Trump segir Rússa aðstoða Norður Kóreumenn Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2018 23:23 Trump montaði sig af hárri einkunn sem hann fékk í vitsmunaprófi sem læknir Hvíta hússins lagði fyrir hann. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur því fram að rússnesk yfirvöld aðstoði yfirvöld í Norður Kóreu við að komast hjá alþjóðlegum þvingunum og að Norður Kóreumenn færist nær því á hverjum degi að geta skotið flugskeyti á Bandaríkin. „Rússar eru ekki að hjálpa okkur með Norður Kóreu,“ sagði Trump í viðtali sem hann veitti fréttaveitu Reuters í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum. Vill hann meina að á meðan yfirvöld í Kína hafa sýnt bandarískum yfirvöldum samstöðu vegna Norður Kóreu þá grafi rússnesk stjórnvöld undan því starfi. Yfirvöld í Kína og Rússlandi skrifuðu bæði undir þvinganir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á hendur Norður Kóreu í fyrra. Reuters segir rússneska sendiráðið ekki hafa svarað fyrirspurn vegna ummæla Trumps. Um er að ræða 53 mínútna langt viðtal sem forsetinn veitti með ískalda Diet Coke-dós á skrifborði sínu sem hann teygði sig reglulega eftir.Viðtalið fór fram á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu þar sem hann hafði Diet Coke-dós við höndina.Vísir/EpaTrump sagðist einnig vera að íhuga háa sekt vegna rannsóknar á meintum hugverkaþjófnaði Kínverja, hann sagðist hafa misst allt traust á samningamanni Demókrataflokksins þegar kemur að málefnum innflytjenda á bandaríska þinginu og neitaði að skýra betur mál sitt þegar kemur að fréttaflutningi af skítaholu ummælum hans sem ollu mikilli hneykslan.Trump sagðist vera efins um að viðræður á milli hans og leiðtoga Norður Kóreu, Kim Jong Un, myndu skila árangri. „Ég myndi setjast niður með honum en er ekki viss um að það myndi leysa vandamálið,“ sagði Trump og bætti við að viðræður fyrrverandi forseta Bandaríkjanna við Norður Kóreumenn hefðu ekki skilað árangri þegar kemur að áætlunum þeirra um að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri.Styttur af Kim Jong Un, Vladimir Putin forseta Rússlands og Donald Trump. Ljóst er að ummæli Trumps um aðstoð Rússa við Norður Kóreumenn muni valda einhverjum titringi í alþjóðasamfélaginu.Vísir/GettyHann sagði að Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama hefði öllum mistekist það. „Ætli þeir hafi ekki allir áttað sig á því að þetta yrði verk fyrir forseta sem fengi hæstu einkunn á prófunum“ sagði hann og vísaði þar til fregna af árangri hans í mati sem læknir Hvíta hússins lagði á vitsmuni hans. Þar fékk Trump þrjátíu stig af þrjátíu mögulegum í svokölluðu Montreal Cognitive Assessment-prófi sem er notað til að kanna hvort einstaklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer.Trump sagðist vona að deilur Bandaríkjamanna og Norður Kóreumanna leysist friðsamlega. „En það er mögulegt að svo verði ekki,“ sagði hann. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Telja neikvæðar fréttir alltaf vera „falsfréttir“ þótt þær séu réttar Fjórir af hverjum tíu repúblikönum í Bandaríkjunum telja fréttir falskar ef þær sýna stjórnmálamanna eða flokk í neikvæðu ljósi. 17. janúar 2018 15:41 Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. 17. janúar 2018 14:00 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Líkti Trump við Stalín Þingmaðurinn Jeff Flake sagði árásir Trump á fjölmiðla vera skömmustulegar. 17. janúar 2018 16:52 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur því fram að rússnesk yfirvöld aðstoði yfirvöld í Norður Kóreu við að komast hjá alþjóðlegum þvingunum og að Norður Kóreumenn færist nær því á hverjum degi að geta skotið flugskeyti á Bandaríkin. „Rússar eru ekki að hjálpa okkur með Norður Kóreu,“ sagði Trump í viðtali sem hann veitti fréttaveitu Reuters í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum. Vill hann meina að á meðan yfirvöld í Kína hafa sýnt bandarískum yfirvöldum samstöðu vegna Norður Kóreu þá grafi rússnesk stjórnvöld undan því starfi. Yfirvöld í Kína og Rússlandi skrifuðu bæði undir þvinganir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á hendur Norður Kóreu í fyrra. Reuters segir rússneska sendiráðið ekki hafa svarað fyrirspurn vegna ummæla Trumps. Um er að ræða 53 mínútna langt viðtal sem forsetinn veitti með ískalda Diet Coke-dós á skrifborði sínu sem hann teygði sig reglulega eftir.Viðtalið fór fram á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu þar sem hann hafði Diet Coke-dós við höndina.Vísir/EpaTrump sagðist einnig vera að íhuga háa sekt vegna rannsóknar á meintum hugverkaþjófnaði Kínverja, hann sagðist hafa misst allt traust á samningamanni Demókrataflokksins þegar kemur að málefnum innflytjenda á bandaríska þinginu og neitaði að skýra betur mál sitt þegar kemur að fréttaflutningi af skítaholu ummælum hans sem ollu mikilli hneykslan.Trump sagðist vera efins um að viðræður á milli hans og leiðtoga Norður Kóreu, Kim Jong Un, myndu skila árangri. „Ég myndi setjast niður með honum en er ekki viss um að það myndi leysa vandamálið,“ sagði Trump og bætti við að viðræður fyrrverandi forseta Bandaríkjanna við Norður Kóreumenn hefðu ekki skilað árangri þegar kemur að áætlunum þeirra um að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri.Styttur af Kim Jong Un, Vladimir Putin forseta Rússlands og Donald Trump. Ljóst er að ummæli Trumps um aðstoð Rússa við Norður Kóreumenn muni valda einhverjum titringi í alþjóðasamfélaginu.Vísir/GettyHann sagði að Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama hefði öllum mistekist það. „Ætli þeir hafi ekki allir áttað sig á því að þetta yrði verk fyrir forseta sem fengi hæstu einkunn á prófunum“ sagði hann og vísaði þar til fregna af árangri hans í mati sem læknir Hvíta hússins lagði á vitsmuni hans. Þar fékk Trump þrjátíu stig af þrjátíu mögulegum í svokölluðu Montreal Cognitive Assessment-prófi sem er notað til að kanna hvort einstaklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer.Trump sagðist vona að deilur Bandaríkjamanna og Norður Kóreumanna leysist friðsamlega. „En það er mögulegt að svo verði ekki,“ sagði hann.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Telja neikvæðar fréttir alltaf vera „falsfréttir“ þótt þær séu réttar Fjórir af hverjum tíu repúblikönum í Bandaríkjunum telja fréttir falskar ef þær sýna stjórnmálamanna eða flokk í neikvæðu ljósi. 17. janúar 2018 15:41 Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. 17. janúar 2018 14:00 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Líkti Trump við Stalín Þingmaðurinn Jeff Flake sagði árásir Trump á fjölmiðla vera skömmustulegar. 17. janúar 2018 16:52 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Telja neikvæðar fréttir alltaf vera „falsfréttir“ þótt þær séu réttar Fjórir af hverjum tíu repúblikönum í Bandaríkjunum telja fréttir falskar ef þær sýna stjórnmálamanna eða flokk í neikvæðu ljósi. 17. janúar 2018 15:41
Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. 17. janúar 2018 14:00
Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29
Líkti Trump við Stalín Þingmaðurinn Jeff Flake sagði árásir Trump á fjölmiðla vera skömmustulegar. 17. janúar 2018 16:52
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent