Áhyggjuefni að hafa hægðir annan hvern dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 08:39 Guðrún Bergmann er stútfull af fróðleik. Vísir/GVA Mikilvægasti vegurinn er meltingarvegurinn að mati heilsudrottningarinnar Guðrúnar Bergmann sem ræddi um „umferðarteppur“ og önnur óþægindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafi fólk ekki reglulegar og formaðar hægðir kann það leiða til margvíslegra kvilla og því nauðsynlegt að fylgjast vel með klósettferðum sínum. Guðrún segir að gott sé að hafa í huga að meltingarvegurinn er aðeins takmarkað langur, frá munni niður að endaþarmi, og því ljóst að ef eitthvað fer inn í hann verður eitthvað að koma út úr honum aftur. Misbresti á því má rekja til ýmissa þátta að sögn Guðrúnar: „Það er út af mat sem fólk borðar, röng samsetning, mismunandi hvað fólk þolir, hvað það borðar mikið,“ þá getur fólki skort einhver bætiefni og svo framvegis. Hvítur sykur sé sérstaklega varasamur en magnesíum þeim mun betra. Guðrún vill þannig meina að það sem fólk telur vera flensu, sem það hefur nælt sér í eftir hátíðarnar, megi jafnvel rekja til óhoflegs mataræðis vikurnar á undan. Fólk hafi „ofgert líkamanum“ með jólakræsingunum og súpi svo seyðið af því með veikindum á nýju ári. Þegar við förum að safna hægðum í meltingarveginum þá lamast þarmaveggirnir og þá hætta þeir að ýta fæðunni áfram eins og þeir eiga að gera - „og þá förum við að safna í beygjur og horn,“ útskýrir Guðrún.Tvisvar til þrisvar á dag Ein besta leiðin fyrir venjulegt fólk til að fylgjast með ástandi þarmanna sinna er einfaldlega að telja klósettferðirnar sínar. Guðrún segist predika á námskeiðum sínum, eins og því sem fram fer annað kvöld, að eðlilegur fjöldi klósettferða, þar sem losað er úr meltingarveginum, séu ein til tvær á dag. „Það þarf að vera góð losun svo að allt sé í lagi og það þarf að vera daglega.“ Til hennar komi stundum fólk sem hefur hægðir einu sinni í viku og segir Guðrún augljóst að í þeim tilfellum sé umtalsverð söfnun að eiga sér stað. Fólk geti í raun byrjað að hafa áhyggjur af meltingunni sinni hafi það ekki hægðir á hverjum degi. Lágmarkið sé einu sinni á dag. Það er þó ekki aðeins tíðnin sem skiptir máli í þessu samhengi að sögn Guðrúnar, heldur einnig form, lögun, lykt og litur. Því sé „ágætt að tékka svona annað slagið hvernig liturinn er,“ segir Guðrún við mikla kátínu þáttastjórnenda. Það sem skiptir þó aðalmáli að mati Guðrúnar eru að hægðirnar séu „formaðar og að þær skili sér nokkuð reglulega.“ Spjall Guðrúnar um hægðir má heyra hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Mikilvægasti vegurinn er meltingarvegurinn að mati heilsudrottningarinnar Guðrúnar Bergmann sem ræddi um „umferðarteppur“ og önnur óþægindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafi fólk ekki reglulegar og formaðar hægðir kann það leiða til margvíslegra kvilla og því nauðsynlegt að fylgjast vel með klósettferðum sínum. Guðrún segir að gott sé að hafa í huga að meltingarvegurinn er aðeins takmarkað langur, frá munni niður að endaþarmi, og því ljóst að ef eitthvað fer inn í hann verður eitthvað að koma út úr honum aftur. Misbresti á því má rekja til ýmissa þátta að sögn Guðrúnar: „Það er út af mat sem fólk borðar, röng samsetning, mismunandi hvað fólk þolir, hvað það borðar mikið,“ þá getur fólki skort einhver bætiefni og svo framvegis. Hvítur sykur sé sérstaklega varasamur en magnesíum þeim mun betra. Guðrún vill þannig meina að það sem fólk telur vera flensu, sem það hefur nælt sér í eftir hátíðarnar, megi jafnvel rekja til óhoflegs mataræðis vikurnar á undan. Fólk hafi „ofgert líkamanum“ með jólakræsingunum og súpi svo seyðið af því með veikindum á nýju ári. Þegar við förum að safna hægðum í meltingarveginum þá lamast þarmaveggirnir og þá hætta þeir að ýta fæðunni áfram eins og þeir eiga að gera - „og þá förum við að safna í beygjur og horn,“ útskýrir Guðrún.Tvisvar til þrisvar á dag Ein besta leiðin fyrir venjulegt fólk til að fylgjast með ástandi þarmanna sinna er einfaldlega að telja klósettferðirnar sínar. Guðrún segist predika á námskeiðum sínum, eins og því sem fram fer annað kvöld, að eðlilegur fjöldi klósettferða, þar sem losað er úr meltingarveginum, séu ein til tvær á dag. „Það þarf að vera góð losun svo að allt sé í lagi og það þarf að vera daglega.“ Til hennar komi stundum fólk sem hefur hægðir einu sinni í viku og segir Guðrún augljóst að í þeim tilfellum sé umtalsverð söfnun að eiga sér stað. Fólk geti í raun byrjað að hafa áhyggjur af meltingunni sinni hafi það ekki hægðir á hverjum degi. Lágmarkið sé einu sinni á dag. Það er þó ekki aðeins tíðnin sem skiptir máli í þessu samhengi að sögn Guðrúnar, heldur einnig form, lögun, lykt og litur. Því sé „ágætt að tékka svona annað slagið hvernig liturinn er,“ segir Guðrún við mikla kátínu þáttastjórnenda. Það sem skiptir þó aðalmáli að mati Guðrúnar eru að hægðirnar séu „formaðar og að þær skili sér nokkuð reglulega.“ Spjall Guðrúnar um hægðir má heyra hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira