Telur sig vita um tíu brotaþola starfsmanns Barnaverndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2018 19:45 Sævar Þór Jónsson er gagnrýninn á það hvernig lögreglan hefur farið með málið. Vísir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum.Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í samtali við Vísi segir Sævar Þór að hann sé með þrjú mál tengd meintum brotum mannsins en að aðrir einstaklingar sem telja að maðurinn kunni að hafa brotið á þeim hafi hafi haft samband við sig í kjölfar fréttaflutnings af málinu.„Þetta eru aðilar sem hafa hringt í mig eða sent mér tölvupósta og upplýst mig um að þeir kannist við manninn og segja að þeir hafi orðið fyrir brotum af hans hendi,“ segir Sævar Þór. Þetta séu allt karlmenn sem nú séu um og yfir tvítugt og hafi kannast við málsatvik eftir fréttaflutning af málinu.Segir Sævar Þór að hann hafi lagt áherslu á það við mennina að þeir myndu kæra málin til lögreglunnar. Þá hefur hann þegar tilkynnt eitt tilvik til lögreglunnar.„Svo eru þetta aðilar sem aðallega vilja hjálpa til og leggja þá fram vitnisburð sinn ef til kæmi. Ég hef tilkynnt eitt tilvik til lögregla þar sem ég hafði frekar sterkan aðila sem gat fært frekari sönnur á málið og lögreglan fékk það í dag frá mér.“Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brotin sem starfsmaðurinn er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig.Þrátt fyrir að kæra hafi verið lögð fram á hendur manninum í ágúst var hann ekki handtekinn fyrr en nú í janúar og hefur maðurinn því síðustu fimm mánuði áfram sótt starf sitt sem umsjónaraðili á vistheimili fyrir unglinga á vegum Reykjavíkurborgar.Hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en hún hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Mér finnst þetta alveg til háborinnar skammar,“ segir Sævar Þór um viðbrögð lögreglu og barnaverndaryfirvalda. „Það er mjög gott að lögreglan viðurkenni mistök en menn eiga bara að taka ábyrgð, menn eiga að taka sig saman í andlitinu.“ Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum.Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í samtali við Vísi segir Sævar Þór að hann sé með þrjú mál tengd meintum brotum mannsins en að aðrir einstaklingar sem telja að maðurinn kunni að hafa brotið á þeim hafi hafi haft samband við sig í kjölfar fréttaflutnings af málinu.„Þetta eru aðilar sem hafa hringt í mig eða sent mér tölvupósta og upplýst mig um að þeir kannist við manninn og segja að þeir hafi orðið fyrir brotum af hans hendi,“ segir Sævar Þór. Þetta séu allt karlmenn sem nú séu um og yfir tvítugt og hafi kannast við málsatvik eftir fréttaflutning af málinu.Segir Sævar Þór að hann hafi lagt áherslu á það við mennina að þeir myndu kæra málin til lögreglunnar. Þá hefur hann þegar tilkynnt eitt tilvik til lögreglunnar.„Svo eru þetta aðilar sem aðallega vilja hjálpa til og leggja þá fram vitnisburð sinn ef til kæmi. Ég hef tilkynnt eitt tilvik til lögregla þar sem ég hafði frekar sterkan aðila sem gat fært frekari sönnur á málið og lögreglan fékk það í dag frá mér.“Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brotin sem starfsmaðurinn er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig.Þrátt fyrir að kæra hafi verið lögð fram á hendur manninum í ágúst var hann ekki handtekinn fyrr en nú í janúar og hefur maðurinn því síðustu fimm mánuði áfram sótt starf sitt sem umsjónaraðili á vistheimili fyrir unglinga á vegum Reykjavíkurborgar.Hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en hún hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Mér finnst þetta alveg til háborinnar skammar,“ segir Sævar Þór um viðbrögð lögreglu og barnaverndaryfirvalda. „Það er mjög gott að lögreglan viðurkenni mistök en menn eiga bara að taka ábyrgð, menn eiga að taka sig saman í andlitinu.“
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15