Handbolti

Spán­verjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ian Tarrafeta #9 var markahæstur hjá Spánverjum.
Ian Tarrafeta #9 var markahæstur hjá Spánverjum. Sina Schuldt/picture alliance via Getty Images

Evrópumótið í handbolta hófst með spænskum og frönskum sigrum.

Spánn vann sér upp fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik sem hélst langt fram í seinni hálfleik. Þá gerði Serbía ágætis áhlaup og minnkaði muninn niður í tvö mörk, en nær komust þeir ekki.

Ian Tarrafeta var markahæstur hjá Spánverjum með sex mörk og var valinn maður leiksins.

Anton Pálsson og Jónas Elíasson stóðu sig með prýði í dómarastörfum sínum í leiknum. Þeir veittu sex brottvísanir, fjórar þeirra til Serbanna.

Spánn og Serbía eru í A-riðli með Þýskalandi og Austurríki sem mætast síðar í kvöld. Sigur Spánverja setur þá í sterka stöðu upp á að komast áfram, þar sem Þjóðverjar eru taldir líklegastir til sigurs í riðlinum.

Frakkland pakkaði síðan Tékklandi saman í fyrsta leik C-riðils með 42-28 sigri. Frakkarnir eru ríkjandi Evrópumeistarar, þeir þykja líklegir til að komast á verðlaunapall á mótinu í ár og byrjuðu svo sannarlega af krafti.

Dylan Nahi, Elohim Prandi og Melvyn Richardson voru markahæstir hjá Frakklandi með sex mörk hver.

Frakkland og Tékkland eru í riðli með Noregi og Úkraínu, sem mætast síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×