Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2018 07:00 Fjölmenni sótti messu Frans páfa í Iquique í Chile í gær. Nordicphotos/AFP Það sæmir ekki kristnum mönnum að loka landamærunum fyrir innflytjendum og ríki heims ættu að bjóða innflytjendur, sem margir hafa þurft að þola fátækt, óréttlæti og kúgun, velkomna. Þetta sagði Frans páfi í chilesku borginni Iquique í gær á sínum síðasta degi í Chile áður en hann hélt til Perú. „Það er engin kristin gleði fólgin í því að skella í lás. Það ríkir engin kristin hamingja þegar öðrum líður eins og þeir séu óvelkomnir, þegar þeim er ekki gefið pláss,“ sagði páfi og bætti við: „Grátur hinna fátæku er eins konar bæn. Hann opnar hjörtu okkur og fær okkur til að hlusta.“ Frá því Frans varð páfi fyrir nærri fimm árum hefur hann ítrekað beitt sér í þágu fátækra innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda. Með vaxandi straumi flóttamanna hefur páfi styrkst í afstöðu sinni á meðan þjóðernishyggjuflokkar, sem flestir berjast fyrir hertri landamæragæslu, spretta upp víða um heim. Til að mynda vann Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) stóran kosningasigur í þingkosningum síðasta árs, svo ekki sé minnst á afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um 50.000 manns voru viðstaddir messu páfa í Iquique og hvatti hann alla sem hlustuðu til þess að vera vel á verði og fylgjast með þegar upp kæmist um óréttlæti og kúgun sem flóttamenn og fátækir sæta í heiminum. Til að mynda þegar einhver hagnast á flóttamönnum með óeðlilegum hætti. Mun færri innflytjendur búa í Chile en í öðrum stórum ríkjum Suður-Ameríku. Hins vegar virðist fjöldi innflytjenda vera að aukast en stöðugleiki í efnahagsmálum og stjórnmálum frá því einræði Pinochet-stjórnarinnar lauk 1990 þykir gera landið að aðlaðandi áfangastað. Nýleg bylgja innflytjenda frá til að mynda Haítí og Venesúela hefur kynt undir þjóðernishyggju í Chile, að því er Reuters greinir frá. Hvergi býr hærra hlutfall innflytjenda í landinu en í borginni Iquique. Þangað hafa innflytjendur frá Perú, Argentínu, Ekvador og Bólivíu flykkst vegna tækifæra í byggingariðnaði, þjónustu og námagreftri í borginni. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Chile Venesúela Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Það sæmir ekki kristnum mönnum að loka landamærunum fyrir innflytjendum og ríki heims ættu að bjóða innflytjendur, sem margir hafa þurft að þola fátækt, óréttlæti og kúgun, velkomna. Þetta sagði Frans páfi í chilesku borginni Iquique í gær á sínum síðasta degi í Chile áður en hann hélt til Perú. „Það er engin kristin gleði fólgin í því að skella í lás. Það ríkir engin kristin hamingja þegar öðrum líður eins og þeir séu óvelkomnir, þegar þeim er ekki gefið pláss,“ sagði páfi og bætti við: „Grátur hinna fátæku er eins konar bæn. Hann opnar hjörtu okkur og fær okkur til að hlusta.“ Frá því Frans varð páfi fyrir nærri fimm árum hefur hann ítrekað beitt sér í þágu fátækra innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda. Með vaxandi straumi flóttamanna hefur páfi styrkst í afstöðu sinni á meðan þjóðernishyggjuflokkar, sem flestir berjast fyrir hertri landamæragæslu, spretta upp víða um heim. Til að mynda vann Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) stóran kosningasigur í þingkosningum síðasta árs, svo ekki sé minnst á afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um 50.000 manns voru viðstaddir messu páfa í Iquique og hvatti hann alla sem hlustuðu til þess að vera vel á verði og fylgjast með þegar upp kæmist um óréttlæti og kúgun sem flóttamenn og fátækir sæta í heiminum. Til að mynda þegar einhver hagnast á flóttamönnum með óeðlilegum hætti. Mun færri innflytjendur búa í Chile en í öðrum stórum ríkjum Suður-Ameríku. Hins vegar virðist fjöldi innflytjenda vera að aukast en stöðugleiki í efnahagsmálum og stjórnmálum frá því einræði Pinochet-stjórnarinnar lauk 1990 þykir gera landið að aðlaðandi áfangastað. Nýleg bylgja innflytjenda frá til að mynda Haítí og Venesúela hefur kynt undir þjóðernishyggju í Chile, að því er Reuters greinir frá. Hvergi býr hærra hlutfall innflytjenda í landinu en í borginni Iquique. Þangað hafa innflytjendur frá Perú, Argentínu, Ekvador og Bólivíu flykkst vegna tækifæra í byggingariðnaði, þjónustu og námagreftri í borginni.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Chile Venesúela Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira