Hvetja konur til að klæðast svörtu 31. janúar: „Við ætlum að fylgja MeToo eftir af fullu afli“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 12:15 Fyrirmyndin kemur að utan en konur vöktu athygli fyrir samstöðu sína á Golden Globe verðlaununum í janúar. Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, hvetur allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar til að sýna samstöðu og krefjast þess að breytingar verði í kjölfar MeToo byltingarinnar. „Auðvitað verð ég að viðurkenna að fyrirmyndin kemur að utan þar sem konur sýndu samstöðu með áberandi hætti á Golden Globe,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Athygli vakti þegar mikill meirihluti gesta var svartklæddur á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun janúar. Þann 31 janúar fer fram viðurkenningarhátíð FKA og vill félagið tileinka daginn MeToo. „Við stöndum í byltingu sem kemur okkur öllum við, segir Rakel. „Það konur klæðist svörtu, allar sem ein, bæði sýnir stuðninginn sem við konurnar sýnum hvor annarri og byltingunni sjálfri, en líka kannski undirstrikar gagnvart samfélaginu hvað ákallið er í raun mikið og alvarlegt um að hér verði í kjölfar MeToo byltingarinnar einhver varanleg breyting. Me Too er ekki bóla.“Yfirvöld og hreyfiöfl verði að grípa boltann Rakel segir að síðustu vikur hafi samfélagið í heild verið að móttaka upplýsingar og átta sig á því hversu víðfeðm kynferðisleg áreitni og valdbeiting er og hefur verið um ára bil. Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.Visir/Anton„Við virðumst vera sammála um að þetta er eitthvað sem við ætlum að uppræta og ég held að það muni í rauninni sjást mjög vel á þessum degi, ef við sem flestar konur á íslandi klæðumst svörtu þá á það ekki að fara á milli mála, að við ætlumst til þess að það verði breytingar.“ Aðspurð um hvað taki við eftir að konur hafi stigið fram með sögur af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi segir Rakel að hagsmunaöfl, vinnuveitendur og stjórnvöld verði að grípa boltann á lofti með hugmyndir um hvernig megi uppræta áreitni og ofbeldi. „Síðan þurfum við að lista upp nýjar leikreglur í rauninni og gera þær skiljanlegar öllum þannig að allt sem heitir kynferðisleg áreitni eða valdbeiting gagnvart öðru kyninu sé bara eitthvað sem heyri sögunni til.“MeToo rætt á öllum stjórnarfundum Hún segir stjórn FKA taka MeToo mjög alvarlega og að þar verði MeToo byltingin fastur liður á dagskrá stjórnarfunda út árið. „Svo við séum að halda okkur við, alltaf að velta upp þeirri spurningu hvort samfélagið sé að fylgja eftir byltingunni, er verið að gera nóg? vantar eitthvað upp á?“ segir Rakel. „Á þessu ári 2018 þá má segja að þessi dagur, 31. janúar, er fyrsti liðurinn í því að við sem þetta fjölmenna hreyfiafl munum sýna að við ætlum að fylgja MeToo eftir af fullu afli.“ MeToo Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, hvetur allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar til að sýna samstöðu og krefjast þess að breytingar verði í kjölfar MeToo byltingarinnar. „Auðvitað verð ég að viðurkenna að fyrirmyndin kemur að utan þar sem konur sýndu samstöðu með áberandi hætti á Golden Globe,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Athygli vakti þegar mikill meirihluti gesta var svartklæddur á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun janúar. Þann 31 janúar fer fram viðurkenningarhátíð FKA og vill félagið tileinka daginn MeToo. „Við stöndum í byltingu sem kemur okkur öllum við, segir Rakel. „Það konur klæðist svörtu, allar sem ein, bæði sýnir stuðninginn sem við konurnar sýnum hvor annarri og byltingunni sjálfri, en líka kannski undirstrikar gagnvart samfélaginu hvað ákallið er í raun mikið og alvarlegt um að hér verði í kjölfar MeToo byltingarinnar einhver varanleg breyting. Me Too er ekki bóla.“Yfirvöld og hreyfiöfl verði að grípa boltann Rakel segir að síðustu vikur hafi samfélagið í heild verið að móttaka upplýsingar og átta sig á því hversu víðfeðm kynferðisleg áreitni og valdbeiting er og hefur verið um ára bil. Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.Visir/Anton„Við virðumst vera sammála um að þetta er eitthvað sem við ætlum að uppræta og ég held að það muni í rauninni sjást mjög vel á þessum degi, ef við sem flestar konur á íslandi klæðumst svörtu þá á það ekki að fara á milli mála, að við ætlumst til þess að það verði breytingar.“ Aðspurð um hvað taki við eftir að konur hafi stigið fram með sögur af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi segir Rakel að hagsmunaöfl, vinnuveitendur og stjórnvöld verði að grípa boltann á lofti með hugmyndir um hvernig megi uppræta áreitni og ofbeldi. „Síðan þurfum við að lista upp nýjar leikreglur í rauninni og gera þær skiljanlegar öllum þannig að allt sem heitir kynferðisleg áreitni eða valdbeiting gagnvart öðru kyninu sé bara eitthvað sem heyri sögunni til.“MeToo rætt á öllum stjórnarfundum Hún segir stjórn FKA taka MeToo mjög alvarlega og að þar verði MeToo byltingin fastur liður á dagskrá stjórnarfunda út árið. „Svo við séum að halda okkur við, alltaf að velta upp þeirri spurningu hvort samfélagið sé að fylgja eftir byltingunni, er verið að gera nóg? vantar eitthvað upp á?“ segir Rakel. „Á þessu ári 2018 þá má segja að þessi dagur, 31. janúar, er fyrsti liðurinn í því að við sem þetta fjölmenna hreyfiafl munum sýna að við ætlum að fylgja MeToo eftir af fullu afli.“
MeToo Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira