Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 28. janúar 2018 16:28 Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. Vísir/Samsett Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. „Engey er ónotað byggingarland á stærð við Vatnsmýri,“ segir Jón og spyr hvort ekki mætti ganga lengra í landfyllingu við Granda og byggja brú yfir. Í samtali við Vísi segir Jón að hann hafi aldrei skilið af hverju byggð bæði í Engey og Viðey væri aldrei til umræðu. „Ég skil ekki af hverju byggð þarna hefur aldrei komið til tals. Á Norðurlöndunum er yfirleitt blómleg byggð í þessum eyjum fyrir utan borgirnar. Þetta er alveg flennistórt verðmætt byggingarland,“ segir hann.„Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“Að sögn Jóns kom aldrei til tals þegar hann var borgarstjóri að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að vera að pæla í einhverju svona á þeim tíma,“ segir hann. „Það fór ofboðslegur tími í að reyna að greiða úr fyrirhuguðum uppbyggingum sem féllu um sjálfar sig við hrunið. Ég hafði ekki þennan tíma sem ég hef núna til að pæla í svona. Mér finnst allt í lagi að ræða þetta. Það er verið að ræða fáránlegri hluti,“ segir Jón í samtali við Vísi. Þá nefnir hann að stöðugt sé meira um að vera út á Granda. „Grandi er meira og minna landfylling og nú er Grandi meira og meira að verða „happening“ hverfi. Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ spyr Jón.Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey.Vísir/ErnirEngey væri sjálfbært og bíllaust hverfiJón segist ekki hafa skoðað allar hliðar málsins vel en vert sé þó að skoða málið betur. „Ég hef aldrei setið fund um byggð í Engey þannig að það getur vel verið að þarna séu hrygningarstöðvar lúðunnar eða eitthvað svoleiðis. Ég vil alls ekki trufla lúðuna í sínum hrygningum,“ segir hann. Fyrrum borgarstjórinn telur að það verði sífellt verðmætara að hverfi séu bíllaus og að Engey væri tilvalin staðsetning fyrir hverfi sem væri skipulagt með það fyrir augum. „Nú er verið að gera tilraunir í mörgum borgum með sjálfbær og vistvæn hverfi. Væri ekki hægt að byggja hverfi í Engey sem væri bíllaust og fólk færi frá eyjunni gangandi eða hjólandi og endurnýtti allan úrgang?“Kæmi honum ekki á óvart ef Eyþór Arnalds myndi horfa til EngeyjarHugmyndin er ekki ný af nálinni en borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey, Viðey og Geldinganesi og tengingum við eyjarnar frá borginni. Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. „Ég held að hann þurfi að horfa út um allt. Eyþór er líka svona kraftmikill maður og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi horfa til Engeyjar,“ segir Jón. Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. „Engey er ónotað byggingarland á stærð við Vatnsmýri,“ segir Jón og spyr hvort ekki mætti ganga lengra í landfyllingu við Granda og byggja brú yfir. Í samtali við Vísi segir Jón að hann hafi aldrei skilið af hverju byggð bæði í Engey og Viðey væri aldrei til umræðu. „Ég skil ekki af hverju byggð þarna hefur aldrei komið til tals. Á Norðurlöndunum er yfirleitt blómleg byggð í þessum eyjum fyrir utan borgirnar. Þetta er alveg flennistórt verðmætt byggingarland,“ segir hann.„Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“Að sögn Jóns kom aldrei til tals þegar hann var borgarstjóri að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að vera að pæla í einhverju svona á þeim tíma,“ segir hann. „Það fór ofboðslegur tími í að reyna að greiða úr fyrirhuguðum uppbyggingum sem féllu um sjálfar sig við hrunið. Ég hafði ekki þennan tíma sem ég hef núna til að pæla í svona. Mér finnst allt í lagi að ræða þetta. Það er verið að ræða fáránlegri hluti,“ segir Jón í samtali við Vísi. Þá nefnir hann að stöðugt sé meira um að vera út á Granda. „Grandi er meira og minna landfylling og nú er Grandi meira og meira að verða „happening“ hverfi. Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ spyr Jón.Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey.Vísir/ErnirEngey væri sjálfbært og bíllaust hverfiJón segist ekki hafa skoðað allar hliðar málsins vel en vert sé þó að skoða málið betur. „Ég hef aldrei setið fund um byggð í Engey þannig að það getur vel verið að þarna séu hrygningarstöðvar lúðunnar eða eitthvað svoleiðis. Ég vil alls ekki trufla lúðuna í sínum hrygningum,“ segir hann. Fyrrum borgarstjórinn telur að það verði sífellt verðmætara að hverfi séu bíllaus og að Engey væri tilvalin staðsetning fyrir hverfi sem væri skipulagt með það fyrir augum. „Nú er verið að gera tilraunir í mörgum borgum með sjálfbær og vistvæn hverfi. Væri ekki hægt að byggja hverfi í Engey sem væri bíllaust og fólk færi frá eyjunni gangandi eða hjólandi og endurnýtti allan úrgang?“Kæmi honum ekki á óvart ef Eyþór Arnalds myndi horfa til EngeyjarHugmyndin er ekki ný af nálinni en borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey, Viðey og Geldinganesi og tengingum við eyjarnar frá borginni. Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. „Ég held að hann þurfi að horfa út um allt. Eyþór er líka svona kraftmikill maður og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi horfa til Engeyjar,“ segir Jón.
Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira