Björgvin Páll: Skjern er félag sem ég hef horft til síðustu ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2017 13:45 Björgvin Páll í leik með Haukum. vísir/anton Björgvin Páll Gústavsson skrifaði undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern í vikunni. Þessar fréttir komu nokkuð á óvart en Björgvin Páll hafnaði tilboði frá Flensburg í sumar. Hann gengur í raðir Skjern frá Haukum næsta sumar. „Mjög margir eru hissa á því að ég sagði nei við Flensburg en já við Skjern. Þetta hentar betur fyrir mig persónulega og fjölskylduna. Maður fékk nóg af Þýskalandi í bili. Það er ekki eins fjölskylduvænt. Hér er æft einu sinni á dag og tíma sem er aðeins kristilegri,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Björgvin Páll er nýbúinn að eignast tvíbura og segir Skjern haldi vel utan um fjölskyldur leikmanna liðsins. „Fyrsta símtalið var þannig að þeir vildu fá mig og fjölskylduna til Skjern, ekki bara mig. Það hljómaði rosalega vel. Þeir eru tilbúnir að gera allt fyrir mann. Svo er þetta frábært lið sem er efst í Danmörku sem stendur. Þetta er mjög spennandi verkefni sem verður geggjað að taka þátt í,“ sagði Björgvin Páll. Lið Skjern er afar vel mannað. Þar má m.a. finna leikmenn á borð við Anders Eggert, Kasper Søndergaard og Bjarte Myrhol. Næsta sumar kemur svo Thomas Mogensen frá Flensburg. Félagið leggur mikið upp úr góðu vinnuumhverfi og þægilegu andrúmslofti. „Þetta snýst ekki endilega um álagið, heldur hvernig hlutirnir eru gerðir. Skjern vinnur markvisst að því að vera besti vinnustaður í Danmörku. Ef leikir tapast er ekki æft 2-3 daginn eftir, heldur vandamálið krufið. Þetta er mannlegra en í Þýskalandi og aðeins líkara því sem maður þekkir á Íslandi,“ sagði Björgvin Páll. Markvörðurinn öflugi var ekki leitast eftir því að komast aftur út í atvinnumennsku, heldur kom tækifærið óvænt upp í hendurnar á honum. „Ég var alls ekki að leitast eftir þessu. Ég var búinn að fá 4-5 fyrirspurnir síðustu mánuði sem ég henti frá mér. Svo kom Skjern upp og það er félag sem ég hef horft til síðustu ár,“ sagði Björgvin Páll. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20. desember 2017 16:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum. 18. desember 2017 22:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson skrifaði undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern í vikunni. Þessar fréttir komu nokkuð á óvart en Björgvin Páll hafnaði tilboði frá Flensburg í sumar. Hann gengur í raðir Skjern frá Haukum næsta sumar. „Mjög margir eru hissa á því að ég sagði nei við Flensburg en já við Skjern. Þetta hentar betur fyrir mig persónulega og fjölskylduna. Maður fékk nóg af Þýskalandi í bili. Það er ekki eins fjölskylduvænt. Hér er æft einu sinni á dag og tíma sem er aðeins kristilegri,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Björgvin Páll er nýbúinn að eignast tvíbura og segir Skjern haldi vel utan um fjölskyldur leikmanna liðsins. „Fyrsta símtalið var þannig að þeir vildu fá mig og fjölskylduna til Skjern, ekki bara mig. Það hljómaði rosalega vel. Þeir eru tilbúnir að gera allt fyrir mann. Svo er þetta frábært lið sem er efst í Danmörku sem stendur. Þetta er mjög spennandi verkefni sem verður geggjað að taka þátt í,“ sagði Björgvin Páll. Lið Skjern er afar vel mannað. Þar má m.a. finna leikmenn á borð við Anders Eggert, Kasper Søndergaard og Bjarte Myrhol. Næsta sumar kemur svo Thomas Mogensen frá Flensburg. Félagið leggur mikið upp úr góðu vinnuumhverfi og þægilegu andrúmslofti. „Þetta snýst ekki endilega um álagið, heldur hvernig hlutirnir eru gerðir. Skjern vinnur markvisst að því að vera besti vinnustaður í Danmörku. Ef leikir tapast er ekki æft 2-3 daginn eftir, heldur vandamálið krufið. Þetta er mannlegra en í Þýskalandi og aðeins líkara því sem maður þekkir á Íslandi,“ sagði Björgvin Páll. Markvörðurinn öflugi var ekki leitast eftir því að komast aftur út í atvinnumennsku, heldur kom tækifærið óvænt upp í hendurnar á honum. „Ég var alls ekki að leitast eftir þessu. Ég var búinn að fá 4-5 fyrirspurnir síðustu mánuði sem ég henti frá mér. Svo kom Skjern upp og það er félag sem ég hef horft til síðustu ár,“ sagði Björgvin Páll. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20. desember 2017 16:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum. 18. desember 2017 22:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00
Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20. desember 2017 16:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum. 18. desember 2017 22:30
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti