Nassar misnotaði líka frægustu fimleikakonu heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 08:30 Simone Biles. Vísir/Getty Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. Simone Biles sagði frá því að Twitter að hún væri ein af fórnalömbum Larry Nassar og notað myllumerkin „Tilfinngar“ og „MeToo“.Feelings... #MeToopic.twitter.com/ICiu0FCa0n — Simone Biles (@Simone_Biles) January 15, 2018 „Flest ykkar vita að ég er glöð, flissgjörn og orkumikil stelpa en upp á síðkastið hef ég verið niðurbrotin. Því meira sem ég hef reynt að þagga niður í röddinni í hausnum á mér því hærra öskrar hún. Ég er ekki lengur hrædd við að segja sögu mína,“ skrifaði Simone Biles. Læknirinn, heitir Larry Nassar og var á dögunum dæmdur í sextíu ára fangelsi fyrir að hafa verið með mynefni sem sýndi barnaníð í tölvunni sinni. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa misnotað fimleikastúlkur en þær hafa hver á fætur annarri stigið fram og sagt frá samskiptum sínum við hinn 54 ára gamla Nassar. Biles, sem vann fjögur ólympíugull á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst 2016. Í yfirlýsingu hennar segir að hún ætlaði ekki að láta Nassar stela frá sér ástinni og ánægjunni. „Ég veit að þessi hræðilega reynsla mun ekki skilgreina mig því ég er miklu meira en þetta,“ skrifaði Biles. Bandaríska fimleikasambandið sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að fólk þar á bæ væri harmi lostið yfir þessum fréttum og mikil reiði og sorg væri með það að Simone Biles og allar hinar fimleikakonurnar hafi lent í þessum skelfilegu kringumstæðum. Simone Biles er staðráðin að komast í gegnum þetta og hefur sett stefnuna á að vinna fleiri Ólympíugull á ÓL í Tókýó 2020. „Ég er einstök, klár, hæfileikarík, staðráðin og ástríðufull. Ég hef lofað sjálfri mér að saga mín verði meira en þetta mál og ég lofa ykkur öllum að ég mun aldrei gefast upp. Ég elska þessa íþrótta of mikið og ég hætti aldrei. Ég læt ekki einn mann og aðra sem aðstoðuðu hann stela ást minni og hamingju,“ skrifaði Biles. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. Simone Biles sagði frá því að Twitter að hún væri ein af fórnalömbum Larry Nassar og notað myllumerkin „Tilfinngar“ og „MeToo“.Feelings... #MeToopic.twitter.com/ICiu0FCa0n — Simone Biles (@Simone_Biles) January 15, 2018 „Flest ykkar vita að ég er glöð, flissgjörn og orkumikil stelpa en upp á síðkastið hef ég verið niðurbrotin. Því meira sem ég hef reynt að þagga niður í röddinni í hausnum á mér því hærra öskrar hún. Ég er ekki lengur hrædd við að segja sögu mína,“ skrifaði Simone Biles. Læknirinn, heitir Larry Nassar og var á dögunum dæmdur í sextíu ára fangelsi fyrir að hafa verið með mynefni sem sýndi barnaníð í tölvunni sinni. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa misnotað fimleikastúlkur en þær hafa hver á fætur annarri stigið fram og sagt frá samskiptum sínum við hinn 54 ára gamla Nassar. Biles, sem vann fjögur ólympíugull á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst 2016. Í yfirlýsingu hennar segir að hún ætlaði ekki að láta Nassar stela frá sér ástinni og ánægjunni. „Ég veit að þessi hræðilega reynsla mun ekki skilgreina mig því ég er miklu meira en þetta,“ skrifaði Biles. Bandaríska fimleikasambandið sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að fólk þar á bæ væri harmi lostið yfir þessum fréttum og mikil reiði og sorg væri með það að Simone Biles og allar hinar fimleikakonurnar hafi lent í þessum skelfilegu kringumstæðum. Simone Biles er staðráðin að komast í gegnum þetta og hefur sett stefnuna á að vinna fleiri Ólympíugull á ÓL í Tókýó 2020. „Ég er einstök, klár, hæfileikarík, staðráðin og ástríðufull. Ég hef lofað sjálfri mér að saga mín verði meira en þetta mál og ég lofa ykkur öllum að ég mun aldrei gefast upp. Ég elska þessa íþrótta of mikið og ég hætti aldrei. Ég læt ekki einn mann og aðra sem aðstoðuðu hann stela ást minni og hamingju,“ skrifaði Biles.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira