Ömurleg aðkoma þegar 12 þúsund kjúklingar brunnu inni Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2018 14:10 Slökkvistarf gekk ágætlega en eldur kom upp í kjúklingabúinu á Oddsmýri í gær. Björn bóndi var á sjúkrahúsi í nótt vegna reykeitrunar. „Þetta var alveg ömurlegt,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd. Í gær kom upp eldur í einu kjúklingahúsa hans og brunnu þar inni eða drápust úr reykeitrun 12 þúsund kjúklingar. Greint var frá á RÚV í gær. Björn segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið grátlegt. Hann var nýbúinn að taka á móti kjúklingaungum sem hann fær jafnan frá útungunarstöð á Hellu. Kjúklingarnir voru nýkomnir í húsið þegar upp kom eldur. Talið er að hann eigi upptök sín í hitablásara í húsinu.Glænýir kjúklingar„Kjúklingarnir voru bara glænýir og flottir,“ segir Björn og að grátlegt hafi verið að horfa uppá þetta. „Maður gat ekkert gert. Ég reyndi að fara þarna inn og slökkva en það gekk ekki neitt. Það var svo mikill reykur.“Björn kjúklingabóndi reyndi að ráða niðurlögum eldsins en ekki var við neitt ráðið vegna reyks.Björn kjúklingabóndi er nýútskrifaður af sjúkrahúsi þar sem hann dvaldi í nótt vegna reykeitrunar. Hann er allur að koma til. Í dag verður tjónið metið og allar aðstæður. Björn útskýrir að hann sé bússtjóri á staðnum, Reykjagarður á búnaðinn og fuglana. Svo er annar aðili sem á húsin. „Ég titla mig kjúklingabónda og sé um þetta eldi fyrir Reykjagarð, sem til dæmis selur undir vörumerkjum Holta. Sláturfélag Suðurlands á svo Reykjagarð.“Áhyggjur af því að vatnið á slökkvibílunum dygði ekkiStarfsemin fer fram í fimm húsum sem eru á staðnum. Að jafnaði eru um 55 þúsund kjúklingar á staðnum. Kjúklingana hefur Björn í um fimm vikur áður en þeir eru sendir aftur til Hellu í slátrun. Björn segir að svo hafi viljað til að hann hafi verið með mann á staðnum í snjómokstri sem er í slökkviliðinu á Akranesi. Sem var lán í óláni, hann gat hringt beint inn og gefið góða lýsingu á öllum aðstæðum. Björn segir jafnframt að hann hafi heyrt af áhyggjum slökkviliðsmannanna, að það vatnið myndi klárast af tönkunum en það er ekki svo í dreifbýlinu að brunahanar séu á hverju strái. „Við svona aðstæður þarf að vera með stærri bíla,“ segir Björn. Þó vel hafi tekist til við slökkvistarf var það ekki síst því að þakka að slökkviliðsmennirnir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu.Áfallið á eftir að koma framBjörn segir þetta vissulega hafa verið áfall, en áhrif þess séu kannski ekki komin fram hvað sig varði, að fullu. „Þetta er að sunkast inn. Mjög skrítið að lenda í þessu.“ Björn, sem er ungur maður, hann verður þrítugur á þessu ári, hefur verið kjúklingabóndi í fjögur ár. Tilviljun réði því að hann lagði kjúklingaræktina fyrir sig. Hann hafði haft áhuga á bústörfum og átti fáeinar kindur sem hann var með sem hobbí-búskap, en hann vissi ekkert um kjúklingabúskap. Björn heyrði svo af þessari stöðu árið 2014. „Þá fór ég og kynnti mér þetta, leist mjög vel á og fór til Edinborgar í Skotlandi til að læra þetta. Kom mér á óvart hversu skemmtilegt þetta hefur reynst,“ segir Björn sem nú upplifir erfiða daga á Oddsmýri. Dýr Landbúnaður Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira
„Þetta var alveg ömurlegt,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd. Í gær kom upp eldur í einu kjúklingahúsa hans og brunnu þar inni eða drápust úr reykeitrun 12 þúsund kjúklingar. Greint var frá á RÚV í gær. Björn segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið grátlegt. Hann var nýbúinn að taka á móti kjúklingaungum sem hann fær jafnan frá útungunarstöð á Hellu. Kjúklingarnir voru nýkomnir í húsið þegar upp kom eldur. Talið er að hann eigi upptök sín í hitablásara í húsinu.Glænýir kjúklingar„Kjúklingarnir voru bara glænýir og flottir,“ segir Björn og að grátlegt hafi verið að horfa uppá þetta. „Maður gat ekkert gert. Ég reyndi að fara þarna inn og slökkva en það gekk ekki neitt. Það var svo mikill reykur.“Björn kjúklingabóndi reyndi að ráða niðurlögum eldsins en ekki var við neitt ráðið vegna reyks.Björn kjúklingabóndi er nýútskrifaður af sjúkrahúsi þar sem hann dvaldi í nótt vegna reykeitrunar. Hann er allur að koma til. Í dag verður tjónið metið og allar aðstæður. Björn útskýrir að hann sé bússtjóri á staðnum, Reykjagarður á búnaðinn og fuglana. Svo er annar aðili sem á húsin. „Ég titla mig kjúklingabónda og sé um þetta eldi fyrir Reykjagarð, sem til dæmis selur undir vörumerkjum Holta. Sláturfélag Suðurlands á svo Reykjagarð.“Áhyggjur af því að vatnið á slökkvibílunum dygði ekkiStarfsemin fer fram í fimm húsum sem eru á staðnum. Að jafnaði eru um 55 þúsund kjúklingar á staðnum. Kjúklingana hefur Björn í um fimm vikur áður en þeir eru sendir aftur til Hellu í slátrun. Björn segir að svo hafi viljað til að hann hafi verið með mann á staðnum í snjómokstri sem er í slökkviliðinu á Akranesi. Sem var lán í óláni, hann gat hringt beint inn og gefið góða lýsingu á öllum aðstæðum. Björn segir jafnframt að hann hafi heyrt af áhyggjum slökkviliðsmannanna, að það vatnið myndi klárast af tönkunum en það er ekki svo í dreifbýlinu að brunahanar séu á hverju strái. „Við svona aðstæður þarf að vera með stærri bíla,“ segir Björn. Þó vel hafi tekist til við slökkvistarf var það ekki síst því að þakka að slökkviliðsmennirnir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu.Áfallið á eftir að koma framBjörn segir þetta vissulega hafa verið áfall, en áhrif þess séu kannski ekki komin fram hvað sig varði, að fullu. „Þetta er að sunkast inn. Mjög skrítið að lenda í þessu.“ Björn, sem er ungur maður, hann verður þrítugur á þessu ári, hefur verið kjúklingabóndi í fjögur ár. Tilviljun réði því að hann lagði kjúklingaræktina fyrir sig. Hann hafði haft áhuga á bústörfum og átti fáeinar kindur sem hann var með sem hobbí-búskap, en hann vissi ekkert um kjúklingabúskap. Björn heyrði svo af þessari stöðu árið 2014. „Þá fór ég og kynnti mér þetta, leist mjög vel á og fór til Edinborgar í Skotlandi til að læra þetta. Kom mér á óvart hversu skemmtilegt þetta hefur reynst,“ segir Björn sem nú upplifir erfiða daga á Oddsmýri.
Dýr Landbúnaður Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira