Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 14:30 Hilmar Þór Björnsson arkitekt var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Þar talaði hann um borgarlínuna svokölluðu. Vísir/samsett mynd „Hægja þarf á þróun borgarlínu, fjármagna verkefnið, byggja upp innviði og skipuleggja betur áður en farið er að gefa út heimildir til að byggja í nágrenni.“ Þetta segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt í umræðu um skipulagsmál og þéttingu byggðar. Einnig þurfi að dreifa atvinnustarfsemi um borgina svo umferðin sé ekki eingöngu í eina átt. Í Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Hilmar Þór Björnsson arkitekt um borgarskipulagsmálin og þá sérstaklega borgarlínuna sem hefur verið í umræðunni, sérstaklega meðal stjórnmálamanna. Hilmar segist mjög fylgjandi hugmyndum um Borgarlínu. „Ég held það sé engin önnur leið þegar litið 0,er til framtíðar en að gera ráð fyrir borgarlínunni- en þetta gerist allt of hratt. Í síðustu kosningum fyrir tæpum fjórum árum þá var borgarlínan ekki nefnd, það var enginn að hugsa um borgarlínuna. Ég hafði skrifað um hana og talaði um Reykjavík sem línulega borg.“ Hilmar rifjar upp að borgarlínuumræðan hafi hafist fyrir alvöru í nóvember árið 2016 og nú sé þetta aðalmálið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Hann telur að þeir sem standi að Borgarlínunni séu að taka of stórt skref. „Vitleysurnar eru að það sé farið að úthluta heimildum áður en það er ákveðið hvar hún á að liggja. Það þarf að ákveða infrastrúktúrinn fyrst, leggja línuna, ákveða hver þjónustan er, stoppistöðvar, hvað á að kosta í hana og svo framvegis áður en gefið er heimildir til að byggja í nágrenninu.“ La Défense hverfið í París sem Hilmar vísar í. Hverfið er nokkrum kílómetrum út fyrir borgarmörk Parísar og er um 560 hektarar að stærð. Á svæðinu eru 3,5 milljónir fermetra af skrifstofurými.Vísir/GettyAnnað sem Hilmari finnst mikilvægt fyrir uppbyggingu borgarlínu er að dreifa atvinnustarfsemi um borgina til að byggja upp betri áfangastaði. „Það sem vantar í borgarlínuna samkvæmt þeim kortum sem maður hefur séð er að það vantar eitthvað á hinn endann, þú endar ekki bara á einhverju raðhúsi, þú verður að enda á einhverju virkilega stóru. Við Keldur er sennilega níutíu hektara land sem á má byggja kannski tvær milljónir fermetra og ég sé fyrir mér að það eigi að byggja eitthvað eins og La Défense í París, bara milljón fermetra af einhverju atvinnuhúsnæði, þá verður borgarlínan full í báðar áttir, ekki bara aðra áttina. Ef þetta verður eins og stefnan er núna, með Landspítalann niðri í bæ til dæmis, þá verður borgarlínan full niður í bæ og tóm til baka,“ sagði Hilmar Þór Björnsson í viðtali á Sprengisandi í morgun. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
„Hægja þarf á þróun borgarlínu, fjármagna verkefnið, byggja upp innviði og skipuleggja betur áður en farið er að gefa út heimildir til að byggja í nágrenni.“ Þetta segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt í umræðu um skipulagsmál og þéttingu byggðar. Einnig þurfi að dreifa atvinnustarfsemi um borgina svo umferðin sé ekki eingöngu í eina átt. Í Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Hilmar Þór Björnsson arkitekt um borgarskipulagsmálin og þá sérstaklega borgarlínuna sem hefur verið í umræðunni, sérstaklega meðal stjórnmálamanna. Hilmar segist mjög fylgjandi hugmyndum um Borgarlínu. „Ég held það sé engin önnur leið þegar litið 0,er til framtíðar en að gera ráð fyrir borgarlínunni- en þetta gerist allt of hratt. Í síðustu kosningum fyrir tæpum fjórum árum þá var borgarlínan ekki nefnd, það var enginn að hugsa um borgarlínuna. Ég hafði skrifað um hana og talaði um Reykjavík sem línulega borg.“ Hilmar rifjar upp að borgarlínuumræðan hafi hafist fyrir alvöru í nóvember árið 2016 og nú sé þetta aðalmálið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Hann telur að þeir sem standi að Borgarlínunni séu að taka of stórt skref. „Vitleysurnar eru að það sé farið að úthluta heimildum áður en það er ákveðið hvar hún á að liggja. Það þarf að ákveða infrastrúktúrinn fyrst, leggja línuna, ákveða hver þjónustan er, stoppistöðvar, hvað á að kosta í hana og svo framvegis áður en gefið er heimildir til að byggja í nágrenninu.“ La Défense hverfið í París sem Hilmar vísar í. Hverfið er nokkrum kílómetrum út fyrir borgarmörk Parísar og er um 560 hektarar að stærð. Á svæðinu eru 3,5 milljónir fermetra af skrifstofurými.Vísir/GettyAnnað sem Hilmari finnst mikilvægt fyrir uppbyggingu borgarlínu er að dreifa atvinnustarfsemi um borgina til að byggja upp betri áfangastaði. „Það sem vantar í borgarlínuna samkvæmt þeim kortum sem maður hefur séð er að það vantar eitthvað á hinn endann, þú endar ekki bara á einhverju raðhúsi, þú verður að enda á einhverju virkilega stóru. Við Keldur er sennilega níutíu hektara land sem á má byggja kannski tvær milljónir fermetra og ég sé fyrir mér að það eigi að byggja eitthvað eins og La Défense í París, bara milljón fermetra af einhverju atvinnuhúsnæði, þá verður borgarlínan full í báðar áttir, ekki bara aðra áttina. Ef þetta verður eins og stefnan er núna, með Landspítalann niðri í bæ til dæmis, þá verður borgarlínan full niður í bæ og tóm til baka,“ sagði Hilmar Þór Björnsson í viðtali á Sprengisandi í morgun.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira