Viðvörunarskotum skotið þegar hermaður flúði frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2017 10:45 Norðurkóreskir hermenn standa vörð við landmærin. Vísir/AFP Norðurkóreskur hermaður flúði yfir mest víggirtu landamæri heimsins. Hann mun hafa birst við varðstöð á vestanverðum landamærunum seint í gærkvöldi með aðra hermenn á hælunum en mikil þoka var á svæðinu. Hermaðurinn sem flúði í nótt er talinn vera nítján ára gamall og var hann vopnaður. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir hernaðarráði landsins að hermaðurinn hafi verið lágt settur í her Norður-Kóreu.Suðurkóreskir hermenn skutu um tuttugu viðvörunarskotum að andstæðingum sínum þegar þeir nálguðust landamærin. Um 40 mínútum seinna heyrðust skot norðan megin við landamærin en ekki er talið að þeim hafi verið skotið til suðurs. Þetta er fjórði hermaðurinn frá Norður-Kóreu sem flýr til Suður-Kóreu á árinu. Á þessu ári hafa alls fimmtán manns flúið beint til Suður-Kóreu. Þar af tveir í gær og einn í nótt. Allt árið 2016 var heildartalan fimm. Þá flúði einn hermaður og fjórir borgarar. Mun fleiri hafa þó flúið með því að ferðast til Kína, sem er mörgum íbúum Norður-Kóreu leyfilegt, og þaðan til Suður-Kóreu, Fáir reyna þó að flýja yfir landamæri ríkjanna sem eru víggirt og má þar finna mikinn eftirlitsbúnað, girðingar og jarðsprengjur. Hins vegar hafa allir hermennirnir sem flúðu á árinu gert það. Einn þeirra vakti mikla athygli þegar hann flúði yfir landamæri á sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuMikil spenna er nú á Kóreuskaga eftir eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu á árinu. Þá sagði Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, frá því fyrr í mánuðinum að Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent þjóðarinnar, þjáist af næringarskorti. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi og er mikill skortur á matvælum þar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 6. nóvember 2017 13:51 Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Norðurkóreskur hermaður flúði yfir mest víggirtu landamæri heimsins. Hann mun hafa birst við varðstöð á vestanverðum landamærunum seint í gærkvöldi með aðra hermenn á hælunum en mikil þoka var á svæðinu. Hermaðurinn sem flúði í nótt er talinn vera nítján ára gamall og var hann vopnaður. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir hernaðarráði landsins að hermaðurinn hafi verið lágt settur í her Norður-Kóreu.Suðurkóreskir hermenn skutu um tuttugu viðvörunarskotum að andstæðingum sínum þegar þeir nálguðust landamærin. Um 40 mínútum seinna heyrðust skot norðan megin við landamærin en ekki er talið að þeim hafi verið skotið til suðurs. Þetta er fjórði hermaðurinn frá Norður-Kóreu sem flýr til Suður-Kóreu á árinu. Á þessu ári hafa alls fimmtán manns flúið beint til Suður-Kóreu. Þar af tveir í gær og einn í nótt. Allt árið 2016 var heildartalan fimm. Þá flúði einn hermaður og fjórir borgarar. Mun fleiri hafa þó flúið með því að ferðast til Kína, sem er mörgum íbúum Norður-Kóreu leyfilegt, og þaðan til Suður-Kóreu, Fáir reyna þó að flýja yfir landamæri ríkjanna sem eru víggirt og má þar finna mikinn eftirlitsbúnað, girðingar og jarðsprengjur. Hins vegar hafa allir hermennirnir sem flúðu á árinu gert það. Einn þeirra vakti mikla athygli þegar hann flúði yfir landamæri á sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuMikil spenna er nú á Kóreuskaga eftir eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu á árinu. Þá sagði Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, frá því fyrr í mánuðinum að Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent þjóðarinnar, þjáist af næringarskorti. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi og er mikill skortur á matvælum þar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 6. nóvember 2017 13:51 Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21
Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 6. nóvember 2017 13:51
Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16
Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10