Rússar segja Bandaríkin stuðla að blóðsúthellingum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2017 17:44 Aðskilnaðarsinni stendur vörð í Úkraínu. Vísir/AFP Yfirvöld Rússlands vöruðu í dag við því að vopnasendingar Bandaríkjanna til Úkraínu myndu leiða til nýrra blóðsúthellinga í austurhluta landsins, þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum ráða ríkjum. Nýtt vopnahléssamkomulag tók gildi í nótt en báðar hliðar hafa þegar sakað hina um að brjóta gegn samkomulaginu. Í yfirlýsingu frá aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sakar hann Bandaríkin um að fara yfir strikið og skapa til óaldar í héraðinu. „Í dag eru Bandaríkin greinilega að ýta yfirvöldum Úkraínu í átt að blóðsúthellingum,“ sagði Ryabkov samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Hann bætti við að bandarísk vopn myndu leiða til nýrra fórnarlamba. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að ríkið myndi útvega Úkraínumönnum vopn svo þeir gætu byggt upp varnir sínar til lengri tíma. Um er að ræða flugskeyti sem hönnuð eru til að granda skriðdrekum.Segja að um innri deilur sé að ræða Annar aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Grigory Karasin, sagði að aðgerðir Bandaríkjanna myndu draga úr líkum á samkomulagi á milli stríðandi fylkinga í Úkraínu. Hann ítrekaði þá kröfu Rússlands að yfirvöld í Kænugarði semji við aðskilnaðarsinnana og sagði að „engin önnur leið til að leysa þessar innri deilur Úkraínu“ væru til staðar. Átökin í Úkraínu hófust í apríl 2014, skömmu eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og innlimuðu svæðið af Úkraínu. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að styðja aðskilnaðarsinnana með vopnum, hermönnum og jafnvel beinni þátttöku í átökum í Úkraínu. Rússar hafa ávalt neitað þessum ásökunum, þrátt fyrir sterkar sannanir gegn þeim. Þeir hafa þó viðurkennt að rússneskir hermenn hafi barist í Úkraínu en segja þá hafa farið til Úkraínu sem sjálfboðaliða og jafnvel hafa verið í fríi frá hernum. Minnst tíu þúsund hafa dáið í átökunum og um 24 þúsund hafa særst. Frá því að átökin hófust hefur rúmlega tíu sinnum verið samið um frið. Vopnahléin hafa aldrei haldið. Yfirvöld í Kænugarði fagna ákvörðun Bandaríkjanna og segja að um varnarvopn sé að ræða. Flugskeytin muni gera þeim auðveldara að halda aftur af „óvinum“ sínum. Bandaríkin hafa stutt Úkraínu frá því að átökin hófust en aldrei veitt þeim vopn áður, svo vitað sé. Úkraína Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Yfirvöld Rússlands vöruðu í dag við því að vopnasendingar Bandaríkjanna til Úkraínu myndu leiða til nýrra blóðsúthellinga í austurhluta landsins, þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum ráða ríkjum. Nýtt vopnahléssamkomulag tók gildi í nótt en báðar hliðar hafa þegar sakað hina um að brjóta gegn samkomulaginu. Í yfirlýsingu frá aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sakar hann Bandaríkin um að fara yfir strikið og skapa til óaldar í héraðinu. „Í dag eru Bandaríkin greinilega að ýta yfirvöldum Úkraínu í átt að blóðsúthellingum,“ sagði Ryabkov samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Hann bætti við að bandarísk vopn myndu leiða til nýrra fórnarlamba. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að ríkið myndi útvega Úkraínumönnum vopn svo þeir gætu byggt upp varnir sínar til lengri tíma. Um er að ræða flugskeyti sem hönnuð eru til að granda skriðdrekum.Segja að um innri deilur sé að ræða Annar aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Grigory Karasin, sagði að aðgerðir Bandaríkjanna myndu draga úr líkum á samkomulagi á milli stríðandi fylkinga í Úkraínu. Hann ítrekaði þá kröfu Rússlands að yfirvöld í Kænugarði semji við aðskilnaðarsinnana og sagði að „engin önnur leið til að leysa þessar innri deilur Úkraínu“ væru til staðar. Átökin í Úkraínu hófust í apríl 2014, skömmu eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og innlimuðu svæðið af Úkraínu. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að styðja aðskilnaðarsinnana með vopnum, hermönnum og jafnvel beinni þátttöku í átökum í Úkraínu. Rússar hafa ávalt neitað þessum ásökunum, þrátt fyrir sterkar sannanir gegn þeim. Þeir hafa þó viðurkennt að rússneskir hermenn hafi barist í Úkraínu en segja þá hafa farið til Úkraínu sem sjálfboðaliða og jafnvel hafa verið í fríi frá hernum. Minnst tíu þúsund hafa dáið í átökunum og um 24 þúsund hafa særst. Frá því að átökin hófust hefur rúmlega tíu sinnum verið samið um frið. Vopnahléin hafa aldrei haldið. Yfirvöld í Kænugarði fagna ákvörðun Bandaríkjanna og segja að um varnarvopn sé að ræða. Flugskeytin muni gera þeim auðveldara að halda aftur af „óvinum“ sínum. Bandaríkin hafa stutt Úkraínu frá því að átökin hófust en aldrei veitt þeim vopn áður, svo vitað sé.
Úkraína Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira