Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. janúar 2018 20:00 Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. Frásagnir íþróttakvenna af kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum voru birtar í gær en þær eru margar mjög grófar og varða níu þeirra nauðganir innan íþróttastarfsins. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í morgun með íþróttahreyfingunni og forsvarsfólki #metoo hreyfingarinnar og var ákveðið að stofna starfshóp sem mun móta aðgerðaráætlun. „Um hvernig eigi að bregðast við kynbundnu ofbeldi hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingunni og hópurinn það hlutverk líka að samræma verklag innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar," segir Lilja Alferðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Þessi framkoma og þessi hegðun verður ekki liðin," segir hún. Í hópnum verður fulltrúi frá þeim konum sem hafa leitt #metoo umræðuna, fulltrar frá ÍSÍ, UMFÍ og menntamálaráðuneytinu. Niðurstaða hópsins á að liggja fyrir í vor. Innan ÍSÍ er meðal annars til skoðunar er að íþróttakonur geti leitað til óháðs trúnaðarmanns, eða nokkurs konar umboðsmanns. „Hvort við getum verið með einhverja miðstöð eða einstakling sem getur tekið á móti umkvörtunum og ábendingum um slíkt," segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hún hvetur einstök félög til sjálfsskoðunar. „Þau félög sem eru með þjálfara innan sinna raða sem hefur mögulega brotið á iðkendum eða öðrum innan félags muni skoða það með öðrum augum en gert hefur verið hingað til," segir Líney. Fyrrverandi framkvæmdastjóri tveggja íþróttafélaga sem hefur reynslu af því að eiga við svona mál segir að þjálfarar sem hafi verið reknir vegna atvika af þessu tagi komist stundum að á öðrum stöðum. „Þeir dúkka dúkka upp annars staðar og mér finnst það ekki í lagi," segir Jóhann Már Helgason. Hann telur að hægt að koma í veg fyrir þetta með einhvers konar miðlægu kerfi og samstarfi allra félaga. „Ég held að þegar þessi ferli hafa ekki verið nógu skipulögð og nógu ákveðin fyrirfram hefur fólk verið hrætt við að stíga fram og það er vandamál sem við þurfum að breyta," segir Jóhann. MeToo Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. Frásagnir íþróttakvenna af kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum voru birtar í gær en þær eru margar mjög grófar og varða níu þeirra nauðganir innan íþróttastarfsins. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í morgun með íþróttahreyfingunni og forsvarsfólki #metoo hreyfingarinnar og var ákveðið að stofna starfshóp sem mun móta aðgerðaráætlun. „Um hvernig eigi að bregðast við kynbundnu ofbeldi hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingunni og hópurinn það hlutverk líka að samræma verklag innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar," segir Lilja Alferðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Þessi framkoma og þessi hegðun verður ekki liðin," segir hún. Í hópnum verður fulltrúi frá þeim konum sem hafa leitt #metoo umræðuna, fulltrar frá ÍSÍ, UMFÍ og menntamálaráðuneytinu. Niðurstaða hópsins á að liggja fyrir í vor. Innan ÍSÍ er meðal annars til skoðunar er að íþróttakonur geti leitað til óháðs trúnaðarmanns, eða nokkurs konar umboðsmanns. „Hvort við getum verið með einhverja miðstöð eða einstakling sem getur tekið á móti umkvörtunum og ábendingum um slíkt," segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hún hvetur einstök félög til sjálfsskoðunar. „Þau félög sem eru með þjálfara innan sinna raða sem hefur mögulega brotið á iðkendum eða öðrum innan félags muni skoða það með öðrum augum en gert hefur verið hingað til," segir Líney. Fyrrverandi framkvæmdastjóri tveggja íþróttafélaga sem hefur reynslu af því að eiga við svona mál segir að þjálfarar sem hafi verið reknir vegna atvika af þessu tagi komist stundum að á öðrum stöðum. „Þeir dúkka dúkka upp annars staðar og mér finnst það ekki í lagi," segir Jóhann Már Helgason. Hann telur að hægt að koma í veg fyrir þetta með einhvers konar miðlægu kerfi og samstarfi allra félaga. „Ég held að þegar þessi ferli hafa ekki verið nógu skipulögð og nógu ákveðin fyrirfram hefur fólk verið hrætt við að stíga fram og það er vandamál sem við þurfum að breyta," segir Jóhann.
MeToo Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira