Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2018 07:00 Fjölmenni sótti messu Frans páfa í Iquique í Chile í gær. Nordicphotos/AFP Það sæmir ekki kristnum mönnum að loka landamærunum fyrir innflytjendum og ríki heims ættu að bjóða innflytjendur, sem margir hafa þurft að þola fátækt, óréttlæti og kúgun, velkomna. Þetta sagði Frans páfi í chilesku borginni Iquique í gær á sínum síðasta degi í Chile áður en hann hélt til Perú. „Það er engin kristin gleði fólgin í því að skella í lás. Það ríkir engin kristin hamingja þegar öðrum líður eins og þeir séu óvelkomnir, þegar þeim er ekki gefið pláss,“ sagði páfi og bætti við: „Grátur hinna fátæku er eins konar bæn. Hann opnar hjörtu okkur og fær okkur til að hlusta.“ Frá því Frans varð páfi fyrir nærri fimm árum hefur hann ítrekað beitt sér í þágu fátækra innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda. Með vaxandi straumi flóttamanna hefur páfi styrkst í afstöðu sinni á meðan þjóðernishyggjuflokkar, sem flestir berjast fyrir hertri landamæragæslu, spretta upp víða um heim. Til að mynda vann Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) stóran kosningasigur í þingkosningum síðasta árs, svo ekki sé minnst á afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um 50.000 manns voru viðstaddir messu páfa í Iquique og hvatti hann alla sem hlustuðu til þess að vera vel á verði og fylgjast með þegar upp kæmist um óréttlæti og kúgun sem flóttamenn og fátækir sæta í heiminum. Til að mynda þegar einhver hagnast á flóttamönnum með óeðlilegum hætti. Mun færri innflytjendur búa í Chile en í öðrum stórum ríkjum Suður-Ameríku. Hins vegar virðist fjöldi innflytjenda vera að aukast en stöðugleiki í efnahagsmálum og stjórnmálum frá því einræði Pinochet-stjórnarinnar lauk 1990 þykir gera landið að aðlaðandi áfangastað. Nýleg bylgja innflytjenda frá til að mynda Haítí og Venesúela hefur kynt undir þjóðernishyggju í Chile, að því er Reuters greinir frá. Hvergi býr hærra hlutfall innflytjenda í landinu en í borginni Iquique. Þangað hafa innflytjendur frá Perú, Argentínu, Ekvador og Bólivíu flykkst vegna tækifæra í byggingariðnaði, þjónustu og námagreftri í borginni. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Chile Venesúela Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Það sæmir ekki kristnum mönnum að loka landamærunum fyrir innflytjendum og ríki heims ættu að bjóða innflytjendur, sem margir hafa þurft að þola fátækt, óréttlæti og kúgun, velkomna. Þetta sagði Frans páfi í chilesku borginni Iquique í gær á sínum síðasta degi í Chile áður en hann hélt til Perú. „Það er engin kristin gleði fólgin í því að skella í lás. Það ríkir engin kristin hamingja þegar öðrum líður eins og þeir séu óvelkomnir, þegar þeim er ekki gefið pláss,“ sagði páfi og bætti við: „Grátur hinna fátæku er eins konar bæn. Hann opnar hjörtu okkur og fær okkur til að hlusta.“ Frá því Frans varð páfi fyrir nærri fimm árum hefur hann ítrekað beitt sér í þágu fátækra innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda. Með vaxandi straumi flóttamanna hefur páfi styrkst í afstöðu sinni á meðan þjóðernishyggjuflokkar, sem flestir berjast fyrir hertri landamæragæslu, spretta upp víða um heim. Til að mynda vann Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) stóran kosningasigur í þingkosningum síðasta árs, svo ekki sé minnst á afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um 50.000 manns voru viðstaddir messu páfa í Iquique og hvatti hann alla sem hlustuðu til þess að vera vel á verði og fylgjast með þegar upp kæmist um óréttlæti og kúgun sem flóttamenn og fátækir sæta í heiminum. Til að mynda þegar einhver hagnast á flóttamönnum með óeðlilegum hætti. Mun færri innflytjendur búa í Chile en í öðrum stórum ríkjum Suður-Ameríku. Hins vegar virðist fjöldi innflytjenda vera að aukast en stöðugleiki í efnahagsmálum og stjórnmálum frá því einræði Pinochet-stjórnarinnar lauk 1990 þykir gera landið að aðlaðandi áfangastað. Nýleg bylgja innflytjenda frá til að mynda Haítí og Venesúela hefur kynt undir þjóðernishyggju í Chile, að því er Reuters greinir frá. Hvergi býr hærra hlutfall innflytjenda í landinu en í borginni Iquique. Þangað hafa innflytjendur frá Perú, Argentínu, Ekvador og Bólivíu flykkst vegna tækifæra í byggingariðnaði, þjónustu og námagreftri í borginni.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Chile Venesúela Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira