Björgvin Páll: Skjern er félag sem ég hef horft til síðustu ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2017 13:45 Björgvin Páll í leik með Haukum. vísir/anton Björgvin Páll Gústavsson skrifaði undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern í vikunni. Þessar fréttir komu nokkuð á óvart en Björgvin Páll hafnaði tilboði frá Flensburg í sumar. Hann gengur í raðir Skjern frá Haukum næsta sumar. „Mjög margir eru hissa á því að ég sagði nei við Flensburg en já við Skjern. Þetta hentar betur fyrir mig persónulega og fjölskylduna. Maður fékk nóg af Þýskalandi í bili. Það er ekki eins fjölskylduvænt. Hér er æft einu sinni á dag og tíma sem er aðeins kristilegri,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Björgvin Páll er nýbúinn að eignast tvíbura og segir Skjern haldi vel utan um fjölskyldur leikmanna liðsins. „Fyrsta símtalið var þannig að þeir vildu fá mig og fjölskylduna til Skjern, ekki bara mig. Það hljómaði rosalega vel. Þeir eru tilbúnir að gera allt fyrir mann. Svo er þetta frábært lið sem er efst í Danmörku sem stendur. Þetta er mjög spennandi verkefni sem verður geggjað að taka þátt í,“ sagði Björgvin Páll. Lið Skjern er afar vel mannað. Þar má m.a. finna leikmenn á borð við Anders Eggert, Kasper Søndergaard og Bjarte Myrhol. Næsta sumar kemur svo Thomas Mogensen frá Flensburg. Félagið leggur mikið upp úr góðu vinnuumhverfi og þægilegu andrúmslofti. „Þetta snýst ekki endilega um álagið, heldur hvernig hlutirnir eru gerðir. Skjern vinnur markvisst að því að vera besti vinnustaður í Danmörku. Ef leikir tapast er ekki æft 2-3 daginn eftir, heldur vandamálið krufið. Þetta er mannlegra en í Þýskalandi og aðeins líkara því sem maður þekkir á Íslandi,“ sagði Björgvin Páll. Markvörðurinn öflugi var ekki leitast eftir því að komast aftur út í atvinnumennsku, heldur kom tækifærið óvænt upp í hendurnar á honum. „Ég var alls ekki að leitast eftir þessu. Ég var búinn að fá 4-5 fyrirspurnir síðustu mánuði sem ég henti frá mér. Svo kom Skjern upp og það er félag sem ég hef horft til síðustu ár,“ sagði Björgvin Páll. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20. desember 2017 16:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum. 18. desember 2017 22:30 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson skrifaði undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern í vikunni. Þessar fréttir komu nokkuð á óvart en Björgvin Páll hafnaði tilboði frá Flensburg í sumar. Hann gengur í raðir Skjern frá Haukum næsta sumar. „Mjög margir eru hissa á því að ég sagði nei við Flensburg en já við Skjern. Þetta hentar betur fyrir mig persónulega og fjölskylduna. Maður fékk nóg af Þýskalandi í bili. Það er ekki eins fjölskylduvænt. Hér er æft einu sinni á dag og tíma sem er aðeins kristilegri,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Björgvin Páll er nýbúinn að eignast tvíbura og segir Skjern haldi vel utan um fjölskyldur leikmanna liðsins. „Fyrsta símtalið var þannig að þeir vildu fá mig og fjölskylduna til Skjern, ekki bara mig. Það hljómaði rosalega vel. Þeir eru tilbúnir að gera allt fyrir mann. Svo er þetta frábært lið sem er efst í Danmörku sem stendur. Þetta er mjög spennandi verkefni sem verður geggjað að taka þátt í,“ sagði Björgvin Páll. Lið Skjern er afar vel mannað. Þar má m.a. finna leikmenn á borð við Anders Eggert, Kasper Søndergaard og Bjarte Myrhol. Næsta sumar kemur svo Thomas Mogensen frá Flensburg. Félagið leggur mikið upp úr góðu vinnuumhverfi og þægilegu andrúmslofti. „Þetta snýst ekki endilega um álagið, heldur hvernig hlutirnir eru gerðir. Skjern vinnur markvisst að því að vera besti vinnustaður í Danmörku. Ef leikir tapast er ekki æft 2-3 daginn eftir, heldur vandamálið krufið. Þetta er mannlegra en í Þýskalandi og aðeins líkara því sem maður þekkir á Íslandi,“ sagði Björgvin Páll. Markvörðurinn öflugi var ekki leitast eftir því að komast aftur út í atvinnumennsku, heldur kom tækifærið óvænt upp í hendurnar á honum. „Ég var alls ekki að leitast eftir þessu. Ég var búinn að fá 4-5 fyrirspurnir síðustu mánuði sem ég henti frá mér. Svo kom Skjern upp og það er félag sem ég hef horft til síðustu ár,“ sagði Björgvin Páll. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20. desember 2017 16:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum. 18. desember 2017 22:30 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00
Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20. desember 2017 16:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum. 18. desember 2017 22:30