Ráðist í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur til við formenn allra flokka á Alþingi að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti í dag formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi vinnu við breytingar á stjórnarskránni á kjörtímabilinu. Á fundinum lagði hún fyrir minnisblað þar sem fram kemur að framtíðarsýnin varðandi þessa vinnu felist í því að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Á vef stjórnarráðsins segir að tillaga Katrínar byggist á umræðum sem formenn flokka áttu um stjórnarskrána og breytingar á henni á síðasta kjörtímabilið. Í minnisblaði forsætisráðherra segir að hliðsjón verði höfð „af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í endurskoðun á undanförnum árum, sbr. t.d. þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð auk starfa stjórnarskrárnefnda 2005-2007 og 2013-2016, þeirri miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefndavinnu á Alþingi auk afstöðu kjósenda að því marki sem hún hefur þegar komið fram.“Ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum tekið fyrir á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili verða tekin eftirfarandi viðfangsefni: umhverfis-og náttúruvernd, þjóðareign á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings, 2. kafli stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta Íslands og meðferð framkvæmdarvalds, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni verði breytt. Á næsta kjörtímabili verða svo teknir fyrir kaflar stjórnarskrárinnar um Alþingi, alþingiskosningar og dómstóla, ákvæði um þjóðkirkjuna, mannréttindaákvæði og innangangsákvæði auk annarra ákvæða sem ekki hafa verið nefnd. Samkvæmt minnisblaðinu er markmiðið með þessari heildarendurskoðun að stjórnarskráin endurspegli „sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð.“ Vinnan verður áfangaskipt og munu allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinna sameiginlega að því að „að fara skipulega og heildstætt yfir stjórnarskrá lýðveldisins og tillögur sem fram hafa komið á undanförnum árum með það fyrir augum að vinna að breytingartillögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að undangengnu víðtæku samráði.“Minnisblað forsætisráðherra má nálgast á vef stjórnarráðsins en þar er nánar greint frá tilhögun þessarar vinnu. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti í dag formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi vinnu við breytingar á stjórnarskránni á kjörtímabilinu. Á fundinum lagði hún fyrir minnisblað þar sem fram kemur að framtíðarsýnin varðandi þessa vinnu felist í því að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Á vef stjórnarráðsins segir að tillaga Katrínar byggist á umræðum sem formenn flokka áttu um stjórnarskrána og breytingar á henni á síðasta kjörtímabilið. Í minnisblaði forsætisráðherra segir að hliðsjón verði höfð „af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í endurskoðun á undanförnum árum, sbr. t.d. þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð auk starfa stjórnarskrárnefnda 2005-2007 og 2013-2016, þeirri miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefndavinnu á Alþingi auk afstöðu kjósenda að því marki sem hún hefur þegar komið fram.“Ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum tekið fyrir á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili verða tekin eftirfarandi viðfangsefni: umhverfis-og náttúruvernd, þjóðareign á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings, 2. kafli stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta Íslands og meðferð framkvæmdarvalds, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni verði breytt. Á næsta kjörtímabili verða svo teknir fyrir kaflar stjórnarskrárinnar um Alþingi, alþingiskosningar og dómstóla, ákvæði um þjóðkirkjuna, mannréttindaákvæði og innangangsákvæði auk annarra ákvæða sem ekki hafa verið nefnd. Samkvæmt minnisblaðinu er markmiðið með þessari heildarendurskoðun að stjórnarskráin endurspegli „sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð.“ Vinnan verður áfangaskipt og munu allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinna sameiginlega að því að „að fara skipulega og heildstætt yfir stjórnarskrá lýðveldisins og tillögur sem fram hafa komið á undanförnum árum með það fyrir augum að vinna að breytingartillögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að undangengnu víðtæku samráði.“Minnisblað forsætisráðherra má nálgast á vef stjórnarráðsins en þar er nánar greint frá tilhögun þessarar vinnu.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira