Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 16:36 Gríðarleg flóð fylgdu öflugum fellibyljum sem gengu á land í Bandaríkjunum í ágúst og september. Vísir/AFP Fellibyljir og skógareldar voru á meðal náttúruhamfara sem ollu meira en þrjú hundruð milljarða dollara tjóni í Bandaríkjunum í fyrra. Kostnaðurinn við tjón af völdum náttúruhamfara hefur aldrei verið meira samkvæmt nýjum tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Dýrustu einstöku náttúruhamfarirnar voru fellibylurinn Harvey sem skall á Texas og fleiri ríkjum á suðurströnd Bandaríkjanna í águst og september. Hann olli gríðarlegum flóðum í Houston og nærliggjandi svæðum. Tjónið þar nam um 125 milljörðum dollara, að því er segir í frétt Washington Post. Harvey er næstkostnaðarsömustu náttúruhamfarir sem gengi ð hafa yfir Bandaríkin. Aðeins Fellibylurinn Katrína árið 2005 olli meira tjóni. Fellibylurinn María sem olli mannskaða og eyðileggingu og heldur áfram að plaga íbúa Púertó Ríko olli 90 milljarða dollara tjóni. Irma, sem skall á Flórída í september, olli tjóni sem nam um 50 milljörðum dollara. Í heildina urðu sextán veður- og loftslagshamfarir sem ollu milljarðar dollara tjóni eða meira og er það einnig met. Alls fórust 362 í hamförunum og fjöldi manns til viðbótar slasaðist. NOAA gerir ráð fyrir að uppbygging eftir þrjá meiriháttar fellibylji og áframhaldandi elda í vesturhluta Bandaríkjanna eigi eftir að halda áfram langt fram á þetta ár.Flóð, þurrkar, frost, fellibyljir, stormar og hvirfilbyljir voru á meðal hamfara sem þjökuðu Bandaríkin í fyrra.NOAA NCEIMælingar NOAA sýndu jafnframt að árið 2017 var það þriðja hlýjasta í Bandaríkjunum frá því að mælingar hófust fyrir 123 árum. Fimm hlýjustu árin hafa öll verið eftir árið 2006 og árið í fyrra var það tuttugasta og fyrsta í röð þar sem meðalhiti var yfir meðaltali. Öll ríkin á meginlandi Bandaríkjanna og Alaska voru hlýrri en að meðaltali. Spáð er að hlýnandi loftslag á jörðinni af völdum manna muni leiða til meiri öfga í veðurfari. Tölur NOAA beina því sjónum að því að tjón af völdum náttúruhamfara í framtíðinni gæti orðið enn verra. Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Sjá meira
Fellibyljir og skógareldar voru á meðal náttúruhamfara sem ollu meira en þrjú hundruð milljarða dollara tjóni í Bandaríkjunum í fyrra. Kostnaðurinn við tjón af völdum náttúruhamfara hefur aldrei verið meira samkvæmt nýjum tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Dýrustu einstöku náttúruhamfarirnar voru fellibylurinn Harvey sem skall á Texas og fleiri ríkjum á suðurströnd Bandaríkjanna í águst og september. Hann olli gríðarlegum flóðum í Houston og nærliggjandi svæðum. Tjónið þar nam um 125 milljörðum dollara, að því er segir í frétt Washington Post. Harvey er næstkostnaðarsömustu náttúruhamfarir sem gengi ð hafa yfir Bandaríkin. Aðeins Fellibylurinn Katrína árið 2005 olli meira tjóni. Fellibylurinn María sem olli mannskaða og eyðileggingu og heldur áfram að plaga íbúa Púertó Ríko olli 90 milljarða dollara tjóni. Irma, sem skall á Flórída í september, olli tjóni sem nam um 50 milljörðum dollara. Í heildina urðu sextán veður- og loftslagshamfarir sem ollu milljarðar dollara tjóni eða meira og er það einnig met. Alls fórust 362 í hamförunum og fjöldi manns til viðbótar slasaðist. NOAA gerir ráð fyrir að uppbygging eftir þrjá meiriháttar fellibylji og áframhaldandi elda í vesturhluta Bandaríkjanna eigi eftir að halda áfram langt fram á þetta ár.Flóð, þurrkar, frost, fellibyljir, stormar og hvirfilbyljir voru á meðal hamfara sem þjökuðu Bandaríkin í fyrra.NOAA NCEIMælingar NOAA sýndu jafnframt að árið 2017 var það þriðja hlýjasta í Bandaríkjunum frá því að mælingar hófust fyrir 123 árum. Fimm hlýjustu árin hafa öll verið eftir árið 2006 og árið í fyrra var það tuttugasta og fyrsta í röð þar sem meðalhiti var yfir meðaltali. Öll ríkin á meginlandi Bandaríkjanna og Alaska voru hlýrri en að meðaltali. Spáð er að hlýnandi loftslag á jörðinni af völdum manna muni leiða til meiri öfga í veðurfari. Tölur NOAA beina því sjónum að því að tjón af völdum náttúruhamfara í framtíðinni gæti orðið enn verra.
Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Sjá meira