Styrkleikalisti HBStatz: Einar Rafn bestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2017 15:15 mynd/samsett FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er besti leikmaður Olís-deildar karla samkvæmt einkunnagjöf HBStatz. FH er „jólameistari“ í Olís-deild karla en Fimleikafélagið er með tveggja stiga forskot á ÍBV þegar öll liðin hafa leikið 14 leiki. Einar Rafn er efstur á svokölluðum styrkleikalista (e. Power Rankings) HBStatz eftir fyrstu 14 umferðirnar í Olís-deildinni. Einar Rafn er með 8,03 í meðaleinkunn hjá HBStatz. Hann er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar (83 mörk) og aðeins Arnar Birkir Hálfdánsson hefur gefið fleiri stoðsendingar en Einar Rafn (59).Kristján Örn Kristjánsson ber sóknarleik Fjölnis uppi.vísir/eyþórFjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er annar á styrkleikalista HBStatz með 7,88 í einkunn. Hann er allt í öllu í sóknarleik Fjölnis og ber hann á herðum sér. Kristján Örn er næstmarkahæstur í deildinni með 103 mörk og í 6. sæti á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar (49). Hann tapar hins vegar flestum boltum (49) af öllum leikmönnum deildarinnar. Daníel Ingason, stórskytta Hauka, er í 3. sæti styrkleikalista HBStatz með 7,85 í einkunn og liðsfélagi hans, Björgvin Páll Gústavsson, í 5. sæti með 7,81 í einkunn. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fjórði á styrkleikalista HBStatz (7,83). Hann er hins vegar efstur á sóknarstyrkleikalistanum með 8,42 í einkunn. Liðsfélagar hans, Einar Rafn (8,30) og Ásbjörn Friðriksson (8,21), eru í 3. og 4. sæti sóknarstyrkleikalistans.Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn í vetur.vísir/stefánSelfyssingurinn Haukur Þrastarson er í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum (8,33), 6. sæti á heildarlistanum (7,79) og 8. sæti á varnarstyrkleikalistanum (7,38). Stjörnumaðurinn Bjarki Már Gunnarsson trónir á toppi varnarstyrkleikalistans með 7,93 í einkunn. Daníel Ingason kemur næstur með 7,76 í einkunn og FH-ingurinn Ísak Rafnsson er þriðji með 7,60 í einkunn. Björgvin Páll er besti markvörðurinn, með 8,46 í einkunn. Hans gamli félagi úr íslenska landsliðinu, Hreiðar Levý Guðmundsson, er í 2. sæti með 8,21 og FH-ingurinn Ágúst Elí Björgvinsson með 7,94 í einkunn. Björgvin Páll ver að meðaltali 13,7 skot í leik, eða 37,8% þeirra skota sem hann fær á sig. Hreiðar er með 14,4 varin skot og 35,4% hlutfallsmarkvörslu og Ágúst Elí með 11,6 varin skot og 36,7% hlutfallsmarkvörslu.Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar hátt í einkunnagjöf HBStatz.vísir/antonStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,03 2. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,88 3. Daníel Ingason, Haukar - 7,85 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 7,83 5. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,81 6. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,79 7. Anton Rúnarsson, Valur - 7,79 8. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,66 9. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,47 10. Ásbjörn Friðriksson, FH - 7,46Sóknarstyrkleikalisti: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,33 3. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,30 4. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,21 5. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,16 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,09 7. Anton Rúnarsson, Valur - 8,08 8. Daníel Ingason, Haukar - 7,88 9. Hákon Daði Styrmisson, Haukar - 7,83 10. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,93 2. Daníel Ingason, Haukar - 7,76 3. Ísak Rafnsson, FH - 7,60 4. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,55 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,55 6. Ægir Hrafn Jónsson, Víkingur - 7,51 7. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,49 8. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,38 9. Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar - 7,34 10. Hergeir Grímsson, Selfoss - 7,22Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,46 2. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 8,21 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,94 4. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,80 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,33 6. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 7. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingi - 7,05 9. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,96 10. Helgi Hlynsson, Selfoss - 6,93 Olís-deild karla Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er besti leikmaður Olís-deildar karla samkvæmt einkunnagjöf HBStatz. FH er „jólameistari“ í Olís-deild karla en Fimleikafélagið er með tveggja stiga forskot á ÍBV þegar öll liðin hafa leikið 14 leiki. Einar Rafn er efstur á svokölluðum styrkleikalista (e. Power Rankings) HBStatz eftir fyrstu 14 umferðirnar í Olís-deildinni. Einar Rafn er með 8,03 í meðaleinkunn hjá HBStatz. Hann er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar (83 mörk) og aðeins Arnar Birkir Hálfdánsson hefur gefið fleiri stoðsendingar en Einar Rafn (59).Kristján Örn Kristjánsson ber sóknarleik Fjölnis uppi.vísir/eyþórFjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er annar á styrkleikalista HBStatz með 7,88 í einkunn. Hann er allt í öllu í sóknarleik Fjölnis og ber hann á herðum sér. Kristján Örn er næstmarkahæstur í deildinni með 103 mörk og í 6. sæti á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar (49). Hann tapar hins vegar flestum boltum (49) af öllum leikmönnum deildarinnar. Daníel Ingason, stórskytta Hauka, er í 3. sæti styrkleikalista HBStatz með 7,85 í einkunn og liðsfélagi hans, Björgvin Páll Gústavsson, í 5. sæti með 7,81 í einkunn. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fjórði á styrkleikalista HBStatz (7,83). Hann er hins vegar efstur á sóknarstyrkleikalistanum með 8,42 í einkunn. Liðsfélagar hans, Einar Rafn (8,30) og Ásbjörn Friðriksson (8,21), eru í 3. og 4. sæti sóknarstyrkleikalistans.Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn í vetur.vísir/stefánSelfyssingurinn Haukur Þrastarson er í 2. sæti á sóknarstyrkleikalistanum (8,33), 6. sæti á heildarlistanum (7,79) og 8. sæti á varnarstyrkleikalistanum (7,38). Stjörnumaðurinn Bjarki Már Gunnarsson trónir á toppi varnarstyrkleikalistans með 7,93 í einkunn. Daníel Ingason kemur næstur með 7,76 í einkunn og FH-ingurinn Ísak Rafnsson er þriðji með 7,60 í einkunn. Björgvin Páll er besti markvörðurinn, með 8,46 í einkunn. Hans gamli félagi úr íslenska landsliðinu, Hreiðar Levý Guðmundsson, er í 2. sæti með 8,21 og FH-ingurinn Ágúst Elí Björgvinsson með 7,94 í einkunn. Björgvin Páll ver að meðaltali 13,7 skot í leik, eða 37,8% þeirra skota sem hann fær á sig. Hreiðar er með 14,4 varin skot og 35,4% hlutfallsmarkvörslu og Ágúst Elí með 11,6 varin skot og 36,7% hlutfallsmarkvörslu.Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar hátt í einkunnagjöf HBStatz.vísir/antonStyrkleikalisti HBStatz (heildareinkunn): 1. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,03 2. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,88 3. Daníel Ingason, Haukar - 7,85 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 7,83 5. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 7,81 6. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,79 7. Anton Rúnarsson, Valur - 7,79 8. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 7,66 9. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 7,47 10. Ásbjörn Friðriksson, FH - 7,46Sóknarstyrkleikalisti: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH - 8,42 2. Haukur Þrastarson, Selfoss - 8,33 3. Einar Rafn Eiðsson, FH - 8,30 4. Ásbjörn Friðriksson, FH - 8,21 5. Teitur Örn Einarsson, Selfoss - 8,16 6. Ari Magnús Þorgeirsson, Stjarnan - 8,09 7. Anton Rúnarsson, Valur - 8,08 8. Daníel Ingason, Haukar - 7,88 9. Hákon Daði Styrmisson, Haukar - 7,83 10. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir - 7,83Varnarstyrkleikalisti: 1. Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan - 7,93 2. Daníel Ingason, Haukar - 7,76 3. Ísak Rafnsson, FH - 7,60 4. Ýmir Örn Gíslason, Valur - 7,55 5. Alexander Örn Júlíusson, Valur - 7,55 6. Ægir Hrafn Jónsson, Víkingur - 7,51 7. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR - 7,49 8. Haukur Þrastarson, Selfoss - 7,38 9. Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar - 7,34 10. Hergeir Grímsson, Selfoss - 7,22Markvarðastyrkleikalisti: 1. Björgvin Páll Gústavsson, Haukar - 8,46 2. Hreiðar Levý Guðmundsson, Grótta - 8,21 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH - 7,94 4. Grétar Ari Guðjónsson, ÍR - 7,80 5. Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram - 7,33 6. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur - 7,13 7. Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV - 7,13 8. Davíð Svansson, Víkingi - 7,05 9. Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan - 6,96 10. Helgi Hlynsson, Selfoss - 6,93
Olís-deild karla Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn