Húðskamma Bandaríkin fyrir að boða til fundar vegna Íran Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2018 23:34 Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, ræðir við Nikki Hayley, sendiherra Bandaríkjanna í ráðinu, á fundinum í dag. Vísir/afp Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur harðlega gagnrýnt Bandaríkin fyrir að boða öyggisráðið til fundar vegna mótmælanna í Íran. Fundurinn kom ráðinu í opna skjöldu, að sögn stjórnmálaskýrenda, en skiptar skoðanir eru á afstöðu Bandaríkjanna í málinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var boðað til fundar í dag til þess að ræða sérstaklega mótmæli stjórnarandstæðinga í Íran. Áður en fundurinn hófst óskuðu Rússar hins vegar eftir lokuðum fundi í ráðinu en þeir telja að Bandaríkin skipti sér of mikið af innanríkismálum í Íran. Nikki Hayley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð stjórnvalda í Íran á fundi öryggisráðsins en greint var ítarlega frá því sem fram fór á fundinum á vef fréttastofunnar CNN. „Mannréttindi eru ekki gjöf sem ríkisstjórnir geta útdeilt, þau eru óumdeild réttindi fólksins,“ sagði Hayley. Hún ítrekaði einnig að stjórnvöld í Íran væru nú undir „eftirliti heimsbyggðarinnar“ og að með mótmælunum sýndu stjórnarandstæðingar af sér mikið hugrekki.Sjá einnig: Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Vassily Nebenzia, rússneski starfsbróðir Hayley í öryggisráðinu, gaf lítið fyrir stefnu Bandaríkjanna og húðskammaði þarlend yfirvöld fyrir að fjalla um mótmælin í Íran undir „fölsku yfirskyni.“ Hann sagði að með rökstuðningi Bandaríkjanna hefði á sama hátt verið hægt að boða til fundar í öryggisráðinu um mótmælin í bandaríska bænum Ferguson árið 2014, þar sem ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu eftir að hvítur lögregluþjónn varð svörtum unglingi að bana. Franski sendiherrann, Francois Delattre, sagði mótmælin í Íran ekki alþjóðlega ógn við frið og öryggi í heiminum og taldi ekki vænlegt að hafa uppi umræður um þau í öryggisráðinu. Í vikunni sakaði æðsti klerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, óvini ríkisins um að standa á bak við mótmælin í landinu en alls hafa nú 22 látist í mótmælunum. Nikki Hayley þvertók fyrir allar ásakanir æðsta klerksins. Þá sökuðu stjórnvöld í Íran Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, jafnframt um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Vitna Íranar meðal annars til fáránlegra tísta frá Bandaríkjaforseta sem hvetji landsmenn til mótmæla. 4. janúar 2018 14:22 Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22 Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45 Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur harðlega gagnrýnt Bandaríkin fyrir að boða öyggisráðið til fundar vegna mótmælanna í Íran. Fundurinn kom ráðinu í opna skjöldu, að sögn stjórnmálaskýrenda, en skiptar skoðanir eru á afstöðu Bandaríkjanna í málinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var boðað til fundar í dag til þess að ræða sérstaklega mótmæli stjórnarandstæðinga í Íran. Áður en fundurinn hófst óskuðu Rússar hins vegar eftir lokuðum fundi í ráðinu en þeir telja að Bandaríkin skipti sér of mikið af innanríkismálum í Íran. Nikki Hayley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð stjórnvalda í Íran á fundi öryggisráðsins en greint var ítarlega frá því sem fram fór á fundinum á vef fréttastofunnar CNN. „Mannréttindi eru ekki gjöf sem ríkisstjórnir geta útdeilt, þau eru óumdeild réttindi fólksins,“ sagði Hayley. Hún ítrekaði einnig að stjórnvöld í Íran væru nú undir „eftirliti heimsbyggðarinnar“ og að með mótmælunum sýndu stjórnarandstæðingar af sér mikið hugrekki.Sjá einnig: Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Vassily Nebenzia, rússneski starfsbróðir Hayley í öryggisráðinu, gaf lítið fyrir stefnu Bandaríkjanna og húðskammaði þarlend yfirvöld fyrir að fjalla um mótmælin í Íran undir „fölsku yfirskyni.“ Hann sagði að með rökstuðningi Bandaríkjanna hefði á sama hátt verið hægt að boða til fundar í öryggisráðinu um mótmælin í bandaríska bænum Ferguson árið 2014, þar sem ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu eftir að hvítur lögregluþjónn varð svörtum unglingi að bana. Franski sendiherrann, Francois Delattre, sagði mótmælin í Íran ekki alþjóðlega ógn við frið og öryggi í heiminum og taldi ekki vænlegt að hafa uppi umræður um þau í öryggisráðinu. Í vikunni sakaði æðsti klerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, óvini ríkisins um að standa á bak við mótmælin í landinu en alls hafa nú 22 látist í mótmælunum. Nikki Hayley þvertók fyrir allar ásakanir æðsta klerksins. Þá sökuðu stjórnvöld í Íran Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, jafnframt um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Vitna Íranar meðal annars til fáránlegra tísta frá Bandaríkjaforseta sem hvetji landsmenn til mótmæla. 4. janúar 2018 14:22 Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22 Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45 Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Vitna Íranar meðal annars til fáránlegra tísta frá Bandaríkjaforseta sem hvetji landsmenn til mótmæla. 4. janúar 2018 14:22
Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22
Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45
Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11
Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30
Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00