Oprah Winfrey kallar áhrifakonur á sinn fund Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 23:26 Oprah Winfrey stýrði á dögunum pallborðsumræðum um kvennabyltingu í Hollywood. Vísir/EPA Oprah Winfrey kallaði á sinn fund áhrifakonur í skemmtana-og kvikmyndageiranum til að ræða um áhrif „Time's up-átaksins“ svokallaða sem hefur vakið talsverða athygli. Átakinu er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem hefur ríkt bæði í skemmtana- og kvikmyndaðinaðinum og á almennum og opinberum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. America Ferrera, Natalie Portman, Tracee Ellis-Ross, Reese Witherspoon, Shonda Rhimes, Kathleen Kennedy og Nina Shaw sátu fyrir svörum og voru mættar til þess að ræða opinskátt um átakið og markmið þess. Pallborðsumræðunum, sem Oprah Winfrey stýrir, verður sjónvarpað í þættinum „Sunday Morning“ þann fjórtánda janúar á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. Þrátt fyrir að þátturinn verði sýndur á morgun gaf sjónvarpsstöðin áhorfendum sýnishorn af honum. Í sýnishorninu spyr Oprah Winfrey leikkonuna Reese Witherspoon út í kynferðislega árás sem hún varð fyrir af hendi leikstjóra þegar hún var sextán ára gömul. Reese Witherspoon er lítur framtíðina björtum augum og vonar að konur haldi áfram að vera hugrakkar að segja frá. Reese vitnaði í Elie Wiesel til að leggja áherslu á mál sitt: „Við verðum að taka afstöðu. Hlutleysi hjálpar kúgaranum en aldrei þolandanum. Þögn hvetur kvalara en aldrei þá sem kveljast.“Reese sagði að á stundum þyrftu þolendur að vega og meta hvort þögnin sé þeirra val og að einu sinni hafi það verið raunveruleikinn. „Sá tími er liðinn,“ sagði Reese staðföst. MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir „Tíminn er útrunninn“ Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í dag í bandaríska dagblaðinu New York Times. 1. janúar 2018 23:30 Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið. 7. janúar 2018 14:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Oprah Winfrey kallaði á sinn fund áhrifakonur í skemmtana-og kvikmyndageiranum til að ræða um áhrif „Time's up-átaksins“ svokallaða sem hefur vakið talsverða athygli. Átakinu er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem hefur ríkt bæði í skemmtana- og kvikmyndaðinaðinum og á almennum og opinberum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. America Ferrera, Natalie Portman, Tracee Ellis-Ross, Reese Witherspoon, Shonda Rhimes, Kathleen Kennedy og Nina Shaw sátu fyrir svörum og voru mættar til þess að ræða opinskátt um átakið og markmið þess. Pallborðsumræðunum, sem Oprah Winfrey stýrir, verður sjónvarpað í þættinum „Sunday Morning“ þann fjórtánda janúar á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. Þrátt fyrir að þátturinn verði sýndur á morgun gaf sjónvarpsstöðin áhorfendum sýnishorn af honum. Í sýnishorninu spyr Oprah Winfrey leikkonuna Reese Witherspoon út í kynferðislega árás sem hún varð fyrir af hendi leikstjóra þegar hún var sextán ára gömul. Reese Witherspoon er lítur framtíðina björtum augum og vonar að konur haldi áfram að vera hugrakkar að segja frá. Reese vitnaði í Elie Wiesel til að leggja áherslu á mál sitt: „Við verðum að taka afstöðu. Hlutleysi hjálpar kúgaranum en aldrei þolandanum. Þögn hvetur kvalara en aldrei þá sem kveljast.“Reese sagði að á stundum þyrftu þolendur að vega og meta hvort þögnin sé þeirra val og að einu sinni hafi það verið raunveruleikinn. „Sá tími er liðinn,“ sagði Reese staðföst.
MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir „Tíminn er útrunninn“ Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í dag í bandaríska dagblaðinu New York Times. 1. janúar 2018 23:30 Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið. 7. janúar 2018 14:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
„Tíminn er útrunninn“ Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í dag í bandaríska dagblaðinu New York Times. 1. janúar 2018 23:30
Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið. 7. janúar 2018 14:00