Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2018 16:50 Meðal þess sem gagnrýnt hefur er að maðurinn var hafður meðal hættulegra brotamanna á Litla Hrauni, en það er samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns hans, að sögn Páls Winkel. Páll Winkel fangelsismálastjóri undrast gagnrýni sem lögmaður fangans sem varð fyrir hrottafenginni árás á Litla Hrauni hefur sett fram. Fanginn, sem er ungur hælisleitandi, er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði hvar hann er í gæsluvarðahaldi. Hann var fluttur þangað þegar í gær. Hann er illa slasaður, nefbrotinn og marinn, en furðu vel á sig kominn miðað við hversu alvarleg árásin var. Og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu um fimm tímum eftir að hann kom þangað.Á Litla Hrauni samkvæmt beiðni lögmanns Páll og fangelsisyfirvöld hafa mátt sæta harðri gagnrýni vegna málsins, meðal annars frá lögmanni mannsins. Gerðar hafa verið athugasemdir við það að hann hafi verið vistaður meðal hættulegra brotamanna sem og það að hafa verið fluttur og hafður þeirra á meðal á Litla Hraun. En, áður hafði fanginn verið í fangelsinu í Hólmsheiði hvar hann undi hag sínum illa. „Ástæðan fyrir því að hann var fluttur á Litla Hraun var samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns fangans,“ segir Páll. Hann segir að ekki liggja fyrir hvers vegna hópur fanga tók sig til og réðst á manninn, en vísar frekari spurningum þar um til lögreglunnar sem er með málið til rannsóknar.Ekki svigrúm til að kalla til túlkÍ fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lilja Margrét Olsen, verjandi mannsins og hún segir kerfið hafa algerlega brugðist hinum unga manni. Þá gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig tekið var á málinu eftir árásina. Að hann hafi ekki notið túlkaþjónustu á sjúkrahúsinu. Spurður um það atriði segir Páll það eiga sér afar eðlilegar skýringar. „Árásin átti sér stað 16:20. Ellefu mínútum síðar voru sjúkraflutningsmenn komnir á vettvang og hann kominn undir læknishendur á spítala tuttugu mínútum síðar. Það hefði verið fullkomlega óábyrgt að bíða með þá þjónustu uns fengist hefði túlkur. Það var í algjörum forgangi hjá okkur að tryggja heilsu hans.“ Páll bætir því við sjálfsagt og eðlilegt sé að þeir sem eigi í samskiptum við kerfið njóti túlkaþjónustu en bendir þó á að fanginn hafi átt í samskiptum við fangaverði, samfanga, kennara og aðra starfsmenn fangelsiskerfisins án aðstoðar túlks, á ensku, án vandkvæða. Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri undrast gagnrýni sem lögmaður fangans sem varð fyrir hrottafenginni árás á Litla Hrauni hefur sett fram. Fanginn, sem er ungur hælisleitandi, er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði hvar hann er í gæsluvarðahaldi. Hann var fluttur þangað þegar í gær. Hann er illa slasaður, nefbrotinn og marinn, en furðu vel á sig kominn miðað við hversu alvarleg árásin var. Og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu um fimm tímum eftir að hann kom þangað.Á Litla Hrauni samkvæmt beiðni lögmanns Páll og fangelsisyfirvöld hafa mátt sæta harðri gagnrýni vegna málsins, meðal annars frá lögmanni mannsins. Gerðar hafa verið athugasemdir við það að hann hafi verið vistaður meðal hættulegra brotamanna sem og það að hafa verið fluttur og hafður þeirra á meðal á Litla Hraun. En, áður hafði fanginn verið í fangelsinu í Hólmsheiði hvar hann undi hag sínum illa. „Ástæðan fyrir því að hann var fluttur á Litla Hraun var samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns fangans,“ segir Páll. Hann segir að ekki liggja fyrir hvers vegna hópur fanga tók sig til og réðst á manninn, en vísar frekari spurningum þar um til lögreglunnar sem er með málið til rannsóknar.Ekki svigrúm til að kalla til túlkÍ fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lilja Margrét Olsen, verjandi mannsins og hún segir kerfið hafa algerlega brugðist hinum unga manni. Þá gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig tekið var á málinu eftir árásina. Að hann hafi ekki notið túlkaþjónustu á sjúkrahúsinu. Spurður um það atriði segir Páll það eiga sér afar eðlilegar skýringar. „Árásin átti sér stað 16:20. Ellefu mínútum síðar voru sjúkraflutningsmenn komnir á vettvang og hann kominn undir læknishendur á spítala tuttugu mínútum síðar. Það hefði verið fullkomlega óábyrgt að bíða með þá þjónustu uns fengist hefði túlkur. Það var í algjörum forgangi hjá okkur að tryggja heilsu hans.“ Páll bætir því við sjálfsagt og eðlilegt sé að þeir sem eigi í samskiptum við kerfið njóti túlkaþjónustu en bendir þó á að fanginn hafi átt í samskiptum við fangaverði, samfanga, kennara og aðra starfsmenn fangelsiskerfisins án aðstoðar túlks, á ensku, án vandkvæða.
Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00