Söguskoðun Sigmundar merkileg Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 20:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/VilhelmHanna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sem einkennir ríkisfjármálin um þessar mundir sé mjög góð afkoma þegar horft er til frumgjalda og frumtekna. Hann segir yfirvöld ekki reka fyrirtæki heldur hlúa að samfélagi. Þetta var meðal þess sem Bjarni sagði í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Meðal annars sagði hann söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, merkilega. Sagðist hann vera að heyra í fyrsta skipti nokkrar af ástæðunum sem Sigmundur gæfi fyrir því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sprakk og gengið var til kosninga í október í fyrra. Hann sagði jafnframt að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. „Þar kemur einnig fram skýr stefna um að þessi ríkisstjórn vilji treysta til framtíðar samfélagslegan stöðugleika, velsæld og lífsgæði. Markmið okkar er að gefa öllum hlut í yfirstandandi hagvaxtarskeiði - að allir njóti þess efnahagslega árangurs sem hér hefur náðst og er framundan,“ sagði Bjarni. „Það er inntak fjárlagafrumvarps fyrir árið 2018, sem lagt var fram í dag og ég ætla svo sem ekki að fara að tíunda efni þess hér nú, enda fyrsta umræða um það mál á dagskrá þingsins strax á morgun.“ Hann segist þó vilja nefna að í frumvarpinu birtist með skýrum hætti áherslur um styrkingu heilbrigðisþjónustu, menntamála og samgangna.Allir vilji skila góðu verki Hann segir að í stóra samhenginu séu allir stjórnmálamenn í stjórnmálum vegna þess að þeir vilji láta gott af sér leiða. „Við viljum öll skila góðu verki. Til þess að svo megi verða þarf að vera vilji til að leita lausna. Finna leiðir fram á við svo allir geti bætt hag sinn sem mest,” sagði Bjarni. „Ætli það megi ekki segja um flesta, ef ekki alla, þingmenn sem starfað hafa hér á Alþingi að okkur finnst jafnan að breytingar sem við viljum beita okkur fyrir gerist of hægt. En þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það líklega ekki mestu, heldur hitt hvort okkur miðar sem samfélagi fram veginn. Að það geti verið hollt að sætta sig við að sígandi lukka sé best.” Hann sagði að þegar horft er til baka megi finna endalausar ræður frá síðustu tíu árum þar sem því er haldið fram fullum fetum að allt sé vitlaust gert og að samfélaginu miði ekki áfram. „En þrátt fyrir allar ræðurnar er staðan samt sem áður sú að við lifum lengsta hagvaxtarskeið seinni tíma, það er betra jafnvægi í efnahagsmálum en átt hefur við í áratugi, verðbólga er lítil, atvinnuleysi sömuleiðis og kaupmáttur heimilanna hefur aldrei verið meiri. Okkur er að takast að styrkja innviðina og við höldum því áfram af krafti í fjárlagafrumvarpi dagsins.”Á réttri leið Hann sagði jafnframt að sterkur nýsköpunarkraftur sé í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og að yfirvöld eigi að líta á fjórðu iðnbyltinguna sem tækifæri. Þá sagði hann að það sem einkenni ríkisfjármálin um þessar mundir hér á landi sé mjög góð afkoma þegar litið er ti frumgjalda og frumtekna. „En á móti kemur þung vaxtabyrði sem dregur úr getu okkar til að skila tekjum til uppbyggingar samfélagsins. En við erum á réttri leið. Skuldahlutföll hafa lækkað ört og sá efnahagslegi árangur sem náðst hefur undanfarin ár er farinn að skila sér í mun betri lánakjörum,“ sagði hann. „Í vikunni var erlend skuldabréfaútgáfa endurfjármögnuð með nýrri útgáfu í evrum. Kjörin sem buðust okkur nú voru þau hagstæðustu sem ríkissjóður hefur séð í sögunni - tíu sinnum betri en við skuldabréfaútgáfu ríkisins fyrir einungis fimm árum.“Ekki að reka fyrirtæki Þá sagði Bjarni að stundum sé sagt að ekkert fyrirtæki myndi gera hlutina eins og ríkið og að ríkið mætti læra margt af vel reknum fyrirtækjum. Hann vilji þó velta upp spurningunni um hvers vegna ákvarðanir stjórnmálamanna um verkefni og ráðstöfun fjármuna ríkissjóðs væru sérstakar. „Svarið er það, að við erum einfaldlega ekki að reka fyrirtæki. Við erum að hlúa að samfélagi. Samfélagi fólks sem á margt sameiginlegt en hefur mismunandi þarfir, óskir og væntingar. Það er okkar hlutverk að mæta þeim væntingum sem best við getum, - að gefa öllum jöfn tækifæri og aðgang að þeim gæðum sem samfélagið hefur að bjóða,“ sagði hann. „Velsæld og lífsgæði eru leiðarstef í ákvörðunum okkar og þeim tillögum sem við leggjum fyrir Alþingi. Í orðabók er velsæld samheiti hamingju, velferðar, farsældar og velgengni. Við óskum íslenskri þjóð alls þess og meira til.“ Alþingi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sem einkennir ríkisfjármálin um þessar mundir sé mjög góð afkoma þegar horft er til frumgjalda og frumtekna. Hann segir yfirvöld ekki reka fyrirtæki heldur hlúa að samfélagi. Þetta var meðal þess sem Bjarni sagði í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Meðal annars sagði hann söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, merkilega. Sagðist hann vera að heyra í fyrsta skipti nokkrar af ástæðunum sem Sigmundur gæfi fyrir því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sprakk og gengið var til kosninga í október í fyrra. Hann sagði jafnframt að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. „Þar kemur einnig fram skýr stefna um að þessi ríkisstjórn vilji treysta til framtíðar samfélagslegan stöðugleika, velsæld og lífsgæði. Markmið okkar er að gefa öllum hlut í yfirstandandi hagvaxtarskeiði - að allir njóti þess efnahagslega árangurs sem hér hefur náðst og er framundan,“ sagði Bjarni. „Það er inntak fjárlagafrumvarps fyrir árið 2018, sem lagt var fram í dag og ég ætla svo sem ekki að fara að tíunda efni þess hér nú, enda fyrsta umræða um það mál á dagskrá þingsins strax á morgun.“ Hann segist þó vilja nefna að í frumvarpinu birtist með skýrum hætti áherslur um styrkingu heilbrigðisþjónustu, menntamála og samgangna.Allir vilji skila góðu verki Hann segir að í stóra samhenginu séu allir stjórnmálamenn í stjórnmálum vegna þess að þeir vilji láta gott af sér leiða. „Við viljum öll skila góðu verki. Til þess að svo megi verða þarf að vera vilji til að leita lausna. Finna leiðir fram á við svo allir geti bætt hag sinn sem mest,” sagði Bjarni. „Ætli það megi ekki segja um flesta, ef ekki alla, þingmenn sem starfað hafa hér á Alþingi að okkur finnst jafnan að breytingar sem við viljum beita okkur fyrir gerist of hægt. En þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það líklega ekki mestu, heldur hitt hvort okkur miðar sem samfélagi fram veginn. Að það geti verið hollt að sætta sig við að sígandi lukka sé best.” Hann sagði að þegar horft er til baka megi finna endalausar ræður frá síðustu tíu árum þar sem því er haldið fram fullum fetum að allt sé vitlaust gert og að samfélaginu miði ekki áfram. „En þrátt fyrir allar ræðurnar er staðan samt sem áður sú að við lifum lengsta hagvaxtarskeið seinni tíma, það er betra jafnvægi í efnahagsmálum en átt hefur við í áratugi, verðbólga er lítil, atvinnuleysi sömuleiðis og kaupmáttur heimilanna hefur aldrei verið meiri. Okkur er að takast að styrkja innviðina og við höldum því áfram af krafti í fjárlagafrumvarpi dagsins.”Á réttri leið Hann sagði jafnframt að sterkur nýsköpunarkraftur sé í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og að yfirvöld eigi að líta á fjórðu iðnbyltinguna sem tækifæri. Þá sagði hann að það sem einkenni ríkisfjármálin um þessar mundir hér á landi sé mjög góð afkoma þegar litið er ti frumgjalda og frumtekna. „En á móti kemur þung vaxtabyrði sem dregur úr getu okkar til að skila tekjum til uppbyggingar samfélagsins. En við erum á réttri leið. Skuldahlutföll hafa lækkað ört og sá efnahagslegi árangur sem náðst hefur undanfarin ár er farinn að skila sér í mun betri lánakjörum,“ sagði hann. „Í vikunni var erlend skuldabréfaútgáfa endurfjármögnuð með nýrri útgáfu í evrum. Kjörin sem buðust okkur nú voru þau hagstæðustu sem ríkissjóður hefur séð í sögunni - tíu sinnum betri en við skuldabréfaútgáfu ríkisins fyrir einungis fimm árum.“Ekki að reka fyrirtæki Þá sagði Bjarni að stundum sé sagt að ekkert fyrirtæki myndi gera hlutina eins og ríkið og að ríkið mætti læra margt af vel reknum fyrirtækjum. Hann vilji þó velta upp spurningunni um hvers vegna ákvarðanir stjórnmálamanna um verkefni og ráðstöfun fjármuna ríkissjóðs væru sérstakar. „Svarið er það, að við erum einfaldlega ekki að reka fyrirtæki. Við erum að hlúa að samfélagi. Samfélagi fólks sem á margt sameiginlegt en hefur mismunandi þarfir, óskir og væntingar. Það er okkar hlutverk að mæta þeim væntingum sem best við getum, - að gefa öllum jöfn tækifæri og aðgang að þeim gæðum sem samfélagið hefur að bjóða,“ sagði hann. „Velsæld og lífsgæði eru leiðarstef í ákvörðunum okkar og þeim tillögum sem við leggjum fyrir Alþingi. Í orðabók er velsæld samheiti hamingju, velferðar, farsældar og velgengni. Við óskum íslenskri þjóð alls þess og meira til.“
Alþingi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira