Stafar enn ógn af starfsemi ISIS Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. desember 2017 06:00 Þessar afgönsku konur voru í heljargreipum sorgarinnar eftir hryðjuverkaárás gærdagsins þegar fjórir tugir Afgana létust í sprengingu. vísir/afp Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst tökin á megninu af því landsvæði sem þau héldu í Írak og Sýrlandi, hinu svokallaða kalífadæmi, eru þau enn fullfær um að gera skæðar hryðjuverkaárásir. Það sást greinilega í gær þegar samtökin lýstu því yfir á miðli sínum, Amaq, að þau hefðu ráðist á menningarmiðstöð sjíamúslima, Tabaya, í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Að minnsta kosti 41 fórst í árásinni og rúmlega 80 særðust þegar ISIS-liði sprengdi sig í loft upp. Innanríkisráðuneyti Afganistans greindi frá því að tvær sprengingar hefðu fylgt í kjölfarið. Þær hafi þó ekki orðið neinum að bana. Afganski miðillinn Afghan Voice er með skrifstofur sínar á sama svæði og Tabaya og fórst einn blaðamaður í árásinni og tveir særðust. Þetta er ekki fyrsta árás ISIS á sjíamúslima í Vestur-Kabúl. Slíkar árásir hafa verið nokkuð tíðar undanfarið og samkvæmt greinendum BBC er óttast að með þeim séu skæruliðarnir að reyna að hrinda af stað átökum á milli sjía- og súnnímúslima á svæðinu. Nú þegar megi greina óánægju á meðal sjíamúslima með ríkisstjórn forsetans Ashraf Ghani. Þeim þyki mörgum hverjum hann ekki gera nóg til að vernda trúflokkinn. ISIS greindi frá stofnun svokallaðrar Khorasan-deildar kalífadæmisins í janúar 2015, en Khorasan er gamalt heiti á Afganistan. Á fyrstu vikum og mánuðum hinnar nýju deildar gekk vel. Landsvæði vannst í austur- og norðurhlutum landsins. Það hefur þó að miklu leyti tapast vegna aðgerða afganska hersins sem og Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins. Nú, líkt og í Sýrlandi og Írak, heldur ISIS afar litlu landsvæði í Afganistan og hefur brugðið á það ráð að beita skæruhernaði. Á milli 1.000 og 5.000 ISIS-liðar eru eftir í landinu. Til samanburðar greindi Reuters frá því í vikunni að álíka margir væru eftir í Sýrlandi. Árið sem er að líða hefur ekki verið ár ISIS. Borgirnar Rakka og Mósúl, höfuðvígin í Sýrlandi og Írak, hafa tapast. Ljóst er að kalífadæmið svokallaða er í molum en eins og árásin í gær sýnir eru samtökin þó enn fullfær um að valda gríðarlegu tjóni. „Þau eru eins og villiköttur sem króaður hefur verið af. Hann ræðst á hvern sem er og hvað sem er til þess að reyna að bjarga sjálfum sér,“ sagði Peter Vincent, sérfræðingur á sviði hryðjuverkavarna og fyrrverandi starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, við NBC News á miðvikudag. Hann sagði jafnframt að stríðið gegn ISIS væri ekki unnið. Það tæki fjölda ára til viðbótar og margir almennir borgarar gætu týnt lífinu í millitíðinni. Þá reyndi ISIS núna að beina sjónum sínum að Jemen, Tsjad, Malí og Suður-Filippseyjum. Þar gætu vígamenn samtakanna fundið andrými og þar væri hægt að gera árásir. Í sömu frétt miðilsins sagði Richard Barrett, fyrrverandi yfirmaður hryðjuverkavarna hjá bresku leyniþjónustunni MI6, að fall kalífadæmisins myndi þó hamla nýliðun. Ekki væri lengur hægt að selja hugsjónina um hið fullkomna íslamska ríki. „Margir gengu til liðs við samtökin til þess að verða hluti af einhverju raunverulegu, ekki einhverju hugsanlegu.“ Birtist í Fréttablaðinu Írak Sýrland Tjad Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49 ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst tökin á megninu af því landsvæði sem þau héldu í Írak og Sýrlandi, hinu svokallaða kalífadæmi, eru þau enn fullfær um að gera skæðar hryðjuverkaárásir. Það sást greinilega í gær þegar samtökin lýstu því yfir á miðli sínum, Amaq, að þau hefðu ráðist á menningarmiðstöð sjíamúslima, Tabaya, í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Að minnsta kosti 41 fórst í árásinni og rúmlega 80 særðust þegar ISIS-liði sprengdi sig í loft upp. Innanríkisráðuneyti Afganistans greindi frá því að tvær sprengingar hefðu fylgt í kjölfarið. Þær hafi þó ekki orðið neinum að bana. Afganski miðillinn Afghan Voice er með skrifstofur sínar á sama svæði og Tabaya og fórst einn blaðamaður í árásinni og tveir særðust. Þetta er ekki fyrsta árás ISIS á sjíamúslima í Vestur-Kabúl. Slíkar árásir hafa verið nokkuð tíðar undanfarið og samkvæmt greinendum BBC er óttast að með þeim séu skæruliðarnir að reyna að hrinda af stað átökum á milli sjía- og súnnímúslima á svæðinu. Nú þegar megi greina óánægju á meðal sjíamúslima með ríkisstjórn forsetans Ashraf Ghani. Þeim þyki mörgum hverjum hann ekki gera nóg til að vernda trúflokkinn. ISIS greindi frá stofnun svokallaðrar Khorasan-deildar kalífadæmisins í janúar 2015, en Khorasan er gamalt heiti á Afganistan. Á fyrstu vikum og mánuðum hinnar nýju deildar gekk vel. Landsvæði vannst í austur- og norðurhlutum landsins. Það hefur þó að miklu leyti tapast vegna aðgerða afganska hersins sem og Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins. Nú, líkt og í Sýrlandi og Írak, heldur ISIS afar litlu landsvæði í Afganistan og hefur brugðið á það ráð að beita skæruhernaði. Á milli 1.000 og 5.000 ISIS-liðar eru eftir í landinu. Til samanburðar greindi Reuters frá því í vikunni að álíka margir væru eftir í Sýrlandi. Árið sem er að líða hefur ekki verið ár ISIS. Borgirnar Rakka og Mósúl, höfuðvígin í Sýrlandi og Írak, hafa tapast. Ljóst er að kalífadæmið svokallaða er í molum en eins og árásin í gær sýnir eru samtökin þó enn fullfær um að valda gríðarlegu tjóni. „Þau eru eins og villiköttur sem króaður hefur verið af. Hann ræðst á hvern sem er og hvað sem er til þess að reyna að bjarga sjálfum sér,“ sagði Peter Vincent, sérfræðingur á sviði hryðjuverkavarna og fyrrverandi starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, við NBC News á miðvikudag. Hann sagði jafnframt að stríðið gegn ISIS væri ekki unnið. Það tæki fjölda ára til viðbótar og margir almennir borgarar gætu týnt lífinu í millitíðinni. Þá reyndi ISIS núna að beina sjónum sínum að Jemen, Tsjad, Malí og Suður-Filippseyjum. Þar gætu vígamenn samtakanna fundið andrými og þar væri hægt að gera árásir. Í sömu frétt miðilsins sagði Richard Barrett, fyrrverandi yfirmaður hryðjuverkavarna hjá bresku leyniþjónustunni MI6, að fall kalífadæmisins myndi þó hamla nýliðun. Ekki væri lengur hægt að selja hugsjónina um hið fullkomna íslamska ríki. „Margir gengu til liðs við samtökin til þess að verða hluti af einhverju raunverulegu, ekki einhverju hugsanlegu.“
Birtist í Fréttablaðinu Írak Sýrland Tjad Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49 ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52
Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49
ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00