Minnast Bato sem gerði Ísland að betri stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2018 15:22 Fjölmargir Íslendingar minnast Bato á samfélagsmiðlum. Veitingamaðurinn Bato Miroslav Manojlovic sem stofnaði Austurlandahraðlestina á sínum tíma er látinn 51 árs að aldri. Bato varð bráðkvaddur á ferðalagi með vinkonu sinni og viðskiptafélaga Chandriku Gunnarsson fyrr í vikunni. Var veitingastöðum Hraðlestarinnar lokað í gær og í fyrradag vegna andlátsins. Bato flutti til Íslands árið 1993 þegar hann flúði stríðið í Júgóslavíu. Bato er að upplagi frá Bosníu og bjó í borginni Tuzla. Gunnar Helgason leikari var í skiptinámi í borginni á níunda áratugnum og bjó hjá fjölskyldu Bato. Eins árs aldursmunur er á Bato og Gunnari og tókst með þeim mikill vinskapur. Fór svo að Gunnar og fjölskylda hans endurgalt greiðan 1993 þegar Bato bjó hjá þeim framan af dvöl sinni á Íslandi.Vann sig fljótt upp Gunnar segir Bato hafa verið vinamargan og ótrúlega tengdan Íslandi miðað við að hafa ekki verið héðan að upplagi. Bato hafi kynnst hjónunum Chandriku og Gunnari Gunnarssyni og hóf Bato störf í uppvaskinu á Austur-Indíafélaginu. „Hann var fljótt orðinn þjónn, þau náðu svo vel saman. Smátt og smátt urðu þau viðskiptafélagar,“ segir Gunnar. Bato og Chandrika komu Hraðlestinni á fót sem selur indverskan mat á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar minnist þess þegar Bato kom til Íslands á miðjum þrítugsaldri á flótta undan stríðinu. Bato hafi starfað hjá Rauða krossinum í Tuzla. Borg sem hafi sloppið hvað best úr úr stríðinu. Einn daginn hafi Bato hringt og greint frá því að Serbar væru farnir að fara hús úr húsi að næturlagi, finna menn til að setja í herinn. Eftirnafn Bato var serbneskt. „Þá var hann orðinn ansi hræddur enda ekki maður stríðs.“Fann hamingjuna á Íslandi Fjölskylda Gunnars, með Helga föður hans í broddi fylkingar, hafi reynt að koma honum úr landi en illa hafi gengið. Flúði hann á endanum til Ítalíu en þaðan komst hann til Íslands og bjó hjá foreldrum Gunnars fyrst um sinn. „Hann var ekki hamingjusamur,“ segir Gunnar en það hafi reynst Bato erfitt að skilja vini og ættingja eftir í stríðinu. Í minningunni sé eins og Bato hafi ekki brosað fyrstu árin. Hann hafi haft stöðugt áhyggjur af fólkinu sínu. Svo hafi hann fundið hamingjuna hér á Íslandi.Fleiri Bato til Íslands„Hann var alltaf svo góður, kátur, yfirvegaður og rólegur,“ segir Gunnar. Bato hafi verið vinamargur, bæði átt góða íslenska vini en sömuleiðis marga frábæra vini frá fyrrverandi Júgóslavíu.„Bato er dæmi um mann frá stríðshrjáðu landi sem gerir Ísland að betri stað. Þess vegna er fáránlegt að við séum ekki að taka við fleira fólki frá Sýrlandi,“ segir Gunnar.„Ég vil fá fleiri Bato til Íslands.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðanaðarráðherra, minnist Bato sömuleiðis. Þau voru saman í skiptinámi í Boise í Idaho í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Leiðir þeirra lágu aftur saman á Íslandi. Gunnar segir að til standi að halda minningarathöfn um Bato hér á Íslandi. Andlát Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Veitingamaðurinn Bato Miroslav Manojlovic sem stofnaði Austurlandahraðlestina á sínum tíma er látinn 51 árs að aldri. Bato varð bráðkvaddur á ferðalagi með vinkonu sinni og viðskiptafélaga Chandriku Gunnarsson fyrr í vikunni. Var veitingastöðum Hraðlestarinnar lokað í gær og í fyrradag vegna andlátsins. Bato flutti til Íslands árið 1993 þegar hann flúði stríðið í Júgóslavíu. Bato er að upplagi frá Bosníu og bjó í borginni Tuzla. Gunnar Helgason leikari var í skiptinámi í borginni á níunda áratugnum og bjó hjá fjölskyldu Bato. Eins árs aldursmunur er á Bato og Gunnari og tókst með þeim mikill vinskapur. Fór svo að Gunnar og fjölskylda hans endurgalt greiðan 1993 þegar Bato bjó hjá þeim framan af dvöl sinni á Íslandi.Vann sig fljótt upp Gunnar segir Bato hafa verið vinamargan og ótrúlega tengdan Íslandi miðað við að hafa ekki verið héðan að upplagi. Bato hafi kynnst hjónunum Chandriku og Gunnari Gunnarssyni og hóf Bato störf í uppvaskinu á Austur-Indíafélaginu. „Hann var fljótt orðinn þjónn, þau náðu svo vel saman. Smátt og smátt urðu þau viðskiptafélagar,“ segir Gunnar. Bato og Chandrika komu Hraðlestinni á fót sem selur indverskan mat á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar minnist þess þegar Bato kom til Íslands á miðjum þrítugsaldri á flótta undan stríðinu. Bato hafi starfað hjá Rauða krossinum í Tuzla. Borg sem hafi sloppið hvað best úr úr stríðinu. Einn daginn hafi Bato hringt og greint frá því að Serbar væru farnir að fara hús úr húsi að næturlagi, finna menn til að setja í herinn. Eftirnafn Bato var serbneskt. „Þá var hann orðinn ansi hræddur enda ekki maður stríðs.“Fann hamingjuna á Íslandi Fjölskylda Gunnars, með Helga föður hans í broddi fylkingar, hafi reynt að koma honum úr landi en illa hafi gengið. Flúði hann á endanum til Ítalíu en þaðan komst hann til Íslands og bjó hjá foreldrum Gunnars fyrst um sinn. „Hann var ekki hamingjusamur,“ segir Gunnar en það hafi reynst Bato erfitt að skilja vini og ættingja eftir í stríðinu. Í minningunni sé eins og Bato hafi ekki brosað fyrstu árin. Hann hafi haft stöðugt áhyggjur af fólkinu sínu. Svo hafi hann fundið hamingjuna hér á Íslandi.Fleiri Bato til Íslands„Hann var alltaf svo góður, kátur, yfirvegaður og rólegur,“ segir Gunnar. Bato hafi verið vinamargur, bæði átt góða íslenska vini en sömuleiðis marga frábæra vini frá fyrrverandi Júgóslavíu.„Bato er dæmi um mann frá stríðshrjáðu landi sem gerir Ísland að betri stað. Þess vegna er fáránlegt að við séum ekki að taka við fleira fólki frá Sýrlandi,“ segir Gunnar.„Ég vil fá fleiri Bato til Íslands.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðanaðarráðherra, minnist Bato sömuleiðis. Þau voru saman í skiptinámi í Boise í Idaho í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Leiðir þeirra lágu aftur saman á Íslandi. Gunnar segir að til standi að halda minningarathöfn um Bato hér á Íslandi.
Andlát Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira