Enga brauðmola, takk! Guðríður Arnardóttir skrifar 12. desember 2017 07:00 Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar verða stuttir. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins svo kjarasamningar skili raunverulegum ávinningi. Nú ber svo við að kjarasamningar stórra hópa ríkisstarfsmanna eru lausir. Það er ekkert launungarmál að lítið hefur verið að frétta við samningaborðið og höfum við í forystu þessara félaga skynjað umboðsleysi samninganefndar ríkisins. Á Íslandi er háskólamenntun minna metin en í nágrannalöndum okkar. Ungt fólk sem gengur menntaveginn bætir litlu við ævitekjur sínar. Reyndar eru flestir námsmenn að safna skuldum í formi námslána. Það er því ekki nema eðlilegt að greiða háskólamenntuðu starfsfólki hærri laun svo menntunin sé ómaksins virði. Í dag eru ungir framhaldsskólakennarar með að lágmarki fimm ára háskólanám að baki. Ungur kennari með meistaragráðu sem ræður sig við MR fengi í dag 447.837 krónur í mánaðarlaun. Samkvæmt Hagstofu Íslands var meðaltal reglulegra launa fullvinnandi einstaklinga í landinu 552 þúsund krónur á mánuði árið 2016. Unga kennaranum, sem varð af 5 ára ævitekjum með fimm ára skuldasöfnun, er þannig boðið 80% af meðallaunum í landinu eins og þau voru á síðasta ári. Stjórnvöld verða að hafa skilning á þeirri stöðu að á Íslandi er menntun illa metin til launa í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Til viðbótar eru opinberir starfsmenn lægra launaðir en sambærilegir hópar á almennum markaði. Það gerir hið opinbera illa samkeppnishæft um mannauð. Þegar þannig árar tapar hið opinbera reyndu og vel menntuðu starfsfólki í hærra launuð störf á almennum markaði. Hið opinbera er reyndar líka í samkeppni við nágrannalöndin sem flest greiða betur fyrir sérhæft vinnuafl. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn eru orðnir langþreyttir á þeirri láglaunastefnu sem þar hefur viðgengist fram til þessa. Það má öllum vera ljóst að þessir hópar munu ekki sætta sig við brauðmola enn eina ferðina. Ný ríkisstjórn verður að byggja brú milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ný ríkisstjórn þarf að beita sér fyrir eðlilegum launaleiðréttingum háskólafólks hjá hinu opinbera og stuðla þannig að eðlilegri röðun launþega á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar verða stuttir. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins svo kjarasamningar skili raunverulegum ávinningi. Nú ber svo við að kjarasamningar stórra hópa ríkisstarfsmanna eru lausir. Það er ekkert launungarmál að lítið hefur verið að frétta við samningaborðið og höfum við í forystu þessara félaga skynjað umboðsleysi samninganefndar ríkisins. Á Íslandi er háskólamenntun minna metin en í nágrannalöndum okkar. Ungt fólk sem gengur menntaveginn bætir litlu við ævitekjur sínar. Reyndar eru flestir námsmenn að safna skuldum í formi námslána. Það er því ekki nema eðlilegt að greiða háskólamenntuðu starfsfólki hærri laun svo menntunin sé ómaksins virði. Í dag eru ungir framhaldsskólakennarar með að lágmarki fimm ára háskólanám að baki. Ungur kennari með meistaragráðu sem ræður sig við MR fengi í dag 447.837 krónur í mánaðarlaun. Samkvæmt Hagstofu Íslands var meðaltal reglulegra launa fullvinnandi einstaklinga í landinu 552 þúsund krónur á mánuði árið 2016. Unga kennaranum, sem varð af 5 ára ævitekjum með fimm ára skuldasöfnun, er þannig boðið 80% af meðallaunum í landinu eins og þau voru á síðasta ári. Stjórnvöld verða að hafa skilning á þeirri stöðu að á Íslandi er menntun illa metin til launa í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Til viðbótar eru opinberir starfsmenn lægra launaðir en sambærilegir hópar á almennum markaði. Það gerir hið opinbera illa samkeppnishæft um mannauð. Þegar þannig árar tapar hið opinbera reyndu og vel menntuðu starfsfólki í hærra launuð störf á almennum markaði. Hið opinbera er reyndar líka í samkeppni við nágrannalöndin sem flest greiða betur fyrir sérhæft vinnuafl. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn eru orðnir langþreyttir á þeirri láglaunastefnu sem þar hefur viðgengist fram til þessa. Það má öllum vera ljóst að þessir hópar munu ekki sætta sig við brauðmola enn eina ferðina. Ný ríkisstjórn verður að byggja brú milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ný ríkisstjórn þarf að beita sér fyrir eðlilegum launaleiðréttingum háskólafólks hjá hinu opinbera og stuðla þannig að eðlilegri röðun launþega á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun