Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:15 Myndin er frá sjúkrahúsinu Vogi þaðan sem sjúklingar hafa meðal annars komið í eftirmeðferð á göngudeildina á Akureyri. vísir/heiða Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir í samtali við Vísi að Akureyrarbær hafi styrkt starfsemi göngudeildarinnar og gert það vel. Það fjármagn hafi hins vegar ekki dugað nema fyrir um þriðjungi rekstrarins og hefur eigið fé SÁÁ því farið í rekstur göngudeildarinnar á móti. Að sögn Arnþórs liggur það ekki fyrir hvenær göngudeildinni verði lokað en allt stefni í lokun hennar þar sem samtökin séu í þröngri stöðu vegna rekstursins og hafi verið það lengi. „Það er ekkert ríkisframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ og enginn samningur við sjúkratryggingar. Það er auðvitað ekki gott að þurfa að loka göngudeildinni á Akureyri og við tökum ekki svona ákvörðun í fljótheitum,“ segir Arnþór. Hann segir að SÁÁ hafi fundað með stjórnvöldum á undanförnum árum með það að markmiði að fá opinbert fé í rekstur göngudeilda sem hafa bæði verið reknar í Reykjavík og á Akureyri. Göngudeild SÁÁ fyrir norðan hefur verið starfrækt frá árinu 1993. Deildin hefur sinnt ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis-og vímuefnasjúklinga á öllu Norðurlandi og koma flestir á deildina „til að fá eftirfylgd að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi eða eftirmeðferðarstöðinni Vík en einnig hafa aðstandendur sótt margvíslega þjónustu á göngudeildinni, sem og fólk með spilafíkn,“ að því er segir í tilkynningu samtakanna. Þar kemur jafnframt fram að í fyrra hafi 350 ráðgjafaviðtöl verið skráð á göngudeildinni og yfir 1200 komur í úrræði, fyrirlestra og grúppur. Heilbrigðismál Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir í samtali við Vísi að Akureyrarbær hafi styrkt starfsemi göngudeildarinnar og gert það vel. Það fjármagn hafi hins vegar ekki dugað nema fyrir um þriðjungi rekstrarins og hefur eigið fé SÁÁ því farið í rekstur göngudeildarinnar á móti. Að sögn Arnþórs liggur það ekki fyrir hvenær göngudeildinni verði lokað en allt stefni í lokun hennar þar sem samtökin séu í þröngri stöðu vegna rekstursins og hafi verið það lengi. „Það er ekkert ríkisframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ og enginn samningur við sjúkratryggingar. Það er auðvitað ekki gott að þurfa að loka göngudeildinni á Akureyri og við tökum ekki svona ákvörðun í fljótheitum,“ segir Arnþór. Hann segir að SÁÁ hafi fundað með stjórnvöldum á undanförnum árum með það að markmiði að fá opinbert fé í rekstur göngudeilda sem hafa bæði verið reknar í Reykjavík og á Akureyri. Göngudeild SÁÁ fyrir norðan hefur verið starfrækt frá árinu 1993. Deildin hefur sinnt ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis-og vímuefnasjúklinga á öllu Norðurlandi og koma flestir á deildina „til að fá eftirfylgd að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi eða eftirmeðferðarstöðinni Vík en einnig hafa aðstandendur sótt margvíslega þjónustu á göngudeildinni, sem og fólk með spilafíkn,“ að því er segir í tilkynningu samtakanna. Þar kemur jafnframt fram að í fyrra hafi 350 ráðgjafaviðtöl verið skráð á göngudeildinni og yfir 1200 komur í úrræði, fyrirlestra og grúppur.
Heilbrigðismál Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira