„Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld vísir/Hanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. Katrín flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld og fór hún yfir víðan völl. Katrín hóf mál sitt á að fara yfir markmið ríkisstjórnarinnar um að koma til móts við ákall almennings um að sú hagsæld sem hér hefur verið á undanförnum árum skili sér í ríkari mæli til samfélagsins. Einnig talaði hún um að mikilvægt væri að auka traust almennings á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins. „Ábyrgð stjórnarmeirihlutans hér er mikil. Ekki aðeins er mikilvægt að breyta umræðunni, heldur þarf að tryggja gagnsæi og traust. Þess vegna munum við leggja áherslu á að læra af reynslu undanfarinna ára og líta til alþjóðlegra viðmiða, til dæmis þegar kemur að endurskoðun siðareglna og reglna um hagsmunaskráningu. Gott talsamband stjórnvalda og fjölmiðla er líka lykilþáttur í þessu verkefni ,“ sagði Katrín. „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita. En traust á stjórnmálum og Alþingi er ekki einungis á ábyrgð meirihlutans heldur okkar allra, þingmanna á Alþingi Íslendinga.“Þurfi að breyta viðteknum skoðunum Þá ræddi Katrín einnig byltingu kvenna á samfélagsmiðlum þar sem þær ræða kynbundið ofbeldi og kynjamisrétti. Vitnaði hún þar meðal annars í ljóðið Hallgerður í Lauganesi eftir Gerði Kristnýju um kinnhestinn sem Gunnar í Hlíðarenda gaf Hallgerði Langbrók.„Þögnin svo römm að hún umlukti allar sem á eftir komu Þær sem reyndu að rjúfa hana fundu vangann loga af skömm” Katrín sagði að langtímaverkefnið að breyta viðteknum skoðunum sem viðhaldið hafa lakari stöðu kvenna um aldir og að eitt kjörtímabil muni einungis vera eitt spor í þeirri vegferð. „Bráðaverkefnið verður aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota þar sem styrktir verða innviðir réttarvörslukerfisins og jafnframt verður lagaumhverfi kynferðisbrota rýnt með það að markmiði að styrkja stöðu kærenda. Lögð verður áhersla á fræðslu og forvarnir og bættar aðstæður til að styðja brotaþola um land allt innan heilbrigðiskerfisins.“Jöfn tækifæri ólíkra stétta Hún segir þó að jafnrétti snúist um margt fleira. Það þurfi að berjast gegn launamun kynjanna, gera betur í málefnum hinsegin fólks, tryggja samfélagslega þátttöku allra og að efnahagur, búseta, aldur eða fötlun hindri fólk ekki í að nýta þau tækifæri sem samfélagið hafi upp á að bjóða. Hún segir að jafnrétti snúi einnig um jöfn tækifæri ólíkra stétta og að ekki verði hjá því komist að endurskoða samfélagskerfið. „Margir hafa bent á að langt sé á milli þeirra flokka sem skipa ríkisstjórnina í þeim efnum, ekki síst þegar kemur að jöfnunarhlutverki skattkerfisins. En þær skattabreytingar sem lagðar eru til í upphafi kjörtímabils miða að því að gera skattkerfið réttlátara óháð uppruna tekna. Áhersla ríkisstjórnarinnar á að byggja upp samfélagslega innviði þjónar því markmiði að jafna kjör og aðstæður þeirra sem hér búa. Þá ætlar ríkisstjórnin einnig að taka málefni tekjulægstu hópanna föstum tökum, gera úttekt á stöðu þeirra og vinna að því að bæta hana, ekki síst þeirra barna sem búa við fátækt. Fátækt á einfaldlega ekki að vera til staðar í jafn ríku samfélagi og við eigum hér saman.“ Katrín sagðist hafa á fyrstu dögum sínum í embætti forsætisráðherra hitt forystumenn heildarsamtaka á vinnumarkaði og að farsælt samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sé forsenda þess að byggja upp fjárhagslegan og efnahagslegan stöðugleika. „Komandi kjarasamningar munu ráða miklu um efnahagslega þróun komandi missera og ára og þar leggja stjórnvöld áherslu á að tryggja efnahagslegan stöðugleika en ásamt því sé mikilvægt að treysta hinar félagslegu stoðir og vinna með sem flestum að ábyrgum vinnumarkaði þar sem úrbóta er þörf til að tryggja og verja og efla réttindi launafólks í landinu, réttindi vinnandi fólks í þessu landi. Það er mikilvægt að endurskoða húsnæðisstuðning hins opinbera og leggja línur að framtíðarsýn í þeim efnum þannig að hann nýtist sem best, ekki síst ungu fólki og tekjulágu. Stefnt er að því að lengja fæðingarorlof og hækka greiðslur og sömuleiðis er til skoðunar að lækka lægra skattþrep tekjuskattskerfisins við komandi kjarasamningagerð til að bæta kjörin í landinu.“ Hún segist jafnframt leggja áherslu á að unnið verði hratt að því í samstarfi við heildarsamtök örorkulífeyrisþega að endurskoða þann hluta almannatryggingakerfisins sem lýtur að þeim til að tryggja megi mannsæmandi kjör og hvetja til samfélagsþátttöku öryrkja.Ísland leiðandi á alþjóðavettvangi sem herlaus þjóð Þá fór Katrín einnig stuttlega yfir alþjóðamálin þar sem hún sagði blikur á lofti. Hún sagði það sorglegt að sjá forseta Bandaríkjanna lýsa því yfir að Bandaríkin teldu Jerúsalem höfuðborg Ísraels. „Íslensk stjórnvöld munu áfram tala fyrir friðsamlegum lausnum í deilu Palestínumanna og Ísraela. Þar erum við sammála nágrannaþjóðum okkar. Við Íslendingar eigum að gera hvað við getum til að láta gott af okkur leiða á alþjóðavettvangi sem herlaus þjóð og málflytjendur friðsamlegra lausna. Ríkisstjórnin ætlar að gera betur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og móttöku flóttamanna sem hvort tveggja skiptir máli í hinu stóra samhengi.“ Katrín sagði jafnframt að þó margt mætti betur fara væri fleira sem gengi Íslendingum í haginn. „Í augum alþjóðasamfélagsins erum við fyrirmyndarþjóðfélag að ýmsu leyti. Og við eigum að gleðjast yfir því sem vel gengur. Hugur þjóðarinnar verður í Rússlandi næsta sumar þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu etur kappi við önnur bestu lið heims en aldrei hefur fámennari þjóð átt lið á HM karla í knattspyrnu. Og hver veit nema kvennalandsliðinu takist slíkt hið sama á HM í Frakklandi 2019,“ sagði Katrín. „Hver hefði átt von á því fyrir tíu árum? Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim áratug sem ég hef setið hér á Alþingi þá er það að maður veit sjaldnast hvað gerist næst. Oft höfum við Íslendingar orðið fyrir óvæntum og þungum búsifjum sem við höfum jafnan unnið okkur upp úr. Hitt veit ég að ef framtíðarsýnin er skýr og allir leggjast á eitt eru meiri möguleikar en minni á að ná góðum árangri. Ég el þá von í brjósti að í lok þessa kjörtímabils höfum við með verkum okkar allra aukið traust á stofnunum samfélagsins, ekki síst Alþingi Íslendinga, og þar mun skipta mestu að við náum að vinna betur saman að farsæld fjöldans.” Alþingi Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. Katrín flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld og fór hún yfir víðan völl. Katrín hóf mál sitt á að fara yfir markmið ríkisstjórnarinnar um að koma til móts við ákall almennings um að sú hagsæld sem hér hefur verið á undanförnum árum skili sér í ríkari mæli til samfélagsins. Einnig talaði hún um að mikilvægt væri að auka traust almennings á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins. „Ábyrgð stjórnarmeirihlutans hér er mikil. Ekki aðeins er mikilvægt að breyta umræðunni, heldur þarf að tryggja gagnsæi og traust. Þess vegna munum við leggja áherslu á að læra af reynslu undanfarinna ára og líta til alþjóðlegra viðmiða, til dæmis þegar kemur að endurskoðun siðareglna og reglna um hagsmunaskráningu. Gott talsamband stjórnvalda og fjölmiðla er líka lykilþáttur í þessu verkefni ,“ sagði Katrín. „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita. En traust á stjórnmálum og Alþingi er ekki einungis á ábyrgð meirihlutans heldur okkar allra, þingmanna á Alþingi Íslendinga.“Þurfi að breyta viðteknum skoðunum Þá ræddi Katrín einnig byltingu kvenna á samfélagsmiðlum þar sem þær ræða kynbundið ofbeldi og kynjamisrétti. Vitnaði hún þar meðal annars í ljóðið Hallgerður í Lauganesi eftir Gerði Kristnýju um kinnhestinn sem Gunnar í Hlíðarenda gaf Hallgerði Langbrók.„Þögnin svo römm að hún umlukti allar sem á eftir komu Þær sem reyndu að rjúfa hana fundu vangann loga af skömm” Katrín sagði að langtímaverkefnið að breyta viðteknum skoðunum sem viðhaldið hafa lakari stöðu kvenna um aldir og að eitt kjörtímabil muni einungis vera eitt spor í þeirri vegferð. „Bráðaverkefnið verður aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota þar sem styrktir verða innviðir réttarvörslukerfisins og jafnframt verður lagaumhverfi kynferðisbrota rýnt með það að markmiði að styrkja stöðu kærenda. Lögð verður áhersla á fræðslu og forvarnir og bættar aðstæður til að styðja brotaþola um land allt innan heilbrigðiskerfisins.“Jöfn tækifæri ólíkra stétta Hún segir þó að jafnrétti snúist um margt fleira. Það þurfi að berjast gegn launamun kynjanna, gera betur í málefnum hinsegin fólks, tryggja samfélagslega þátttöku allra og að efnahagur, búseta, aldur eða fötlun hindri fólk ekki í að nýta þau tækifæri sem samfélagið hafi upp á að bjóða. Hún segir að jafnrétti snúi einnig um jöfn tækifæri ólíkra stétta og að ekki verði hjá því komist að endurskoða samfélagskerfið. „Margir hafa bent á að langt sé á milli þeirra flokka sem skipa ríkisstjórnina í þeim efnum, ekki síst þegar kemur að jöfnunarhlutverki skattkerfisins. En þær skattabreytingar sem lagðar eru til í upphafi kjörtímabils miða að því að gera skattkerfið réttlátara óháð uppruna tekna. Áhersla ríkisstjórnarinnar á að byggja upp samfélagslega innviði þjónar því markmiði að jafna kjör og aðstæður þeirra sem hér búa. Þá ætlar ríkisstjórnin einnig að taka málefni tekjulægstu hópanna föstum tökum, gera úttekt á stöðu þeirra og vinna að því að bæta hana, ekki síst þeirra barna sem búa við fátækt. Fátækt á einfaldlega ekki að vera til staðar í jafn ríku samfélagi og við eigum hér saman.“ Katrín sagðist hafa á fyrstu dögum sínum í embætti forsætisráðherra hitt forystumenn heildarsamtaka á vinnumarkaði og að farsælt samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sé forsenda þess að byggja upp fjárhagslegan og efnahagslegan stöðugleika. „Komandi kjarasamningar munu ráða miklu um efnahagslega þróun komandi missera og ára og þar leggja stjórnvöld áherslu á að tryggja efnahagslegan stöðugleika en ásamt því sé mikilvægt að treysta hinar félagslegu stoðir og vinna með sem flestum að ábyrgum vinnumarkaði þar sem úrbóta er þörf til að tryggja og verja og efla réttindi launafólks í landinu, réttindi vinnandi fólks í þessu landi. Það er mikilvægt að endurskoða húsnæðisstuðning hins opinbera og leggja línur að framtíðarsýn í þeim efnum þannig að hann nýtist sem best, ekki síst ungu fólki og tekjulágu. Stefnt er að því að lengja fæðingarorlof og hækka greiðslur og sömuleiðis er til skoðunar að lækka lægra skattþrep tekjuskattskerfisins við komandi kjarasamningagerð til að bæta kjörin í landinu.“ Hún segist jafnframt leggja áherslu á að unnið verði hratt að því í samstarfi við heildarsamtök örorkulífeyrisþega að endurskoða þann hluta almannatryggingakerfisins sem lýtur að þeim til að tryggja megi mannsæmandi kjör og hvetja til samfélagsþátttöku öryrkja.Ísland leiðandi á alþjóðavettvangi sem herlaus þjóð Þá fór Katrín einnig stuttlega yfir alþjóðamálin þar sem hún sagði blikur á lofti. Hún sagði það sorglegt að sjá forseta Bandaríkjanna lýsa því yfir að Bandaríkin teldu Jerúsalem höfuðborg Ísraels. „Íslensk stjórnvöld munu áfram tala fyrir friðsamlegum lausnum í deilu Palestínumanna og Ísraela. Þar erum við sammála nágrannaþjóðum okkar. Við Íslendingar eigum að gera hvað við getum til að láta gott af okkur leiða á alþjóðavettvangi sem herlaus þjóð og málflytjendur friðsamlegra lausna. Ríkisstjórnin ætlar að gera betur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og móttöku flóttamanna sem hvort tveggja skiptir máli í hinu stóra samhengi.“ Katrín sagði jafnframt að þó margt mætti betur fara væri fleira sem gengi Íslendingum í haginn. „Í augum alþjóðasamfélagsins erum við fyrirmyndarþjóðfélag að ýmsu leyti. Og við eigum að gleðjast yfir því sem vel gengur. Hugur þjóðarinnar verður í Rússlandi næsta sumar þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu etur kappi við önnur bestu lið heims en aldrei hefur fámennari þjóð átt lið á HM karla í knattspyrnu. Og hver veit nema kvennalandsliðinu takist slíkt hið sama á HM í Frakklandi 2019,“ sagði Katrín. „Hver hefði átt von á því fyrir tíu árum? Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim áratug sem ég hef setið hér á Alþingi þá er það að maður veit sjaldnast hvað gerist næst. Oft höfum við Íslendingar orðið fyrir óvæntum og þungum búsifjum sem við höfum jafnan unnið okkur upp úr. Hitt veit ég að ef framtíðarsýnin er skýr og allir leggjast á eitt eru meiri möguleikar en minni á að ná góðum árangri. Ég el þá von í brjósti að í lok þessa kjörtímabils höfum við með verkum okkar allra aukið traust á stofnunum samfélagsins, ekki síst Alþingi Íslendinga, og þar mun skipta mestu að við náum að vinna betur saman að farsæld fjöldans.”
Alþingi Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent