Brigitte Bardot sagði þolendur hræsnara Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2018 19:45 Franska leikkonan Brigitte Bardot hefur lengi verið umdeild í heimalandi sínu. Vísir/AFP Franska leikkonan Brigitte Bardot gagnrýndi leikkonur, sem stigið hafa fram og sakað valdamenn í kvikmyndabransanum um kynferðislega áreitni, harðlega í viðtali við franska tímaritið Paris Match. Bardot sagði leikkonurnar í flestum tilvikum hræsnara. Fjölmargar konur innan skemmtanabransans, í Hollywood og víðar, hafa síðustu mánuði greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Frásagnirnar eru margar undir merkjum #MeToo-byltingarinnar en Bardot sagði tilfellin flest „fáránleg og óáhugaverð“ og að með því að segja frá áreitni sýndu konurnar af sér hræsni. „Margar leikkonur daðra við framleiðendur til að hreppa hlutverk. Þegar þær segja svo frá því eftir á segjast þær hafa verið áreittar [...] í raun og veru, frekar en að vera þeim til framdráttar, skaðar þetta þær,“ sagði Bardot. Þá sagðist Bardot sjálf aldrei hafa verið áreitt kynferðislega í starfi sínu sem leikkona. „Mér fannst bara fínt þegar mér var sagt að ég væri falleg eða að ég væri með sætan, lítinn rass. Hrós af þessu tagi er fínt.“ Í janúar þurfti starfssystir Bardot, franska leikkonan Catherine Deneuve, að biðjast afsökunar á að hafa skrifað undir opið bréf sem verka átti sem mótvægi við #MeToo-byltinguna í Frakklandi. Í bréfinu voru áhrif byltingarinnar á samfélagið gagnrýnd og „frelsið til að táldraga“ sagt nauðsynlegt. Bardot, sem þekkt var fyrir fegurð sína og kynþokka, hætti að leika árið 1973 og átti þá 20 ára farsælan feril að baki. Hún er mikill dýraverndunarsinni og er yfirlýstur stuðningsmaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, flokks þjóðernissinna sem Marine Le Pen fór fyrir í forsetakosningunum í fyrra. Bardot hefur hlotið fimm dóma í heimalandi sínu fyrir hatursorðræðu í garð múslima. MeToo Frakkland Tengdar fréttir Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. 10. janúar 2018 15:48 Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé. 3. júní 2008 14:49 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Franska leikkonan Brigitte Bardot gagnrýndi leikkonur, sem stigið hafa fram og sakað valdamenn í kvikmyndabransanum um kynferðislega áreitni, harðlega í viðtali við franska tímaritið Paris Match. Bardot sagði leikkonurnar í flestum tilvikum hræsnara. Fjölmargar konur innan skemmtanabransans, í Hollywood og víðar, hafa síðustu mánuði greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Frásagnirnar eru margar undir merkjum #MeToo-byltingarinnar en Bardot sagði tilfellin flest „fáránleg og óáhugaverð“ og að með því að segja frá áreitni sýndu konurnar af sér hræsni. „Margar leikkonur daðra við framleiðendur til að hreppa hlutverk. Þegar þær segja svo frá því eftir á segjast þær hafa verið áreittar [...] í raun og veru, frekar en að vera þeim til framdráttar, skaðar þetta þær,“ sagði Bardot. Þá sagðist Bardot sjálf aldrei hafa verið áreitt kynferðislega í starfi sínu sem leikkona. „Mér fannst bara fínt þegar mér var sagt að ég væri falleg eða að ég væri með sætan, lítinn rass. Hrós af þessu tagi er fínt.“ Í janúar þurfti starfssystir Bardot, franska leikkonan Catherine Deneuve, að biðjast afsökunar á að hafa skrifað undir opið bréf sem verka átti sem mótvægi við #MeToo-byltinguna í Frakklandi. Í bréfinu voru áhrif byltingarinnar á samfélagið gagnrýnd og „frelsið til að táldraga“ sagt nauðsynlegt. Bardot, sem þekkt var fyrir fegurð sína og kynþokka, hætti að leika árið 1973 og átti þá 20 ára farsælan feril að baki. Hún er mikill dýraverndunarsinni og er yfirlýstur stuðningsmaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, flokks þjóðernissinna sem Marine Le Pen fór fyrir í forsetakosningunum í fyrra. Bardot hefur hlotið fimm dóma í heimalandi sínu fyrir hatursorðræðu í garð múslima.
MeToo Frakkland Tengdar fréttir Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. 10. janúar 2018 15:48 Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé. 3. júní 2008 14:49 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. 10. janúar 2018 15:48
Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé. 3. júní 2008 14:49