Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 21:00 Á myndunum má sjá hversu illa farinn jakki mannsins og sæti bílsins eru eftir brunann. Vísir/aðsend Íslenskur maður sem notar rafrettu var á ferð í bíl sínum, með rafrettuna í vasanum þegar tækið sprakk. Eldur logaði í vasa mannsins og brenndi sig í gegnum jakkavasa hans og skemmdi leðursæti bílsins. Rafhlaða rafrettunnar hafði nýlega verið keypt í söluturninum Póló á Bústaðavegi og starfsmaður verslunarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist með vöru selda hjá þeim. Kristvin Guðmundsson, maður tengdur þeim sem lenti í atvikinu, furðar sig á því regluleysi sem ríkir í kringum notkun rafretta og sölu á þeim. „Þetta er vara sem er á gráu svæði og ekkert eftirlit með þessu. Það virðist hver sem er geta gengið þarna inn og keypt sér vökva eða tæki, börn og aðrir. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk og aðrir sem reykja rafsígarettur séu með þetta í hleðslu við hliðina á rúmum sínum ef það er þekkt að svona lagað springi eða það kvikni í því,“ segir Kristvin. Eigandi rafrettunnar stökk út úr bílnum þegar hann varð var við sprenginguna til þess að reyna að slökkva eldinn sem hafði fest sig í jakka hans. Jakkinn er ónýtur og sætið í bílnum er einnig sviðið og skemmt. „Þetta eru tímasprengjur. Hvað ef þetta hefði sprungið í andlitið á unglingi? Eða bara einhverjum einstaklingi? Þessi batterí sem eru í þessu eru stórhættuleg. Fólk er með þetta við rúmið sitt eða jafnvel uppi í rúmi rétt eins með símana sína,“ segir Kristvin. Kristvin segir að þetta sé sorglegt. „Það þarf alltaf eitthvað slys til þess að fólk vakni og geri sér grein fyrir hættunni. Svona lagað gerist líka á Íslandi.“ Starfsmaður Póló sem Vísir náði tali af segir að maðurinn muni fá þetta að fullu bætt og að verslunin muni hafa samband við sitt tryggingafélag eftir helgi. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að slíkt tæki springi svaraði starfsmaðurinn því að öll raftæki geti sprungið. „Ég nenni ekki að svara þessu í síma, þú getur bara farið á netið og googlað það. Það geta öll raftæki sprungið. Ég er ekki búinn að sjá rettuna þannig að það er erfitt að tjá mig um þetta eins og er.“ Rafrettur Tengdar fréttir Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Íslenskur maður sem notar rafrettu var á ferð í bíl sínum, með rafrettuna í vasanum þegar tækið sprakk. Eldur logaði í vasa mannsins og brenndi sig í gegnum jakkavasa hans og skemmdi leðursæti bílsins. Rafhlaða rafrettunnar hafði nýlega verið keypt í söluturninum Póló á Bústaðavegi og starfsmaður verslunarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist með vöru selda hjá þeim. Kristvin Guðmundsson, maður tengdur þeim sem lenti í atvikinu, furðar sig á því regluleysi sem ríkir í kringum notkun rafretta og sölu á þeim. „Þetta er vara sem er á gráu svæði og ekkert eftirlit með þessu. Það virðist hver sem er geta gengið þarna inn og keypt sér vökva eða tæki, börn og aðrir. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk og aðrir sem reykja rafsígarettur séu með þetta í hleðslu við hliðina á rúmum sínum ef það er þekkt að svona lagað springi eða það kvikni í því,“ segir Kristvin. Eigandi rafrettunnar stökk út úr bílnum þegar hann varð var við sprenginguna til þess að reyna að slökkva eldinn sem hafði fest sig í jakka hans. Jakkinn er ónýtur og sætið í bílnum er einnig sviðið og skemmt. „Þetta eru tímasprengjur. Hvað ef þetta hefði sprungið í andlitið á unglingi? Eða bara einhverjum einstaklingi? Þessi batterí sem eru í þessu eru stórhættuleg. Fólk er með þetta við rúmið sitt eða jafnvel uppi í rúmi rétt eins með símana sína,“ segir Kristvin. Kristvin segir að þetta sé sorglegt. „Það þarf alltaf eitthvað slys til þess að fólk vakni og geri sér grein fyrir hættunni. Svona lagað gerist líka á Íslandi.“ Starfsmaður Póló sem Vísir náði tali af segir að maðurinn muni fá þetta að fullu bætt og að verslunin muni hafa samband við sitt tryggingafélag eftir helgi. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að slíkt tæki springi svaraði starfsmaðurinn því að öll raftæki geti sprungið. „Ég nenni ekki að svara þessu í síma, þú getur bara farið á netið og googlað það. Það geta öll raftæki sprungið. Ég er ekki búinn að sjá rettuna þannig að það er erfitt að tjá mig um þetta eins og er.“
Rafrettur Tengdar fréttir Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00