Óvenju margir greindust með lifrarbólgu A á liðnu ári Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 12:30 Þá var einkum aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár. Vísir/Vilhelm Kynsjúkdómar færðust í aukana á árinu 2017 og óvenju margir greindust með lifrarbólgu A. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þrjú mislingatilfelli komu upp á Íslandi og iðrasýkingar voru sérlega áberandi á síðasta ári. Einkum var aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár. Á fjórða tug einstaklinga greindust með sárasótt og yfir hundrað manns með lekanda. Fjöldi klamydíutilfella og HIV - sýkingar var svipaður og árið á undan. Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu og var meðalaldur hinna sýktu 35 ár. Af þeim voru þrjár konur og tveir af hverjum þremur voru af erlendu bergi brotnir. Einnig greindust óvenju margir með lifrarbólgu A á árinu 2017 eða fimm einstaklingar en síðustu fjögur ár á undan höfðu engin tilfelli komið upp. Flest tilfellin tengdust lifrarbólgu A faraldri meðal samkynhneigðra karla í Evrópu. Einnig er sagt frá þremur mislingatilfellum hér á landi í fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þar er um að ræða níu mánaða tvíburabræður en annar þeirra smitaðist í Taílandi og smitaði svo bróður sinn, og fullorðinn karlmann, sem smitaðist í Bangladesh. Mislingatilfellin eru sögð endurspegla viðvarandi vandamál sem tengist mislingum og skorti á bólusetningum erlendis. Fjallað er sérstaklega um iðrasýkingar í fréttabréfinu enda hafi þær verið áberandi á árinu 2017. Þar er nefnd hópsýking af völdum nóróveiru meðal skáta í ágúst. Seinna í sama mánuði braust út hópsýking meðal 130 starfsmanna grunnskóla sem rekja má til óhreinsaðs blaðsalats í mötuneytinu. Og um miðjan nóvemer hófst hópsýking meðal fimmtíu starfsmanna alþjóðlegs fyrirtækis með höfuðstöðvar í Reykjavík en rannsóknir leiddu ekkert markvert í ljós sem skýrt gæti hópsýkinguna. Heilbrigðismál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Kynsjúkdómar færðust í aukana á árinu 2017 og óvenju margir greindust með lifrarbólgu A. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þrjú mislingatilfelli komu upp á Íslandi og iðrasýkingar voru sérlega áberandi á síðasta ári. Einkum var aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár. Á fjórða tug einstaklinga greindust með sárasótt og yfir hundrað manns með lekanda. Fjöldi klamydíutilfella og HIV - sýkingar var svipaður og árið á undan. Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu og var meðalaldur hinna sýktu 35 ár. Af þeim voru þrjár konur og tveir af hverjum þremur voru af erlendu bergi brotnir. Einnig greindust óvenju margir með lifrarbólgu A á árinu 2017 eða fimm einstaklingar en síðustu fjögur ár á undan höfðu engin tilfelli komið upp. Flest tilfellin tengdust lifrarbólgu A faraldri meðal samkynhneigðra karla í Evrópu. Einnig er sagt frá þremur mislingatilfellum hér á landi í fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þar er um að ræða níu mánaða tvíburabræður en annar þeirra smitaðist í Taílandi og smitaði svo bróður sinn, og fullorðinn karlmann, sem smitaðist í Bangladesh. Mislingatilfellin eru sögð endurspegla viðvarandi vandamál sem tengist mislingum og skorti á bólusetningum erlendis. Fjallað er sérstaklega um iðrasýkingar í fréttabréfinu enda hafi þær verið áberandi á árinu 2017. Þar er nefnd hópsýking af völdum nóróveiru meðal skáta í ágúst. Seinna í sama mánuði braust út hópsýking meðal 130 starfsmanna grunnskóla sem rekja má til óhreinsaðs blaðsalats í mötuneytinu. Og um miðjan nóvemer hófst hópsýking meðal fimmtíu starfsmanna alþjóðlegs fyrirtækis með höfuðstöðvar í Reykjavík en rannsóknir leiddu ekkert markvert í ljós sem skýrt gæti hópsýkinguna.
Heilbrigðismál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira