þessa verði skipaður sem fyrst og til að tryggja fyrirhugað gott samstarf með stúdentum leggja Landssamtök íslenskra stúdenta áherslu á skipun tveggja fulltrúa þeirra í starfshópinn. Rétt eins og ég skora á ykkur öll að vinna að settum markmiðum ykkar eða strengdum áramótaheitum hvort sem það er að hlúa að sjálfinu með hugleiðslu, læra jafnt og þétt, vera með reglulega viðveru í ræktinni eða fara oftar í heimsókn til Bessa frænda þá skora ég á nýja ríkisstjórn að standa við sett markmið. Þá geri ég fastlega ráð fyrir því að stuðningur við stúdenta verði stórefldur í boðaðri stórsókn ríkistjórnarinnar í menntamálum enda hefur hún lítinn tilgang ef stuðningur við stúdenta situr eftir. Það er grunnforsenda þess að jafnt aðgengi að námi sé tryggt og öflugs menntakerfis að háskólar landsins séu fullsetnir af stúdentum sem hafa raunveruleg tækifæri á að sinna námi sínu af fullum krafti. Íslenskir stúdentar búa í dag við skammarlega léleg kjör og hafa gert alltof lengi. Það er kominn tími á að yfirvöld sýni vilja í verki og bæti kjör stúdenta strax.Höfundur er formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun