Hjúkrunarfræðingar á Akureyri verr launaðir en kollegar í suðri Sveinn Arnarsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Hjúkrunarfræðingar á Sak þurfa að sætta sig við lægri laun en í borginni. vísir/auðunn Laun hjúkrunarfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) eru lægri en laun kollega þeirra við Landspítala í Reykjavík. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SAk, segir stofnunina ekki vera samkeppnishæfa um laun eins og staðan er núna.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd.vísir/vilhelm„Laun okkar hjúkrunarfræðinga eru um sex til átta prósentum lægri en á þeim stofnunum sem við erum í samkeppni við. Skýringin er sú að við höfum brugðist við kalli um að bæta við aukahöndum vegna álags og því farið þá leið að ráða fleiri og ekki náð að fylgja launaþróuninni,“ segir Hildigunnur. „Því lögðum við ríka áherslu á það í samræðum við fjárlaganefndina að ef við eigum að eiga í samkeppni um hjúkrunarfræðinga þurfum við að laga þetta bil.“ Hildigunnur segir SAk þurfa á annað hundrað milljónir króna til að laga launabilið milli stofnananna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í kjördæminu sem situr í fjárlaganefnd, er sammála því að úrbóta sé þörf. „Ég tek undir þetta, miðað við þau gögn sem við fengum fyrir jól, þá vantar um 165 milljónir króna. Það er augljóst að við þurfum að taka á þessu, við getum ekki haft þetta svona. Ég tel að sjúkrahúsið hafi setið eftir,“ segir Bjarkey. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir einnig mikilvægt að ríkisstofnanir landsins njóti sömu stöðu hvar sem þær eru á landinu. „Þetta er algjörlega ótækt að mínu mati. Ríkisstofnanir hér á landi eiga að búa við jafnræði óháð staðsetningu. Því legg ég ríka áherslu á að þetta verði lagfært.“ Um átta hundruð til þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa utan greinarinnar. „Það er mín skoðun að við þurfum að hækka laun til að draga þessa hjúkrunarfræðinga að,“ segir Hildigunnur. „Með því að fá meira fjármagn inn getum við lokkað inn til okkar unga hjúkrunarfræðinga því launin eru það fyrsta sem þarf að laga.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Laun hjúkrunarfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) eru lægri en laun kollega þeirra við Landspítala í Reykjavík. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SAk, segir stofnunina ekki vera samkeppnishæfa um laun eins og staðan er núna.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd.vísir/vilhelm„Laun okkar hjúkrunarfræðinga eru um sex til átta prósentum lægri en á þeim stofnunum sem við erum í samkeppni við. Skýringin er sú að við höfum brugðist við kalli um að bæta við aukahöndum vegna álags og því farið þá leið að ráða fleiri og ekki náð að fylgja launaþróuninni,“ segir Hildigunnur. „Því lögðum við ríka áherslu á það í samræðum við fjárlaganefndina að ef við eigum að eiga í samkeppni um hjúkrunarfræðinga þurfum við að laga þetta bil.“ Hildigunnur segir SAk þurfa á annað hundrað milljónir króna til að laga launabilið milli stofnananna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í kjördæminu sem situr í fjárlaganefnd, er sammála því að úrbóta sé þörf. „Ég tek undir þetta, miðað við þau gögn sem við fengum fyrir jól, þá vantar um 165 milljónir króna. Það er augljóst að við þurfum að taka á þessu, við getum ekki haft þetta svona. Ég tel að sjúkrahúsið hafi setið eftir,“ segir Bjarkey. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir einnig mikilvægt að ríkisstofnanir landsins njóti sömu stöðu hvar sem þær eru á landinu. „Þetta er algjörlega ótækt að mínu mati. Ríkisstofnanir hér á landi eiga að búa við jafnræði óháð staðsetningu. Því legg ég ríka áherslu á að þetta verði lagfært.“ Um átta hundruð til þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa utan greinarinnar. „Það er mín skoðun að við þurfum að hækka laun til að draga þessa hjúkrunarfræðinga að,“ segir Hildigunnur. „Með því að fá meira fjármagn inn getum við lokkað inn til okkar unga hjúkrunarfræðinga því launin eru það fyrsta sem þarf að laga.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira